Skráir Djokovic sig í sögubækurnar í dag? Siggeir Ævarsson skrifar 16. júlí 2023 10:32 Novak Djokovic getur unnið sinn 24. risatitil í dag Vísir/Getty Novak Djokovic gæti unnið sinn 24. risatitil á Wimbledon í dag þegar hann mætir Carlos Alcaraz í úrslitaviðureign mótsins. Hann yrði þá sigursælasti tennisspilari allra tíma en hann deilir nafnbótinni núna með Serena Williams. Djokovic er hokinn af reynslu samanborið við aðra spilara á Wimbledon í ár. Þegar mótið hófst var hann alls með 86 sigra úr stökum viðureignum á mótinu í sarpnum. Af þeim 20 spilurum sem skipa sér í efstu 20 sæti heimslistans, voru hinir 19 samanlagt með 85 sigra. Einn af þeim er Carlos Alcaraz, 20 ára gamall Mexíkói sem situr í efsta sæti heimlistans um þessar mundir, rétt á undan Djokovic. Hann er eðli málsins samkvæmt einn af efnilegustu tennisspilurum heimsins Djokovic hefur ekki tapað viðureign á Wimbledon síðan 2017 og flestir reikna með að reynslan muni hjálpa honum að leggja Alcaraz að velli í dag, en fáir reikna með að þetta verði auðveldur sigur fyrir Djokovic. Ef Djokovic fer með sigur af hólmi skrifar hann sig í sögubækurnar, á fleiri en einn veg. Sigur í dag yrði áttundi sigur hans á Wimbledon, en aðeins Roger Federer hefur unnið mótið átta sinnum. Þetta yrði jafnframt fimmti titill hans þar í röð, afrek sem aðeins Federer og Björn Borg geta státað sig af. Djokovic og Serena Williams deila í dag metinu yfir flesta risatitla, og sigur hjá Djokovic í dag myndi skáka Williams og hann sitja einn að metinu. Strangt til tekið myndi hann samt jafna metið yfir flesta titla í sögunni, en Margaret Court á 24 slíka. Ári 1968 var gerð breyting á reglum um hverjir mega keppa á stórmótum í tennis svo að það eru skiptar skoðanir á því hvernig á að telja titlana. Ef þú spyrð Williams þá færðu örugglega annað svar en ef þú spyrð Court. En hvað sem öllum hártogunum líður þá á Djokovic góðan séns á að skrifa sig í sögubækurnar í dag. Tennis Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Sjá meira
Djokovic er hokinn af reynslu samanborið við aðra spilara á Wimbledon í ár. Þegar mótið hófst var hann alls með 86 sigra úr stökum viðureignum á mótinu í sarpnum. Af þeim 20 spilurum sem skipa sér í efstu 20 sæti heimslistans, voru hinir 19 samanlagt með 85 sigra. Einn af þeim er Carlos Alcaraz, 20 ára gamall Mexíkói sem situr í efsta sæti heimlistans um þessar mundir, rétt á undan Djokovic. Hann er eðli málsins samkvæmt einn af efnilegustu tennisspilurum heimsins Djokovic hefur ekki tapað viðureign á Wimbledon síðan 2017 og flestir reikna með að reynslan muni hjálpa honum að leggja Alcaraz að velli í dag, en fáir reikna með að þetta verði auðveldur sigur fyrir Djokovic. Ef Djokovic fer með sigur af hólmi skrifar hann sig í sögubækurnar, á fleiri en einn veg. Sigur í dag yrði áttundi sigur hans á Wimbledon, en aðeins Roger Federer hefur unnið mótið átta sinnum. Þetta yrði jafnframt fimmti titill hans þar í röð, afrek sem aðeins Federer og Björn Borg geta státað sig af. Djokovic og Serena Williams deila í dag metinu yfir flesta risatitla, og sigur hjá Djokovic í dag myndi skáka Williams og hann sitja einn að metinu. Strangt til tekið myndi hann samt jafna metið yfir flesta titla í sögunni, en Margaret Court á 24 slíka. Ári 1968 var gerð breyting á reglum um hverjir mega keppa á stórmótum í tennis svo að það eru skiptar skoðanir á því hvernig á að telja titlana. Ef þú spyrð Williams þá færðu örugglega annað svar en ef þú spyrð Court. En hvað sem öllum hártogunum líður þá á Djokovic góðan séns á að skrifa sig í sögubækurnar í dag.
Tennis Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Sjá meira