Sextán ára undrabarn stelur senunni á Wimbledon Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júlí 2023 20:30 Mirra Andreeva er að skrá sig í sögubækurnar. PA-EFE/NEIL HALL Hin 16 ára gamla Mirra Aleksandrovna Andreeva er komin í fjórðu umferð Wimbledon-mótsins í tennis. Hún er yngsta konan í sögunni til að komast svo langt á þessu fornfræga móti. Andreeva kemur frá Rússlandi en mikið hefur verið rætt hvort Rússar og Hvít-Rússar megi taka þátt á mótinu eftir innrás Rússa í Úkraínu á síðasta ári. Ákveðið var að leyfa þeim að keppa og nú hefur rússneskt undrabarn stolið fyrirsögnunum. Sweet 16 16-year-old Mirra Andreeva reaches the Round of 16 in just her second-ever Grand Slam#Wimbledon pic.twitter.com/srXAFFbgdm— Wimbledon (@Wimbledon) July 9, 2023 Fyrst vakti Andreeva athygli þegar hún komst í 3. umferð Opna franska meistaramótsins í tennis fyrr í sumar en nú hefur hún bætt um betur og er komin alla leið í 16 manna úrslit á Wimbledon. Til að komast í 4. umferð þurfti hún að leggja samlanda sinn, Anastasiu Sergeyevna Potapovu, í 3. umferð. Hin 22 ára gamla Potapova var ekki mikil fyrirstaða en Andreeva vann fyrsta sett 6-2 og annað sett 7-5. Endist leikurinn í rúmlega 90 mínútur eða svo. Það sem vekur sérstaka athygli er að Andreeva hafði aldrei keppt á grasi áður en hún mætti í undankeppni Wimbledon-mótsins í síðustu viku. The Real Deal #Wimbledon pic.twitter.com/HcLWvcUrVy— Wimbledon (@Wimbledon) July 9, 2023 Hvað myndi Federer gera? Undrabarnið segist mikill aðdáandi goðsagnarinnar Roger Federer. Segist hún stundum spyrja sig „Hvað myndi Federer gera?“ „Hann var alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér. Mér þótti sérstaklega mikið til hans koma þegar hann vann Roland Garros-mótið árið 2022 eftir meiðslin sem hann hafði verið að glíma við,“ sagði Andreeva um hinn 41 árs gamla Federer en hann lagði spaðann á hilluna á síðasta ári. Mirra Aleksandrovna Andreeva mætir hinni 28 ára gömlu Madison Keys frá Bandaríkjunum í 16 manna úrslitum Wimbledon. Hún er sem stendur í 18. sæti heimslistans. Tennis Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Sjá meira
Andreeva kemur frá Rússlandi en mikið hefur verið rætt hvort Rússar og Hvít-Rússar megi taka þátt á mótinu eftir innrás Rússa í Úkraínu á síðasta ári. Ákveðið var að leyfa þeim að keppa og nú hefur rússneskt undrabarn stolið fyrirsögnunum. Sweet 16 16-year-old Mirra Andreeva reaches the Round of 16 in just her second-ever Grand Slam#Wimbledon pic.twitter.com/srXAFFbgdm— Wimbledon (@Wimbledon) July 9, 2023 Fyrst vakti Andreeva athygli þegar hún komst í 3. umferð Opna franska meistaramótsins í tennis fyrr í sumar en nú hefur hún bætt um betur og er komin alla leið í 16 manna úrslit á Wimbledon. Til að komast í 4. umferð þurfti hún að leggja samlanda sinn, Anastasiu Sergeyevna Potapovu, í 3. umferð. Hin 22 ára gamla Potapova var ekki mikil fyrirstaða en Andreeva vann fyrsta sett 6-2 og annað sett 7-5. Endist leikurinn í rúmlega 90 mínútur eða svo. Það sem vekur sérstaka athygli er að Andreeva hafði aldrei keppt á grasi áður en hún mætti í undankeppni Wimbledon-mótsins í síðustu viku. The Real Deal #Wimbledon pic.twitter.com/HcLWvcUrVy— Wimbledon (@Wimbledon) July 9, 2023 Hvað myndi Federer gera? Undrabarnið segist mikill aðdáandi goðsagnarinnar Roger Federer. Segist hún stundum spyrja sig „Hvað myndi Federer gera?“ „Hann var alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér. Mér þótti sérstaklega mikið til hans koma þegar hann vann Roland Garros-mótið árið 2022 eftir meiðslin sem hann hafði verið að glíma við,“ sagði Andreeva um hinn 41 árs gamla Federer en hann lagði spaðann á hilluna á síðasta ári. Mirra Aleksandrovna Andreeva mætir hinni 28 ára gömlu Madison Keys frá Bandaríkjunum í 16 manna úrslitum Wimbledon. Hún er sem stendur í 18. sæti heimslistans.
Tennis Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Sjá meira