„Fannst frábært að vera atvinnukona og spila út um allan heim“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2023 12:01 Anna Björk Kristjánsdóttir fagnar sigri Internazionale á móti nágrönnunum í AC Milan. Hún er hætt að spila á Ítalíu og er komin heim. Getty/Mattia Pistoia Anna Björk Kristjánsdóttir er kominn heim í landsliðsverkefni en hún er einnig á tímamótum. Anna Björk er nefnilega að flytja heim frá Ítalíu og ætlar að klára tímabilið með Val í Bestu deildinni. Íslenska kvennalandsliðið spilar við Finnland á Laugardalsvellinum í kvöld en mætir svo Austurríki úti í næstu viku. Anna Björk var ekki í upphaflega hóp Þorsteins Halldórssonar en var kölluð inn vegna meiðsla í hópnum. Hún er 33 ára og hefur spilað erlendis frá árinu 2016 fyrir utan eitt sumar á Selfossi 2020. Landsleikurinn á móti Finnum í kvöld er fyrsti heimaleikur stelpnanna okkar á árinu 2023. Klippa: Viðtal við Önnu Björk Kristjánsdóttur Mjög spennt fyrir þessum leik „Hann leggst bara mjög vel í mig. Það verður gott að fá leik og fá heimaleik. Gott fyrir liðið að fá þessa tvo æfingarleiki. Ná að stilla okkur betur saman. Ég er mjög spennt fyrir þessum leik,“ sagði Anna Björk Kristjánsdóttir. Eru stelpurnar ekki að búast við góðri mætingu á leikinn? „Jú, ég trúi ekki öðru. Það er búið að vera gott veður þessa vikuna og vonandi helst það á morgun [í kvöld] og svo er Símamótið á fullu. Ég vona að fólk hoppi yfir á Laugardalsvöllinn og hvetji okkur áfram,“ sagði Anna Björk. Getty/Jonathan Moscrop Íslenska landsliðið kíkti á Símamótið í gærkvöldi en þetta stærsta mót hjá yngri flokkum kvenna var þá sett í Kópabogi. Spenntar að sjá þær og þær okkur „Mér finnst alltaf gaman að kíkja á þessi mót. Það er skemmtileg stemmning og ég fæ upp minningar frá því að ég var að spila þarna lítil. Gaman að kíkja á stelpurnar og framtíðina. Við verðum spenntar að sjá þær og þær okkur,“ sagði Anna. Kom það Önnu á óvart að vera kölluð inn í hópinn? „Já, ég myndi segja það. Ég er ekki búin að vera í landsliðinu í næstum því tvö ár þannig að ég bjóst ekki endilega við því að vera kölluð inn, þó að maður sé alltaf klár og tilbúinn. Ég bjóst alls ekki við því og var mjög glöð þegar Steini hringdi í mig. Ég var bara mjög spennt og hér er ég,“ sagði Anna sem var ekki búin að panta neina utanlandsferð á sama tíma. „Ég var búin að vera úti nógu mikið og var heima hvort sem er. Það var planið að vera á Íslandi og njóta sumarsins hér. Loksins íslenskt sumar. Ég var ekki að fara neitt,“ sagði Anna. Anna Björk Kristjánsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir urðu Íslandsmeistarar saman hjá Stjörnunni.Vísir/Daníel Vonandi næ ég að hjálpa liðinu að ná titli í ár Anna Björk er gengin til liðs við Íslands- og bikarmeistara Vals. „Þetta er spennandi lið með góðan þjálfara og góða leikmenn. Það er alltaf gott að komast í umhverfi þar sem er mikil samkeppni. Ég vil vera í þannig umhverfi. Það gengur enginn inn í liðið og ég veit það vel. Ég þarf bara að sína mitt og gera mitt. Vonandi næ ég að koma með eitthvað inn í liðið og næ að hjálpa liðinu að ná titli í ár,“ sagði Anna. Hún hefur átt magnaðan feril þar sem hún hefur spilað í Svíþjóð, í Hollandi, í Frakklandi og á Ítalíu. „Mér fannst frábært að vera atvinnukona og spila út um allan heim. Maður lærir kúltúr ýmissa landa, bæði menningu en svo líka fótboltakúltúr. Það var mjög skemmtilegt að spila í mismunandi löndum og í mismunandi stíl,“ sagði Anna. Búið að vera mjög skemmtilegt ferðalag „Svo er það fólkið sem ég er búin að kynnast út um allan heim. Ég tek rosalega mikið út úr því. Maður lærir alltaf eitthvað nýtt í hverri deild og á nýjum stað. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt ferðalag og ég hef verið sátt í öllum þeim löndum sem ég hef verið í. Ég tel að ég hafi lært gríðarlega mikið á þessum árum,“ sagði Anna. Landslið kvenna í fótbolta Valur Besta deild kvenna Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið spilar við Finnland á Laugardalsvellinum í kvöld en mætir svo Austurríki úti í næstu viku. Anna Björk var ekki í upphaflega hóp Þorsteins Halldórssonar en var kölluð inn vegna meiðsla í hópnum. Hún er 33 ára og hefur spilað erlendis frá árinu 2016 fyrir utan eitt sumar á Selfossi 2020. Landsleikurinn á móti Finnum í kvöld er fyrsti heimaleikur stelpnanna okkar á árinu 2023. Klippa: Viðtal við Önnu Björk Kristjánsdóttur Mjög spennt fyrir þessum leik „Hann leggst bara mjög vel í mig. Það verður gott að fá leik og fá heimaleik. Gott fyrir liðið að fá þessa tvo æfingarleiki. Ná að stilla okkur betur saman. Ég er mjög spennt fyrir þessum leik,“ sagði Anna Björk Kristjánsdóttir. Eru stelpurnar ekki að búast við góðri mætingu á leikinn? „Jú, ég trúi ekki öðru. Það er búið að vera gott veður þessa vikuna og vonandi helst það á morgun [í kvöld] og svo er Símamótið á fullu. Ég vona að fólk hoppi yfir á Laugardalsvöllinn og hvetji okkur áfram,“ sagði Anna Björk. Getty/Jonathan Moscrop Íslenska landsliðið kíkti á Símamótið í gærkvöldi en þetta stærsta mót hjá yngri flokkum kvenna var þá sett í Kópabogi. Spenntar að sjá þær og þær okkur „Mér finnst alltaf gaman að kíkja á þessi mót. Það er skemmtileg stemmning og ég fæ upp minningar frá því að ég var að spila þarna lítil. Gaman að kíkja á stelpurnar og framtíðina. Við verðum spenntar að sjá þær og þær okkur,“ sagði Anna. Kom það Önnu á óvart að vera kölluð inn í hópinn? „Já, ég myndi segja það. Ég er ekki búin að vera í landsliðinu í næstum því tvö ár þannig að ég bjóst ekki endilega við því að vera kölluð inn, þó að maður sé alltaf klár og tilbúinn. Ég bjóst alls ekki við því og var mjög glöð þegar Steini hringdi í mig. Ég var bara mjög spennt og hér er ég,“ sagði Anna sem var ekki búin að panta neina utanlandsferð á sama tíma. „Ég var búin að vera úti nógu mikið og var heima hvort sem er. Það var planið að vera á Íslandi og njóta sumarsins hér. Loksins íslenskt sumar. Ég var ekki að fara neitt,“ sagði Anna. Anna Björk Kristjánsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir urðu Íslandsmeistarar saman hjá Stjörnunni.Vísir/Daníel Vonandi næ ég að hjálpa liðinu að ná titli í ár Anna Björk er gengin til liðs við Íslands- og bikarmeistara Vals. „Þetta er spennandi lið með góðan þjálfara og góða leikmenn. Það er alltaf gott að komast í umhverfi þar sem er mikil samkeppni. Ég vil vera í þannig umhverfi. Það gengur enginn inn í liðið og ég veit það vel. Ég þarf bara að sína mitt og gera mitt. Vonandi næ ég að koma með eitthvað inn í liðið og næ að hjálpa liðinu að ná titli í ár,“ sagði Anna. Hún hefur átt magnaðan feril þar sem hún hefur spilað í Svíþjóð, í Hollandi, í Frakklandi og á Ítalíu. „Mér fannst frábært að vera atvinnukona og spila út um allan heim. Maður lærir kúltúr ýmissa landa, bæði menningu en svo líka fótboltakúltúr. Það var mjög skemmtilegt að spila í mismunandi löndum og í mismunandi stíl,“ sagði Anna. Búið að vera mjög skemmtilegt ferðalag „Svo er það fólkið sem ég er búin að kynnast út um allan heim. Ég tek rosalega mikið út úr því. Maður lærir alltaf eitthvað nýtt í hverri deild og á nýjum stað. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt ferðalag og ég hef verið sátt í öllum þeim löndum sem ég hef verið í. Ég tel að ég hafi lært gríðarlega mikið á þessum árum,“ sagði Anna.
Landslið kvenna í fótbolta Valur Besta deild kvenna Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti