„Það er allt í lagi að vera ekki alltaf fullkomin“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2023 08:31 Sólveig Sigurðardóttir er enn að vinna út úr vonbrigðunum í undanúrslitamótinu þar sem hún var langt frá því að komast á heimsleikana. Instagram/@solasigurdardottir Íslenska CrossFit konan Sólveig Sigurðardóttir tókst ekki að komast á heimsleikana annað árið í röð og hún ræddi vonbrigði sín á undanúrslitamótinu í viðtali á Wit Fitness síðunni. Sólveig er bæði hreinskilin og auðmjúk í viðtalinu og talar þar beint frá hjartanu. Sólveig sprakk út sem CrossFit stjarna á 2022 tímabilinu og stimplaði sig inn með því að tryggja sér sæti á heimsleikunum þar sem hún endaði svo í 34. sæti. Í ár hefur hún æft með Anníe Mist Þórisdóttir og stefnan var sett á það að komast aftur á heimsleikana í ár. Svo fór ekki því Sólveig endaði bara í 24. sæti á undanúrslitamóti Evrópu þar sem aðeins ellefu efstu tryggðu sér sæti á heimsleikunum. Sólveig opnaði sig í þessu nýju viðtali sem er aðgengilegt á Wit Fitness síðunni. Skrýtið að tala um þetta „Ég var að setja mikla pressu á mig sjálfa. Eftir fyrstu æfinguna þá fannst mér að ég myndi vera í hópi tíu efstu. Svo komu úrslitin og ég var í 24. sætinu. Það var rosalega erfitt að byrja undanúrslitamótið þannig,“ sagði Sólveig Sigurðardóttir. „Það er svolítið skrýtið að vera tala um þetta því ég er í raun enn að ganga í gegnum þetta. Ég er núna að fara í gegn furðulegan hluta af íþróttaferli mínum,“ sagði Sólveig og það fór ekkert á milli mála að það reyndi á hana að ræða þessi vonbrigði. „Ég mætti í undanúrslitin í fyrra full af sjálfstrausti en á sama tíma þá átti ég ekki von á því að komast á heimsleikana. Ég hugsaði það bara sem bónus ef ég næði inn en ég mætti í keppnina og stóð mig súper vel. Það dugði mér til að tryggja mér sæti á heimsleikunum,“ sagði Sólveig. „Núna var þetta í fyrsta sinn sem það var búist við því að ég gerði eitthvað aftur. Auðvitað er þetta öðruvísi í ár af því að nú fórum við í gegnum Evrópukeppnina og aðeins ellefu sæti í boði en svo mikið af frábærum stelpum,“ sagði Sólveig. Hausinn var bara farinn „Það var strax ljóst þegar æfingarnar voru kynntar að þetta yrði brekka fyrir mig. Eftir fyrsta daginn var þetta mjög erfitt. Ég er ekki stolt af þessu en hausinn var bara farinn,“ viðurkenndi Sólveig. „Íþróttamaðurinn sem ég veit að ég get verið og íþróttamaðurinn sem ég hef sýnt að ég er eru mjög ólíkir. Ég er í vandræðum með að sjá fyrir mér hvernig ég næ í þennan íþróttamann aftur,“ sagði Sólveig. „Það lenda allir í því að eiga vonbrigðatímabil. Þá ná þau sér ekki á strik en þau koma síðan til baka. Það er allt í lagi að vera ekki alltaf fullkomin,“ sagði Sólveig eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by WIT (@wit.fitness) CrossFit Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Fleiri fréttir Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Sjá meira
Sólveig sprakk út sem CrossFit stjarna á 2022 tímabilinu og stimplaði sig inn með því að tryggja sér sæti á heimsleikunum þar sem hún endaði svo í 34. sæti. Í ár hefur hún æft með Anníe Mist Þórisdóttir og stefnan var sett á það að komast aftur á heimsleikana í ár. Svo fór ekki því Sólveig endaði bara í 24. sæti á undanúrslitamóti Evrópu þar sem aðeins ellefu efstu tryggðu sér sæti á heimsleikunum. Sólveig opnaði sig í þessu nýju viðtali sem er aðgengilegt á Wit Fitness síðunni. Skrýtið að tala um þetta „Ég var að setja mikla pressu á mig sjálfa. Eftir fyrstu æfinguna þá fannst mér að ég myndi vera í hópi tíu efstu. Svo komu úrslitin og ég var í 24. sætinu. Það var rosalega erfitt að byrja undanúrslitamótið þannig,“ sagði Sólveig Sigurðardóttir. „Það er svolítið skrýtið að vera tala um þetta því ég er í raun enn að ganga í gegnum þetta. Ég er núna að fara í gegn furðulegan hluta af íþróttaferli mínum,“ sagði Sólveig og það fór ekkert á milli mála að það reyndi á hana að ræða þessi vonbrigði. „Ég mætti í undanúrslitin í fyrra full af sjálfstrausti en á sama tíma þá átti ég ekki von á því að komast á heimsleikana. Ég hugsaði það bara sem bónus ef ég næði inn en ég mætti í keppnina og stóð mig súper vel. Það dugði mér til að tryggja mér sæti á heimsleikunum,“ sagði Sólveig. „Núna var þetta í fyrsta sinn sem það var búist við því að ég gerði eitthvað aftur. Auðvitað er þetta öðruvísi í ár af því að nú fórum við í gegnum Evrópukeppnina og aðeins ellefu sæti í boði en svo mikið af frábærum stelpum,“ sagði Sólveig. Hausinn var bara farinn „Það var strax ljóst þegar æfingarnar voru kynntar að þetta yrði brekka fyrir mig. Eftir fyrsta daginn var þetta mjög erfitt. Ég er ekki stolt af þessu en hausinn var bara farinn,“ viðurkenndi Sólveig. „Íþróttamaðurinn sem ég veit að ég get verið og íþróttamaðurinn sem ég hef sýnt að ég er eru mjög ólíkir. Ég er í vandræðum með að sjá fyrir mér hvernig ég næ í þennan íþróttamann aftur,“ sagði Sólveig. „Það lenda allir í því að eiga vonbrigðatímabil. Þá ná þau sér ekki á strik en þau koma síðan til baka. Það er allt í lagi að vera ekki alltaf fullkomin,“ sagði Sólveig eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by WIT (@wit.fitness)
CrossFit Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Fleiri fréttir Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga