Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Eiður Þór Árnason og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 11. júlí 2023 20:54 Litlu mátti muna þegar bílstjórinn reyndi að komast aftur inn á hægri vegarhelminginn. Arna Sjöfn Ævarsdóttir Nokkur hætta var á ferðum þegar vörubílstjóri Samskipa reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness um klukkan fjögur í dag. Engum varð meint af en sjónarvottur gagnrýnir bílstjórann harðlega fyrir að taka slíka áhættu á þröngum vegi. Samskip segja málið litið mjög alvarlegum augum. Arna Sjöfn Ævarsdóttir greinir frá atvikinu á Facebook-síðu sinni og deilir myndskeiði sem hún náði af akstrinum. Hún segir um hafi verið að ræða þröngan veg með lélegu skyggni til framúraksturs. „Við sáum hann fyrir aftan okkur reyna og reyna að færa sig um akrein til þess að taka fram úr. Sáum við bílinn koma á móti en skil ég ekki hvers vegna hann sá bílinn ekki þar sem hann var á margfalt stærri bíl,“ segir hún í færslunni sem hefur vakið mikla athygli. Bílstjórar á þessum vegarkafla hafi verið að keyra á um áttatíu kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraði er níutíu kílómetrar. Klippa: Glæfralegur akstur vörubílstjóra „Vorkenni ég virkilega fólkinu sem kom keyrandi á móti manninum sem rétt náðu að skjóta sér frá og einnig þeim sem voru fyrir framan okkur á rauða bílnum sem var þrýst í það að sveigja sér næstum því útaf veginum til þess að bjarga sér frá stórskaða.“ Tók fram úr yfir fimm bílum Í samtali við Vísi segist Arna fljótlega tekið upp símann til þess að taka upp þegar hún sá aksturslag ökumannsins nokkrum bílum aftar. „Við sjáum fyrir okkur stórslys í vændum,“ segir hún og vekur athygli á hve þröngur vegurinn var auk þess hve vont skyggnið var. „Við sáum hann í baksýnisspeglinum byrja að taka fram úr bílunum á bak við okkur og þá hægði unnusti minn á sér af því að við sáum bílinn koma á móti og við héldum að hann myndi skjóta sér fyrir framan okkur. Í staðinn hélt hann bara áfram, í svona slæmu skyggni,“ segir Arna. Flutningabíllinn hafði þá tekið fram úr fimm bílum. Arna segir atburðinn hafa verið mikið áfall og heppni að ekki hafi farið verr. Hún segir bílstjóra rauða bílsins sem ók á undan þeim hafa þurft að stoppa í vegkanti til þess að ná andanum eftir atvikið. Sama hafi átt við konurnar í svarta bílnum sem ók á móti þeim. „Það er svo hræðileg tilhugsun að hugsa með sér hvað hefði gerst ef fólk hefði ekki brugðist svona skjótt við,“ segir Arna. Búið að ræða við bílstjórann Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, markaðsstjóri Samskipa, segir fyrirtækið harma þetta atvik og líta málið mjög alvarlegum augum. Strax hafi verið rætt við umræddan bílstjóra vegna málsins en Þórunn gat ekki sagt til um það hvort þetta kunni að hafa einhverjar afleiðingar fyrir starfsmanninn. Næstu skref í málinu verði tekin á morgun. Hún bætir við að aksturinn sé engan veginn í samræmi við verklagsreglur Samskipa um hegðun bílstjóra í umferðinni og þau þakki Örnu fyrir að vekja athygli þeirra á þessu. „Ég bara undirstrika það að við tökum þetta mjög, mjög, mjög alvarlega.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Umferð Umferðaröryggi Borgarbyggð Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum Sjá meira
Arna Sjöfn Ævarsdóttir greinir frá atvikinu á Facebook-síðu sinni og deilir myndskeiði sem hún náði af akstrinum. Hún segir um hafi verið að ræða þröngan veg með lélegu skyggni til framúraksturs. „Við sáum hann fyrir aftan okkur reyna og reyna að færa sig um akrein til þess að taka fram úr. Sáum við bílinn koma á móti en skil ég ekki hvers vegna hann sá bílinn ekki þar sem hann var á margfalt stærri bíl,“ segir hún í færslunni sem hefur vakið mikla athygli. Bílstjórar á þessum vegarkafla hafi verið að keyra á um áttatíu kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraði er níutíu kílómetrar. Klippa: Glæfralegur akstur vörubílstjóra „Vorkenni ég virkilega fólkinu sem kom keyrandi á móti manninum sem rétt náðu að skjóta sér frá og einnig þeim sem voru fyrir framan okkur á rauða bílnum sem var þrýst í það að sveigja sér næstum því útaf veginum til þess að bjarga sér frá stórskaða.“ Tók fram úr yfir fimm bílum Í samtali við Vísi segist Arna fljótlega tekið upp símann til þess að taka upp þegar hún sá aksturslag ökumannsins nokkrum bílum aftar. „Við sjáum fyrir okkur stórslys í vændum,“ segir hún og vekur athygli á hve þröngur vegurinn var auk þess hve vont skyggnið var. „Við sáum hann í baksýnisspeglinum byrja að taka fram úr bílunum á bak við okkur og þá hægði unnusti minn á sér af því að við sáum bílinn koma á móti og við héldum að hann myndi skjóta sér fyrir framan okkur. Í staðinn hélt hann bara áfram, í svona slæmu skyggni,“ segir Arna. Flutningabíllinn hafði þá tekið fram úr fimm bílum. Arna segir atburðinn hafa verið mikið áfall og heppni að ekki hafi farið verr. Hún segir bílstjóra rauða bílsins sem ók á undan þeim hafa þurft að stoppa í vegkanti til þess að ná andanum eftir atvikið. Sama hafi átt við konurnar í svarta bílnum sem ók á móti þeim. „Það er svo hræðileg tilhugsun að hugsa með sér hvað hefði gerst ef fólk hefði ekki brugðist svona skjótt við,“ segir Arna. Búið að ræða við bílstjórann Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, markaðsstjóri Samskipa, segir fyrirtækið harma þetta atvik og líta málið mjög alvarlegum augum. Strax hafi verið rætt við umræddan bílstjóra vegna málsins en Þórunn gat ekki sagt til um það hvort þetta kunni að hafa einhverjar afleiðingar fyrir starfsmanninn. Næstu skref í málinu verði tekin á morgun. Hún bætir við að aksturinn sé engan veginn í samræmi við verklagsreglur Samskipa um hegðun bílstjóra í umferðinni og þau þakki Örnu fyrir að vekja athygli þeirra á þessu. „Ég bara undirstrika það að við tökum þetta mjög, mjög, mjög alvarlega.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Umferð Umferðaröryggi Borgarbyggð Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum Sjá meira