Þetta hefði kannski verið sérstök fullyrðing fyrir rúmu ári síðan en það hefur mikið breyst á síðustu mánuðum.
Ronaldo, sem er framhherji Al Nassr, segir að sadí-arabíska deildin sé betri en bandaríska MLS-deildin og að hann sjálfur hafi engin plön um að spila í Bandaríkjunum eða snúa aftur til Evrópu.
„Deildin í Sadí-Arabíu er betri en MLS. Ég opnaði leiðina inn í sádí-arabísku deildinni og nú eru allir leikmennirnir að koma hingað,“ sagði Ronaldo.
Það er mikið til í þeirri fullyrðingu. Karim Benzema, Marcelo Brozovic, N'Golo Kante og Roberto Firmino hafa allir samið við lið þar og sádí-arabísku liðin hafa einnig keypt marga öfluga leikmenn, flesta enn á sínum besta fótboltaaldri.
„Eftir eitt ár munu fleiri og fleiri leikmenn koma til Sádí-Arabíu. Eftir ár þá mun deildin hér vera orðin betri en deildirnar í Tyrklandi og Hollandi,“ sagði Ronaldo.
Hinn 38 ára gamli Ronaldo er nú að leiðinni inn í sitt fulla tímabil með Al Nassr en hann kom þangað í janúar síðastliðnum.
„Ég er hundrað prósent viss um að ég fari ekki aftur til liðs í Evrópu. Ég er orðinn 38 ára og evrópski fótboltinn hefur misst mikil gæði. Það eina alvöru og markataka deildin er enska úrvalsdeildin. Þeir eru svo langt á undan öllum öðrum deildum,“ sagði Ronaldo.
The Saudi league is better than MLS
— kofi DØFÔ (@_adofo__69) July 17, 2023
The Ronaldo effect pic.twitter.com/FT70c27krS