„Endaði þannig að Davíð Oddsson borgaði bara skipið“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. júlí 2023 08:38 Hermann Guðmundsson, forstjóri Kemi, var forstjóri N1 árin 2006 til 2012. Vísir/Vilhelm Hermann Guðmundsson, forstjóri Kemi og fyrrverandi forstjóri N1, segist aldrei hafa litið Norðmenn sömu augum eftir að Ísland varð næstum því olíulaust í nokkrar vikur skömmu eftir bankahrun á Íslandi árið 2008 þegar norska olíufyrirtækið Statoil neitaði N1 um 60 daga greiðslufrest. Hermann, sem var forstjóri N1 árin 2006 til 2012, rifjaði þetta upp í hlaðvarpsþættinum Chess after Dark en Viðskiptablaðið fjallaði fyrst um málið. Hermann segir N1 hafa leitað til Statoil, sem nú heitir Equinor, vegna flutnings á olíu að andvirði 23 milljóna dala til landsins. Þá hafi N1 hins vegar einungis verið með 3,5 til 4 milljarða króna í lausafé og almennt þurfi að staðgreiða olíu. N1 hafi í ljósi stöðunnar óskað eftir 60 daga greiðslufresti gegn bankaábyrgð frá Seðlabanka Íslands. Félagið hafi átt í viðskiptum við Statoil í 30 ár vandkvæðalaust. Seðlabankinn til bjargar „Það kom svar daginn eftir að því miður myndi það ekki ganga. Seðlabankinn nyti ekki trausts,“ segir Hermann sem bætir því við að N1 hafi svarað Statoil samdægurs og fengið lítið skuldsettan ríkissjóð til að ábyrgjast greiðsluna. Statoil hafnaði hins vegar beiðninni. „Það endaði bara þannig að Davíð Oddsson, sem þá var seðlabankastjóri, borgaði bara skipið, þ.e. þessar 23 milljónir dollara. Hann var eini maðurinn sem átti gjaldeyri,“ segir Hermann. N1 greiddi Seðlabankanum til baka í krónum. „Við fengum áfyllinguna. Að öðrum kosti hefði verið svona 4-5 vikna bið eftir að komast á pípuna aftur, ef skipið okkar hefði þurft að fara. Það bjargaði því að það varð ekki olíulaust á Íslandi.“ Norska fjármálaráðuneytið hafnaði beiðninni Hermann lýsir því að hann hafi beitt sér fyrir því eftir þetta að koma í veg fyrir að Statoil gæti tekið þátt í næsta útboði erlendra olíusala til N1 en íslensk olíufélög hafa yfirleitt bara einn erlendan olíubirgi. Farið var í slíkt útboð annað hvert ár og Statoil oftast fyrirtækið með besta boð, enda með stóra olíuhreinsunarstöð í Noregi. N1 samdi hins vegar við finnska olíufélagið Nesta Oil og stóð það samstarf yfir í tvö til þrjú ár. „Það var í rauninni mitt svar við þessari trakteringu Statoil á þessum tíma. Þeim var alveg sama um íslenska þjóð og alveg sama um þann vanda sem stóð fyrir dyrum. Þetta var algjörlega minniháttar mál fyrir þá.“ Hermann segir síðast hafa komist að því að norska fjármálaráðuneytið hafi hafnað beiðni forsvarsmanna Statoil, sem er í meirihlutaeigu norska ríkisins, um að veita N1 greiðslufrest. „Það var gert til þess að neyða Íslendinga í eitthvað prógramm hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Það átti bara að svelta okkur til hlýðni með öllum ráðum. Síðan hef ég aldrei litið Norðmenn sömu augum.“ Bensín og olía Hrunið Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Hermann, sem var forstjóri N1 árin 2006 til 2012, rifjaði þetta upp í hlaðvarpsþættinum Chess after Dark en Viðskiptablaðið fjallaði fyrst um málið. Hermann segir N1 hafa leitað til Statoil, sem nú heitir Equinor, vegna flutnings á olíu að andvirði 23 milljóna dala til landsins. Þá hafi N1 hins vegar einungis verið með 3,5 til 4 milljarða króna í lausafé og almennt þurfi að staðgreiða olíu. N1 hafi í ljósi stöðunnar óskað eftir 60 daga greiðslufresti gegn bankaábyrgð frá Seðlabanka Íslands. Félagið hafi átt í viðskiptum við Statoil í 30 ár vandkvæðalaust. Seðlabankinn til bjargar „Það kom svar daginn eftir að því miður myndi það ekki ganga. Seðlabankinn nyti ekki trausts,“ segir Hermann sem bætir því við að N1 hafi svarað Statoil samdægurs og fengið lítið skuldsettan ríkissjóð til að ábyrgjast greiðsluna. Statoil hafnaði hins vegar beiðninni. „Það endaði bara þannig að Davíð Oddsson, sem þá var seðlabankastjóri, borgaði bara skipið, þ.e. þessar 23 milljónir dollara. Hann var eini maðurinn sem átti gjaldeyri,“ segir Hermann. N1 greiddi Seðlabankanum til baka í krónum. „Við fengum áfyllinguna. Að öðrum kosti hefði verið svona 4-5 vikna bið eftir að komast á pípuna aftur, ef skipið okkar hefði þurft að fara. Það bjargaði því að það varð ekki olíulaust á Íslandi.“ Norska fjármálaráðuneytið hafnaði beiðninni Hermann lýsir því að hann hafi beitt sér fyrir því eftir þetta að koma í veg fyrir að Statoil gæti tekið þátt í næsta útboði erlendra olíusala til N1 en íslensk olíufélög hafa yfirleitt bara einn erlendan olíubirgi. Farið var í slíkt útboð annað hvert ár og Statoil oftast fyrirtækið með besta boð, enda með stóra olíuhreinsunarstöð í Noregi. N1 samdi hins vegar við finnska olíufélagið Nesta Oil og stóð það samstarf yfir í tvö til þrjú ár. „Það var í rauninni mitt svar við þessari trakteringu Statoil á þessum tíma. Þeim var alveg sama um íslenska þjóð og alveg sama um þann vanda sem stóð fyrir dyrum. Þetta var algjörlega minniháttar mál fyrir þá.“ Hermann segir síðast hafa komist að því að norska fjármálaráðuneytið hafi hafnað beiðni forsvarsmanna Statoil, sem er í meirihlutaeigu norska ríkisins, um að veita N1 greiðslufrest. „Það var gert til þess að neyða Íslendinga í eitthvað prógramm hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Það átti bara að svelta okkur til hlýðni með öllum ráðum. Síðan hef ég aldrei litið Norðmenn sömu augum.“
Bensín og olía Hrunið Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira