„Jörðin opnast beint fyrir framan okkur“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. júlí 2023 13:19 Sprungan var líklega um tuttugu sentímetra breið þar sem mest var að sögn Jóns Atla. Jón Atli Magnússon Hjón úr Hafnarfirði urðu vitni að því hvar jörðin opnaðist fyrir framan þau þar sem þau voru stödd við nálægt skjálftaupptökum við Keili í gærkvöldi þegar að stærsti skjálfti hrinunnar til þessa reið yfir. „Þetta var töluvert meira en maður eiginlega ímyndaði sér að maður gæti fundið,“ segir Jón Atli Magnússon í samtali við Vísi. Hann og eiginkona hans Ilmur Dögg Níelsdóttir voru á breyttum jeppa og voru á akstri austan við Keili þegar skjálftinn, sem var 5,2 að stærð, reið yfir. Ríkisútvarpið ræddi fyrst við hjónin. „Við vorum rúmlega kílómetra frá upptökunum að keyra þegar þetta ríður yfir, bíllinn hentist upp í loft og jörðin opnast beint fyrir framan okkur. Við sjáum sprunguna opnast nokkra metra frá bílnum og gríðarlegt ryk úti um allt,“ segir Jón Atli. Hann segist telja að sprungan hafi verið rúmlega tuttugu sentímetrar að breidd þar sem mest var. Þau hjón urðu vitni að gríðarlegu grjóthruni í Keilu og í Grænudyngju og sáu hvar einn grjóthnullungur hrundi úr dyngjunni, yfir veginn og út í nærliggjandi mosa. Það söng í fjöllunum og stórir grjóthnullungar ferðuðust víða.Jón Atli Magnússon „Það söng í öllum fjöllum og grjóthrunið var töluvert. Það er klárt að það er tilefni til þess að vera við grjóthruni þarna,“ segir Jón Atli sem bætir því við að þetta hafi verið ótrúleg upplifun, en þrátt fyrir það hafi þau hjón ekki orðið smeyk. „Þetta reið hraðar og harðar yfir á skemmri tíma af því að við vorum svo nálægt upptökunum. Við héldum bara ró okkar á meðan þessu stóð.“ Um enga smávegis sprungu var að ræða.Jón Atli Magnússon Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Það er óákveðið“ Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira
„Þetta var töluvert meira en maður eiginlega ímyndaði sér að maður gæti fundið,“ segir Jón Atli Magnússon í samtali við Vísi. Hann og eiginkona hans Ilmur Dögg Níelsdóttir voru á breyttum jeppa og voru á akstri austan við Keili þegar skjálftinn, sem var 5,2 að stærð, reið yfir. Ríkisútvarpið ræddi fyrst við hjónin. „Við vorum rúmlega kílómetra frá upptökunum að keyra þegar þetta ríður yfir, bíllinn hentist upp í loft og jörðin opnast beint fyrir framan okkur. Við sjáum sprunguna opnast nokkra metra frá bílnum og gríðarlegt ryk úti um allt,“ segir Jón Atli. Hann segist telja að sprungan hafi verið rúmlega tuttugu sentímetrar að breidd þar sem mest var. Þau hjón urðu vitni að gríðarlegu grjóthruni í Keilu og í Grænudyngju og sáu hvar einn grjóthnullungur hrundi úr dyngjunni, yfir veginn og út í nærliggjandi mosa. Það söng í fjöllunum og stórir grjóthnullungar ferðuðust víða.Jón Atli Magnússon „Það söng í öllum fjöllum og grjóthrunið var töluvert. Það er klárt að það er tilefni til þess að vera við grjóthruni þarna,“ segir Jón Atli sem bætir því við að þetta hafi verið ótrúleg upplifun, en þrátt fyrir það hafi þau hjón ekki orðið smeyk. „Þetta reið hraðar og harðar yfir á skemmri tíma af því að við vorum svo nálægt upptökunum. Við héldum bara ró okkar á meðan þessu stóð.“ Um enga smávegis sprungu var að ræða.Jón Atli Magnússon
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Það er óákveðið“ Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira