Íslendingar í skæðri hitabylgju: „Maður svitnar og er eldrauður í framan“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júlí 2023 22:30 Kona heldur dagblaði yfir sér til að skýla sér frá sólinni í miðborg Los Angeles í dag. AP Photo/Damian Dovarganes Skæðar hitabylgjur ríða nú yfir víða um heim. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín vegna gróðurelda á meðan aurskriður hafa fallið á öðrum svæðum og ár flætt yfir bakkasína vegna hamfararigninga. Íslendingur í Bandaríkjunum segir öfgar í veðurfari aukast með hverju árinu. Hvert hitametið á fætur öðru hefur verið slegið að undanförnu og veður- og loftslagssérfræðingar lýst yfir miklum áhyggjum vegna aukinna öfga í veðri. Í Suður-Kóreu hafa hamfararigningar fallið þar níu daga í röð með skelfilegum afleiðingum. Ár hafa flætt yfir bakka sína og aurskriður fallið á byggð með þeim afleiðingum að minnst 40 hafa tínt lífi, annar eins fjöldi slasast og minnst tíu þúsund flúið heimili sín. Í Japan náði hitinn víða 40 stigum í dag og í norðvesturhluta Kína mældist hitinn mestur 52,2 gráður. Á austurströndinni reið yfir hitabeltisstormur með tilheyrandi rigningum og flóðum. Enn ein hitabylgjan er þá á leið yfir Evrópu og ekkert lát er á skógareldum sem logað hafa víða, til að mynda á Grikklandi, Króatíu, Sýrlandi og La Palma, þar sem þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín. Heimamenn farnir að kvarta Í Róm, eins og öðrum borgum, hafa ferðamenn beitt ýmsum ráðum til að kæla sig niður, til dæmis með því að baða sig í brunnum. „Það er vel heitt, maður finnur vel að maður svitnar og er eldrauður í framan,“ segir Kjartan Vídó Ólafsson, íslenskur ferðamaður í Róm, í samtali við fréttastofu. Hitinn varð þar mestur 38 stig í dag en á að fara upp í allt að 44 á morgun. Kjartan segist hafa rætt við kaupmann í morgun sem segist aldrei hafa kynnst öðrum eins hita í borginni. „Þegar heimamaðurinn er farinn að kvarta er þetta óvenjulega heitt. Maður sér alla með vatnsflösku og labba skuggamegin í götunum“ Varla hægt að stíga út Í Bandaríkjunum búa milljónir manna við veðurviðvaranir. Í Las Vegas er því spáð að hitinn gæti farið yfir 46 stig þrjá daga í röð, sem hefur aðeins gerst einu sinni áður. Þá hefur hitinn verið um og yfir 43 stig í Phoenix í tvær vikur. Gróðureldar hafa geisað í Kaliforníu eins og víðar og í hinum alræmda Dauðadal mældist hitinn 52 gráður í gær. „Þetta er búið að vera rosalega skrítið ár fyrir okkur hér út af því að í byrjun árs rigndi svo ótrúlega mikið,“ segir Alexandra , en hún er búsett í Los Angeles í Kaliforníu. Varla hafi sést sólina í upphafi árs. Heimamenn hafi kvartað fyrir minna en mánuði yfir slæmu veðri. Núna sé hitinn það mikill að varla sé hægt að stíga út fyrir dyrnar. „Flestir flytja til LA fyrir veðrið, það var alltaf mildasta veðrið hér. Það var hvorki of heitt né of kalt en mér hefur fundist það hafa breyst.“ Meiri öfgar séu í veðrinu í Los Angeles en nokkru sinni fyrr. Alexandra segir það góða við að búa í Bandaríkjunum að loftkæling innandyra sé góð. Varla sé hægt að stíga út fyrir dyrnar vegna hitans nú. Veður Bandaríkin Ítalía Íslendingar erlendis Hitabylgja í Evrópu 2023 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira
Hvert hitametið á fætur öðru hefur verið slegið að undanförnu og veður- og loftslagssérfræðingar lýst yfir miklum áhyggjum vegna aukinna öfga í veðri. Í Suður-Kóreu hafa hamfararigningar fallið þar níu daga í röð með skelfilegum afleiðingum. Ár hafa flætt yfir bakka sína og aurskriður fallið á byggð með þeim afleiðingum að minnst 40 hafa tínt lífi, annar eins fjöldi slasast og minnst tíu þúsund flúið heimili sín. Í Japan náði hitinn víða 40 stigum í dag og í norðvesturhluta Kína mældist hitinn mestur 52,2 gráður. Á austurströndinni reið yfir hitabeltisstormur með tilheyrandi rigningum og flóðum. Enn ein hitabylgjan er þá á leið yfir Evrópu og ekkert lát er á skógareldum sem logað hafa víða, til að mynda á Grikklandi, Króatíu, Sýrlandi og La Palma, þar sem þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín. Heimamenn farnir að kvarta Í Róm, eins og öðrum borgum, hafa ferðamenn beitt ýmsum ráðum til að kæla sig niður, til dæmis með því að baða sig í brunnum. „Það er vel heitt, maður finnur vel að maður svitnar og er eldrauður í framan,“ segir Kjartan Vídó Ólafsson, íslenskur ferðamaður í Róm, í samtali við fréttastofu. Hitinn varð þar mestur 38 stig í dag en á að fara upp í allt að 44 á morgun. Kjartan segist hafa rætt við kaupmann í morgun sem segist aldrei hafa kynnst öðrum eins hita í borginni. „Þegar heimamaðurinn er farinn að kvarta er þetta óvenjulega heitt. Maður sér alla með vatnsflösku og labba skuggamegin í götunum“ Varla hægt að stíga út Í Bandaríkjunum búa milljónir manna við veðurviðvaranir. Í Las Vegas er því spáð að hitinn gæti farið yfir 46 stig þrjá daga í röð, sem hefur aðeins gerst einu sinni áður. Þá hefur hitinn verið um og yfir 43 stig í Phoenix í tvær vikur. Gróðureldar hafa geisað í Kaliforníu eins og víðar og í hinum alræmda Dauðadal mældist hitinn 52 gráður í gær. „Þetta er búið að vera rosalega skrítið ár fyrir okkur hér út af því að í byrjun árs rigndi svo ótrúlega mikið,“ segir Alexandra , en hún er búsett í Los Angeles í Kaliforníu. Varla hafi sést sólina í upphafi árs. Heimamenn hafi kvartað fyrir minna en mánuði yfir slæmu veðri. Núna sé hitinn það mikill að varla sé hægt að stíga út fyrir dyrnar. „Flestir flytja til LA fyrir veðrið, það var alltaf mildasta veðrið hér. Það var hvorki of heitt né of kalt en mér hefur fundist það hafa breyst.“ Meiri öfgar séu í veðrinu í Los Angeles en nokkru sinni fyrr. Alexandra segir það góða við að búa í Bandaríkjunum að loftkæling innandyra sé góð. Varla sé hægt að stíga út fyrir dyrnar vegna hitans nú.
Veður Bandaríkin Ítalía Íslendingar erlendis Hitabylgja í Evrópu 2023 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira