Eftir smá hikst síðustu vikurnar tóku leikmenn Breiðabliks gott veganesti með sér til Dublin með sannfærandi 5-1 sigri í Bestu-deildinni í síðasta leik sínum fyrir þennan mikilvæga leik.
Þetta verður 30. Evrópuleikur Breiðabliks í sögunni en þetta er í annað skipti sem liðið tekur þátt í Meistaradeild Evrópu.
Sigurliðið í þessari viðureign mun mæta Íslendingaliðinu FC Köbenhavn í næstu umferð undankeppninnar en seinni leikur Blika og Shamrock Rovers fer fram á Kópavogsvelli eftir slétta viku.