Íþróttahetja Úkraínumanna sökuð um að svíkja úkraínsku þjóðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2023 10:00 Sergej Bubka í keppni á HM í frjálsum undir merkjum Úkraínu. Getty/Kleefeldt Frank Sergej Bubka er ein stærsta íþróttahetja Úkraínu frá upphafi en hann setti meðal annars 35 heimsmet á ferlinum. Nú er hann sakaður um að svíkja þjóð sína og hjálpa Rússum í stríðinu. Rannsóknarblaðamaður á síðunni bihus.info telur sig hafa grafið upp upplýsingar um það að Bubka og bróðir hans Vasyl Bubka hafi selt eldsneyti til svæða sem Rússar hafa hertekið í Úkraínu og með því stutt við stríðsrekstur Rússa. Sportbladet Bræðurnir voru í þessum viðskiptum í gegnum fyrirtæki sitt Mont Blanc og hafa selt eldsneyti fyrir meira en milljón rúblur til Donetsk. Milljón rúblur eru ein og hálf milljón í íslenskum krónum. Aftonbladet í Svíþjóð fjallar um málið. Bræðurnir eru sakaðir um að vinna með hryðjuverkamönnum í greininni. Þar er vísað í sönnunargögn málinu til stuðnings en þrjú mismunandi skjöl sýna fram á viðskipti bræðranna við Rússa. Sergej Bubka hefur meðal annars fengið rússneska kennitölu vegna viðskiptanna. Bubka var frábær stangarstökkvari sem vann sex gullverðlaun í röð á heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum, fyrsti maðurinn til að stökkva yfir sex meta og setti sautján heimsmet utanhúss og átján heimsmet innanhúss á árunum 1984 til 1994. Árið 2001 var Bubka heiðraður með „Hetja Úkraínu“ verðlaunum. „Áður fyrr var hann frábær íþróttamaður og einn af stærstu átrúnaðargoðum minnar kynslóðar. Nú kemur í ljós að hann er falskur drullusokkur,“ skrifaði rithöfundurinn Armen Gasparyan á Telegram. Bubka hafði áður verið gagnrýndur fyrir að tala ekki hreint út þegar kom að andstöðu við innrás Rússa í Úkraínu. Frjálsar íþróttir Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Sjá meira
Rannsóknarblaðamaður á síðunni bihus.info telur sig hafa grafið upp upplýsingar um það að Bubka og bróðir hans Vasyl Bubka hafi selt eldsneyti til svæða sem Rússar hafa hertekið í Úkraínu og með því stutt við stríðsrekstur Rússa. Sportbladet Bræðurnir voru í þessum viðskiptum í gegnum fyrirtæki sitt Mont Blanc og hafa selt eldsneyti fyrir meira en milljón rúblur til Donetsk. Milljón rúblur eru ein og hálf milljón í íslenskum krónum. Aftonbladet í Svíþjóð fjallar um málið. Bræðurnir eru sakaðir um að vinna með hryðjuverkamönnum í greininni. Þar er vísað í sönnunargögn málinu til stuðnings en þrjú mismunandi skjöl sýna fram á viðskipti bræðranna við Rússa. Sergej Bubka hefur meðal annars fengið rússneska kennitölu vegna viðskiptanna. Bubka var frábær stangarstökkvari sem vann sex gullverðlaun í röð á heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum, fyrsti maðurinn til að stökkva yfir sex meta og setti sautján heimsmet utanhúss og átján heimsmet innanhúss á árunum 1984 til 1994. Árið 2001 var Bubka heiðraður með „Hetja Úkraínu“ verðlaunum. „Áður fyrr var hann frábær íþróttamaður og einn af stærstu átrúnaðargoðum minnar kynslóðar. Nú kemur í ljós að hann er falskur drullusokkur,“ skrifaði rithöfundurinn Armen Gasparyan á Telegram. Bubka hafði áður verið gagnrýndur fyrir að tala ekki hreint út þegar kom að andstöðu við innrás Rússa í Úkraínu.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Sjá meira