Fólk nálægt hrauninu þrátt fyrir hættu á gaseitrun Máni Snær Þorláksson skrifar 10. júlí 2023 21:33 Fólk er mætt á gossvæðið en varað hefur verið við lífshættulegri gasmengun á svæðinu. Ísak Finnbogason Lokað hefur verið fyrir aðgang að eldstöðvunum á Reykjanesi vegna gríðarlegrar gasmengunar sem telst vera lífshættuleg. Fólk sem er lagt af stað eða komið að svæðinu er beðið um að snúa við. Þrátt fyrir viðvaranir yfirvalda er nokkur fjöldi fólks á svæðinu. Í tilkynningu frá almannavörnum segir að næstu klukkustundir verði líklegt að mikil gasmengun verði og byggist upp sökum hægviðris. Fólk sem þegar hefur lagt af stað, eða er komið að eldstöðvunum er beðið að snúa þegar við. „Það er áttleysa þarna á svæðinu og vindurinn hringsólar. Það er mikil hætta á því að fólk verði fyrir gaseitrun. Síðan er gott að fylgjast með því reglulega hvert gasið leitar hverju sinni miðað við þær áttir sem eru ríkjandi,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri í samtali við fréttastofu. Hann bendir á að fólk geti fylgst með stöðunni á loftgaedi.is og lokað gluggum ef gas frá gosinu berst til þeirra. Þá eigi börn og fólk sem er viðkvæmt í öndunarfærum alls ekki að vera utandyra í gasmenguninni. Fólk ansi nálægt hrauninu Viðvaranir yfirvalda stoppa þó ekki alla. Í beinu streymi frá gossvæðinu má sjá að fjöldi fólks er þegar á svæðinu, einhver þeirra fara ansi nálægt hrauninu. Ísak Finnbogason er að stjórna beina streyminu sem sjá má hér fyrir neðan. Í samtali við fréttastofu segist hann þó vera í öruggri fjarlægð, enda þaulvanur. „Ég er uppi á fjalli hérna langt frá,“ segir Ísak sem passar að vera vindmeginn við gosið, að mengunin fjúki frá honum. Biðluðu til fólks að fara ekki strax Fyrr í kvöld ræddi fréttastofa við Hjördísi Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa Almannavarna sem sagði að ennþá væri verið að meta aðstæður. „Við erum að biðla til fólks að fara ekki strax af stað, gefa okkur tíma. Gefa bæði viðbragðsaðilum og vísindafólki tíma til þess að meta hvernig aðstæður eru. Það er mikilvægt,“ sagði hún. „Það er kannski klisja að segja þetta, vinsamlegast ekki fara strax af stað, en við erum náttúrulega með eldgos í beinni útsendingu í þessu frábæra veðri. Við teljum samt ekki að það sé að fara neitt þannig við biðjum fólk um að fara ekki alveg stax af stað og bíða aðeins.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Í tilkynningu frá almannavörnum segir að næstu klukkustundir verði líklegt að mikil gasmengun verði og byggist upp sökum hægviðris. Fólk sem þegar hefur lagt af stað, eða er komið að eldstöðvunum er beðið að snúa þegar við. „Það er áttleysa þarna á svæðinu og vindurinn hringsólar. Það er mikil hætta á því að fólk verði fyrir gaseitrun. Síðan er gott að fylgjast með því reglulega hvert gasið leitar hverju sinni miðað við þær áttir sem eru ríkjandi,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri í samtali við fréttastofu. Hann bendir á að fólk geti fylgst með stöðunni á loftgaedi.is og lokað gluggum ef gas frá gosinu berst til þeirra. Þá eigi börn og fólk sem er viðkvæmt í öndunarfærum alls ekki að vera utandyra í gasmenguninni. Fólk ansi nálægt hrauninu Viðvaranir yfirvalda stoppa þó ekki alla. Í beinu streymi frá gossvæðinu má sjá að fjöldi fólks er þegar á svæðinu, einhver þeirra fara ansi nálægt hrauninu. Ísak Finnbogason er að stjórna beina streyminu sem sjá má hér fyrir neðan. Í samtali við fréttastofu segist hann þó vera í öruggri fjarlægð, enda þaulvanur. „Ég er uppi á fjalli hérna langt frá,“ segir Ísak sem passar að vera vindmeginn við gosið, að mengunin fjúki frá honum. Biðluðu til fólks að fara ekki strax Fyrr í kvöld ræddi fréttastofa við Hjördísi Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa Almannavarna sem sagði að ennþá væri verið að meta aðstæður. „Við erum að biðla til fólks að fara ekki strax af stað, gefa okkur tíma. Gefa bæði viðbragðsaðilum og vísindafólki tíma til þess að meta hvernig aðstæður eru. Það er mikilvægt,“ sagði hún. „Það er kannski klisja að segja þetta, vinsamlegast ekki fara strax af stað, en við erum náttúrulega með eldgos í beinni útsendingu í þessu frábæra veðri. Við teljum samt ekki að það sé að fara neitt þannig við biðjum fólk um að fara ekki alveg stax af stað og bíða aðeins.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira