Einstakar ljósmyndir sýna stemninguna um borð í Gullfossi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 16. júlí 2023 08:00 Stefán Þorvaldsson Farþegaskipið Gullfoss var í siglingum á árunum 1950 – 1973 og sigldi á milli Íslands, Danmerkur og Skotlands. Á þessum tíma voru ferðirnar sveipar miklum ævintýraljóma. „Útþráin eykur mátt Ung verður gömul þrá Syngjum og söndum dátt Dvelur oss gleðin hjá Lifum vér ljúfan dag Létt eru þessi kjör Gullfoss með glæstum brag Greiðir oss heillaför“ söng Ellý Vilhjálms í laginu Sumarauka sem kom út árið 1964. Rómantíkin sveif yfir vötnum Í ritinu Það er kominn gestur, sem SAF gaf út árið 2014 er stemningunni um borð í Gullfossi lýst á þennan veg: „Tvö farrými voru um borð og jafnvel þrjú á sumrin og aðstaða farþeganna því nokkuð misjöfn. Millilandaferðirnar voru fínustu skemmtisiglingar. Á morgnana röltu farþegarnir um þilförin, spiluðu, lásu eða sóluðu sig ef þannig viðraði. Í hádeginu var boðið upp á málsverð sem átti fáa sína líka, glæsilegt kalt borð með 30 mismunandi réttum. Eftir hádegi var komið að hlutverki skemmtanastjórans, en því gegndi um tíma Hermann Ragnar Stefánsson danskennari. Þá var farið í félagsvist eða spilað bingó áður en boðið var upp á kaffi og vel útilátið meðlæti. Fyrir kvöldmat klæddu allir sig upp. Karlarnir fóru í dökk jakkaföt og konurnar í brakandi siffonkjóla. Síðan var komið saman á barnum þar sem blandaðir voru kokteilar í gríð og erg. Í matsalnum var svo snæddur fjögurra rétta kvöldverður en að honum loknum fór fram kvöldvaka í reyksalnum, tónleikar í músíksalnum, eða jafnvel ball á dekkinu." Andrúmsloftið í skipinu á þessum gullaldarárum var heillandi. „Þetta var rómantískur staður, skipið – alveg stafna á milli,“ segir Helgi Ívarsson sem var lengi í áhöfninni. Á öðrum stað kemur fram að þegar leið að lokum sjöunda áratugarins var ljóst að rekstrargrundvöllur fyrir íslenskt farþegaskip var ekki lengur til staðar og áætlunarsiglingar yfir Atlantshafið almennt að leggjast af. Flugið hafði leyst siglingar af hólmi og tími til kominn að leggja nafntogaðasta farþegaskipi landsmanna. Alls fór Gullfoss 456 ferðir milli landa á þessum árum og flutti samtals 156.000 farþega. Síðustu árin sem skipið var í förum milli landa að vetri til voru farþegarnir að meðaltali aðeins 10-15 talsins. Áhöfnin var eftir sem áður jafn fjölmenn, eða 67 manns. „Ómurinn af glaumi og gleði í reyksalnum var þagnaður. Gullfoss var seldur úr landi haustið 1973. Skipið endaði á botni Rauðahafsins eftir að hafa orðið eldi að bráð um jólin 1976. Mörgum var mikil eftirsjá að Gullfossi.“ Einstök heimild um gamla tíma Meðfylgjandi ljósmyndir eru flestar teknar á árunum 1954 til 1955 og er í eigu Þorvalds Stefánssonar, bónda á Otradal og áhugaljósmyndara. „Faðir minn Stefán Þorvaldsson var barþjónn á Gullfossi. Hann var einnig barþjónn í Glaumbæ, Naustinu, Hótel Sögu og Hótel Esju,“ segir Þorvaldur í samtali við Vísi. „Hann tók þessar myndir sem varðveittust í geymslu þar til ég fór að gramsa og hef síðan eytt töluverðum tíma að skanna í stafrænt form.“ Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Einu sinni var... Ferðalög Skipaflutningar Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Sjá meira
„Útþráin eykur mátt Ung verður gömul þrá Syngjum og söndum dátt Dvelur oss gleðin hjá Lifum vér ljúfan dag Létt eru þessi kjör Gullfoss með glæstum brag Greiðir oss heillaför“ söng Ellý Vilhjálms í laginu Sumarauka sem kom út árið 1964. Rómantíkin sveif yfir vötnum Í ritinu Það er kominn gestur, sem SAF gaf út árið 2014 er stemningunni um borð í Gullfossi lýst á þennan veg: „Tvö farrými voru um borð og jafnvel þrjú á sumrin og aðstaða farþeganna því nokkuð misjöfn. Millilandaferðirnar voru fínustu skemmtisiglingar. Á morgnana röltu farþegarnir um þilförin, spiluðu, lásu eða sóluðu sig ef þannig viðraði. Í hádeginu var boðið upp á málsverð sem átti fáa sína líka, glæsilegt kalt borð með 30 mismunandi réttum. Eftir hádegi var komið að hlutverki skemmtanastjórans, en því gegndi um tíma Hermann Ragnar Stefánsson danskennari. Þá var farið í félagsvist eða spilað bingó áður en boðið var upp á kaffi og vel útilátið meðlæti. Fyrir kvöldmat klæddu allir sig upp. Karlarnir fóru í dökk jakkaföt og konurnar í brakandi siffonkjóla. Síðan var komið saman á barnum þar sem blandaðir voru kokteilar í gríð og erg. Í matsalnum var svo snæddur fjögurra rétta kvöldverður en að honum loknum fór fram kvöldvaka í reyksalnum, tónleikar í músíksalnum, eða jafnvel ball á dekkinu." Andrúmsloftið í skipinu á þessum gullaldarárum var heillandi. „Þetta var rómantískur staður, skipið – alveg stafna á milli,“ segir Helgi Ívarsson sem var lengi í áhöfninni. Á öðrum stað kemur fram að þegar leið að lokum sjöunda áratugarins var ljóst að rekstrargrundvöllur fyrir íslenskt farþegaskip var ekki lengur til staðar og áætlunarsiglingar yfir Atlantshafið almennt að leggjast af. Flugið hafði leyst siglingar af hólmi og tími til kominn að leggja nafntogaðasta farþegaskipi landsmanna. Alls fór Gullfoss 456 ferðir milli landa á þessum árum og flutti samtals 156.000 farþega. Síðustu árin sem skipið var í förum milli landa að vetri til voru farþegarnir að meðaltali aðeins 10-15 talsins. Áhöfnin var eftir sem áður jafn fjölmenn, eða 67 manns. „Ómurinn af glaumi og gleði í reyksalnum var þagnaður. Gullfoss var seldur úr landi haustið 1973. Skipið endaði á botni Rauðahafsins eftir að hafa orðið eldi að bráð um jólin 1976. Mörgum var mikil eftirsjá að Gullfossi.“ Einstök heimild um gamla tíma Meðfylgjandi ljósmyndir eru flestar teknar á árunum 1954 til 1955 og er í eigu Þorvalds Stefánssonar, bónda á Otradal og áhugaljósmyndara. „Faðir minn Stefán Þorvaldsson var barþjónn á Gullfossi. Hann var einnig barþjónn í Glaumbæ, Naustinu, Hótel Sögu og Hótel Esju,“ segir Þorvaldur í samtali við Vísi. „Hann tók þessar myndir sem varðveittust í geymslu þar til ég fór að gramsa og hef síðan eytt töluverðum tíma að skanna í stafrænt form.“ Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson
Einu sinni var... Ferðalög Skipaflutningar Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Sjá meira