Samkvæmt tölfræði verndarsviðs Útlendingastofnunar hefur 2481 flóttamaður sótt um vernd á Íslandi á fyrri hluta árs. Þar af 1147 manns frá Venesúela. Tuttugu og sjö Venesúelabúum var veitt vernd en 362 var synjað. Þá hafa 333 þeirra kært niðurstöðuna til kærunefndar útlendingamála, í alls 257 málum.
Á vef RÚV segir að ekki liggur fyrir hvenær kærunefndin úrskurðar í þeim málum. Hún fundi ekki aftur fyrr en í ágúst.

Nær 800 Venesúelabúar hlutu vernd á Íslandi árið 2022. Í apríl þessa árs ákvað Útlendingastofnun að flóttamenn frá Venesúela ættu ekki lengur rétt á sjálfkrafa viðbótarvernd vegna breyttra aðsæðna í landinu.
Afgreiddar umsóknir um vernd á fyrri hluta árs voru 1771. Þar af voru 244 veitt vernd og 760 synjað.