Íslandsvinur og „einn merkasti skáldsagnahöfundur okkar tíma“ látinn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. júlí 2023 12:02 Rithöfundurinn varð 94 ára. AP Tékkneski rithöfundurinn Milan Kundera er látinn, 94 ára að aldri. Að sögn Friðriks Rafnssonar, þýðanda verka hans, var hann að mati margra einn merkasti skáldsagnahöfundur okkar tíma. Talskona Milan Kundera bókasafnsins staðfesti andlát rithöfundarins. Í frétt The Guardian er farið yfir langa og viðburðaríka ævi Kundera. Þar segir meðal annars frá flutningi hans til Frakklands eftir að hafa verið rekinn úr Kommúnistaflokki Tékkóslóvakíu í tvígang fyrir andkommúnískar athafnir. Þá segir að hann hafi á sínum fjörutíu árum í París skrifað sínar frægustu skáldsögur, til að mynda Óbærilegur léttleiki tilverunnar, og síðustu bók hans, Hátíð merkingarleysunnar. Dapurleg tíðindi Friðrik Rafnsson, þýðandi, hefur þýtt öll verk Kundera á íslensku, skáldsögur, smásögur, leikrit og ritgerðir. Í samtali við Vísi segir hann Kundera hafa verið einn merkasti skáldsagnahöfundur okkar tíma. „Hann er einn af þessum stóru höfundum sem hefur kvatt okkur núna,“ segir Friðrik. „Hann var bæði hlédrægur og lítið til þess að trana sér fram, og vildi helst að fólk læsi bara bækurnar hans,“ segir Friðrik. „Þannig að ef fólk vill minnast hans á einhvern hátt þá ráðlegg ég fólki að lesa eða endurlesa verkin hans og njóta þeirra.“ Friðrik vekur að auki athygli á hve mikill Íslandsvinur höfundurinn var. Hann hafi til að mynda skrifað ritdóm um Svaninn, bók Guðbergs Bergssonar. „Hann greiddi götur íslenskra listamanna úti í heimi líka.“ „Hann var auðvitað 94 ára og svo sem við því að búast að færi að styttast, en það er sama. Þetta eru dapurleg tíðindi,“ segir Friðrik. Bókmenntir Andlát Tékkland Frakkland Mest lesið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið Fleiri fréttir „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Talskona Milan Kundera bókasafnsins staðfesti andlát rithöfundarins. Í frétt The Guardian er farið yfir langa og viðburðaríka ævi Kundera. Þar segir meðal annars frá flutningi hans til Frakklands eftir að hafa verið rekinn úr Kommúnistaflokki Tékkóslóvakíu í tvígang fyrir andkommúnískar athafnir. Þá segir að hann hafi á sínum fjörutíu árum í París skrifað sínar frægustu skáldsögur, til að mynda Óbærilegur léttleiki tilverunnar, og síðustu bók hans, Hátíð merkingarleysunnar. Dapurleg tíðindi Friðrik Rafnsson, þýðandi, hefur þýtt öll verk Kundera á íslensku, skáldsögur, smásögur, leikrit og ritgerðir. Í samtali við Vísi segir hann Kundera hafa verið einn merkasti skáldsagnahöfundur okkar tíma. „Hann er einn af þessum stóru höfundum sem hefur kvatt okkur núna,“ segir Friðrik. „Hann var bæði hlédrægur og lítið til þess að trana sér fram, og vildi helst að fólk læsi bara bækurnar hans,“ segir Friðrik. „Þannig að ef fólk vill minnast hans á einhvern hátt þá ráðlegg ég fólki að lesa eða endurlesa verkin hans og njóta þeirra.“ Friðrik vekur að auki athygli á hve mikill Íslandsvinur höfundurinn var. Hann hafi til að mynda skrifað ritdóm um Svaninn, bók Guðbergs Bergssonar. „Hann greiddi götur íslenskra listamanna úti í heimi líka.“ „Hann var auðvitað 94 ára og svo sem við því að búast að færi að styttast, en það er sama. Þetta eru dapurleg tíðindi,“ segir Friðrik.
Bókmenntir Andlát Tékkland Frakkland Mest lesið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið Fleiri fréttir „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira