Af myndum að dæma er ferðin draumi líkust en hjónin hafa gefið fylgjendum sínum innsýn í ferðina á hringrásinni (e.story) á Instagram þar sem þau gera vel við sig í mat og drykk, umvafin ítalskri náttúru.

Hjón í viku
Hjónin gengu í heilagt hjónaband 1. júlí síðastliðinn og fór athöfnin fram í Háteigskirkju í Reykjavík þar sem séra Guðni Már Harðarson gaf þau saman. Veislan var haldin í sal Sjálands í Garðabæ undir veislustjórn Evu Ruzu Miljevic.
Saga Class og sól
Hjónin hófu ferðina með stæl þar sem þau sátu á fyrsta farrými um borð vélar Icelandair á leið sinni til Ítalíu.

Como vatnið sem er þekkt fyrir að vera staður sem dregur að ríka og fræga fólkið. Frægir einstaklingar líkt og George Clooney, Madonna, Richard Branson, Sylvester Stallone og Gianni Versace hafa vel annars átt eignir við vatnið.
Veðrið virðist hafa leikið við þau liðna viku. Síðasta daginn fór hitinn upp í 37 gráður sem þeim þótti of mikið. Hjónin skelltu sér því í hjólatúr og enduðu svo daginn á kokteilakvöldi og þætti af raunveruleikaþáttunum Love Island.









Hjónin eiga tvö börn saman, þau Ástrósu Mettu og Nóa Hilmar.