„Erum að spila æfingaleiki og maður má misstíga sig í þeim“ Andri Már Eggertsson skrifar 14. júlí 2023 20:40 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var svekkt með úrslit kvöldsins Vísir/Anton Brink Ísland tapaði 1-2 gegn Finnlandi í vináttulandsleik. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, var svekkt með frammistöðuna í kvöld. „Þetta var ekki nógu gott. Það var leiðinlegt að fá svona marga á völlinn og ná ekki sigri. Margt sem mátti bæta við áttum mörg góð færi en við náðum ekki að nýta þau og því endaði þetta svona,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eftir leik. Karólína var svekkt með að liðið hafi aðeins skorað eitt mark og farið illa með mörg færi. „Við erum vanar að ná að nýta þessi færi og fá ekki svona auðveld mörk á okkur. Þetta var ólíkt okkur en núna erum við að spila æfingaleiki og maður má misstíga sig í þeim.“ Ísland byrjaði leikinn betur en eftir tæplega tíu mínútur komst Finnland töluvert betur inn í leikinn sem skilaði marki. „Við vorum seinar í návígi og þær skora mark eftir að við náðum ekki að klukka þær. Þetta var gott skot hjá henni [Eveliina Summanen] en við hefðum átt að verjast því betur. Við ætluðum síðan að gefa allt í seinni hálfleikinn en fengum annað mark á okkur sem gerði þetta erfitt. En það er alltaf hægt að bæta sig og við byggjum ofan á þetta.“ Það var gríðarlega góð stemmning á vellinum og alls mættu 6281 manns. Símamótið er í fullum gangi sem myndaði góða stemmningu á leiknum. „Það var ekkert smá gaman að fá svona marga á völlinn og þær voru öskrandi allan tímann. Eins og ég segi það var grátlegt að ná ekki að vinna leikinn fyrir þær.“ Karólína Lea er farinn á láni frá Bayern München til Bayer Leverkusen. Karólína var spennt fyrir því að fá meiri spiltíma með Leverkusen. „Ég er ánægð með þetta skref. Ég þarf að spila meira og koma mér í leikform og fá traust til þess að bæta mig sem leikmann og ég vona að þetta sé rétt skref,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir að lokum. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Bikarævintýri Fram heldur áfram Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Aldarfjórðungs ferli á enda: Öll íþróttafélög landsins orðin aðildarfélög UMFÍ Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Sjá meira
„Þetta var ekki nógu gott. Það var leiðinlegt að fá svona marga á völlinn og ná ekki sigri. Margt sem mátti bæta við áttum mörg góð færi en við náðum ekki að nýta þau og því endaði þetta svona,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eftir leik. Karólína var svekkt með að liðið hafi aðeins skorað eitt mark og farið illa með mörg færi. „Við erum vanar að ná að nýta þessi færi og fá ekki svona auðveld mörk á okkur. Þetta var ólíkt okkur en núna erum við að spila æfingaleiki og maður má misstíga sig í þeim.“ Ísland byrjaði leikinn betur en eftir tæplega tíu mínútur komst Finnland töluvert betur inn í leikinn sem skilaði marki. „Við vorum seinar í návígi og þær skora mark eftir að við náðum ekki að klukka þær. Þetta var gott skot hjá henni [Eveliina Summanen] en við hefðum átt að verjast því betur. Við ætluðum síðan að gefa allt í seinni hálfleikinn en fengum annað mark á okkur sem gerði þetta erfitt. En það er alltaf hægt að bæta sig og við byggjum ofan á þetta.“ Það var gríðarlega góð stemmning á vellinum og alls mættu 6281 manns. Símamótið er í fullum gangi sem myndaði góða stemmningu á leiknum. „Það var ekkert smá gaman að fá svona marga á völlinn og þær voru öskrandi allan tímann. Eins og ég segi það var grátlegt að ná ekki að vinna leikinn fyrir þær.“ Karólína Lea er farinn á láni frá Bayern München til Bayer Leverkusen. Karólína var spennt fyrir því að fá meiri spiltíma með Leverkusen. „Ég er ánægð með þetta skref. Ég þarf að spila meira og koma mér í leikform og fá traust til þess að bæta mig sem leikmann og ég vona að þetta sé rétt skref,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Bikarævintýri Fram heldur áfram Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Aldarfjórðungs ferli á enda: Öll íþróttafélög landsins orðin aðildarfélög UMFÍ Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn