„Erum að spila æfingaleiki og maður má misstíga sig í þeim“ Andri Már Eggertsson skrifar 14. júlí 2023 20:40 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var svekkt með úrslit kvöldsins Vísir/Anton Brink Ísland tapaði 1-2 gegn Finnlandi í vináttulandsleik. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, var svekkt með frammistöðuna í kvöld. „Þetta var ekki nógu gott. Það var leiðinlegt að fá svona marga á völlinn og ná ekki sigri. Margt sem mátti bæta við áttum mörg góð færi en við náðum ekki að nýta þau og því endaði þetta svona,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eftir leik. Karólína var svekkt með að liðið hafi aðeins skorað eitt mark og farið illa með mörg færi. „Við erum vanar að ná að nýta þessi færi og fá ekki svona auðveld mörk á okkur. Þetta var ólíkt okkur en núna erum við að spila æfingaleiki og maður má misstíga sig í þeim.“ Ísland byrjaði leikinn betur en eftir tæplega tíu mínútur komst Finnland töluvert betur inn í leikinn sem skilaði marki. „Við vorum seinar í návígi og þær skora mark eftir að við náðum ekki að klukka þær. Þetta var gott skot hjá henni [Eveliina Summanen] en við hefðum átt að verjast því betur. Við ætluðum síðan að gefa allt í seinni hálfleikinn en fengum annað mark á okkur sem gerði þetta erfitt. En það er alltaf hægt að bæta sig og við byggjum ofan á þetta.“ Það var gríðarlega góð stemmning á vellinum og alls mættu 6281 manns. Símamótið er í fullum gangi sem myndaði góða stemmningu á leiknum. „Það var ekkert smá gaman að fá svona marga á völlinn og þær voru öskrandi allan tímann. Eins og ég segi það var grátlegt að ná ekki að vinna leikinn fyrir þær.“ Karólína Lea er farinn á láni frá Bayern München til Bayer Leverkusen. Karólína var spennt fyrir því að fá meiri spiltíma með Leverkusen. „Ég er ánægð með þetta skref. Ég þarf að spila meira og koma mér í leikform og fá traust til þess að bæta mig sem leikmann og ég vona að þetta sé rétt skref,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir að lokum. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir NBA stjarna borin út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur, Íslendingar í Birmingham og margt fleira Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Mega sniffa ammoníak eftir allt saman Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjá meira
„Þetta var ekki nógu gott. Það var leiðinlegt að fá svona marga á völlinn og ná ekki sigri. Margt sem mátti bæta við áttum mörg góð færi en við náðum ekki að nýta þau og því endaði þetta svona,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eftir leik. Karólína var svekkt með að liðið hafi aðeins skorað eitt mark og farið illa með mörg færi. „Við erum vanar að ná að nýta þessi færi og fá ekki svona auðveld mörk á okkur. Þetta var ólíkt okkur en núna erum við að spila æfingaleiki og maður má misstíga sig í þeim.“ Ísland byrjaði leikinn betur en eftir tæplega tíu mínútur komst Finnland töluvert betur inn í leikinn sem skilaði marki. „Við vorum seinar í návígi og þær skora mark eftir að við náðum ekki að klukka þær. Þetta var gott skot hjá henni [Eveliina Summanen] en við hefðum átt að verjast því betur. Við ætluðum síðan að gefa allt í seinni hálfleikinn en fengum annað mark á okkur sem gerði þetta erfitt. En það er alltaf hægt að bæta sig og við byggjum ofan á þetta.“ Það var gríðarlega góð stemmning á vellinum og alls mættu 6281 manns. Símamótið er í fullum gangi sem myndaði góða stemmningu á leiknum. „Það var ekkert smá gaman að fá svona marga á völlinn og þær voru öskrandi allan tímann. Eins og ég segi það var grátlegt að ná ekki að vinna leikinn fyrir þær.“ Karólína Lea er farinn á láni frá Bayern München til Bayer Leverkusen. Karólína var spennt fyrir því að fá meiri spiltíma með Leverkusen. „Ég er ánægð með þetta skref. Ég þarf að spila meira og koma mér í leikform og fá traust til þess að bæta mig sem leikmann og ég vona að þetta sé rétt skref,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir NBA stjarna borin út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur, Íslendingar í Birmingham og margt fleira Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Mega sniffa ammoníak eftir allt saman Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti