Alltaf erfitt á Selfossi Valur Páll Eiríksson skrifar 9. júlí 2023 12:31 Lillý Rut Hlynsdóttir skallar hér boltann frá í leik við Breiðablik fyrr í sumar. Vísir/Vilhelm „Þetta eru alltaf mjög erfiðir leikir, sérstaklega á Selfossi. Þetta verður bara hörkuleikur,“ segir Lillý Rut Hlynsdóttir, leikmaður Vals, um verkefni dagsins. Valur og Selfoss mætast í Bestu deild kvenna klukkan 14:00. Selfoss-liðinu hefur ekki gengið vel í sumar og er á botni deildarinnar með sjö stig og hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum. Lillý vill þó ekki meina að um skyldusigur sé að ræða. „Nei, alls ekki. Þótt að gengið hafi ekki verið það besta hjá þeim eru þær samt með mjög góða leikmenn og hörkulið,“ segir Lillý sem segir Valskonur klárar í slaginn. „Við erum búnar að fara vel yfir liðið eins og við gerum fyrir alla leiki. Það eru yfirleitt svipaðar áherslur hjá okkur en breytist aðeins eftir mótherjanum.“ Hraðar sóknir Selfosskvenna sé þá þeirra helsta ógn. „Við vitum að þær eru mjög snöggar fram á við og vilja sækja hratt svo við þurfum að vera undirbúnar fyrir það,“ segir Lillý. Spennandi toppbarátta fram undan Valur og Breiðablik voru jöfn að stigum fyrir umferðina með 23 stig en Breiðablik vann sinn leik við Keflavík í gær og er því með þriggja stiga forskot. Lillý hlakkar til baráttunnar við Blika en býst einnig við öðrum liðum í baráttunni. Þróttur er með 21 stig eftir sigur á Stjörnunni í gær og Þór/KA getur farið í 22 stig með sigri í sínum leik við ÍBV norðan heiða í dag. „Við viljum vinna alla leiki, svo það breytir litlu. Það er mikilvægt í dag eins og alla aðra leiki,“ segir Lillý. „Þær eru að spila ótrúlega vel núna og baráttan við þær leggst vel í mig. Það verða líklega önnur lið líka í þessari titilbaráttu. Þetta er mjög spennandi en við ætlum okkur að fara alla leið,“ segir hún að endingu. Þrír leikir eru á dagskrá í Bestu deild kvenna í dag og allir hefjast þeir klukkan tvö. Þeir eru listaðir upp að neðan. Klukkan 20:00 í kvöld mun Helena Ólafsdóttir svo gera umferðina upp ásamt sérfræðingateymi sínu í Bestu mörkunum. Leikir dagsins í Bestu deild kvenna 14:00 Selfoss - Valur (Stöð 2 Sport) 14:00 FH - Tindastóll (Stöð 2 Besta deildin 1) 14:00 Þór/KA - ÍBV (Stöð 2 Besta deildin 2) 20:00 Bestu mörkin (Stöð 2 Sport) Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Fótbolti Valur UMF Selfoss Mest lesið Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Sjá meira
Selfoss-liðinu hefur ekki gengið vel í sumar og er á botni deildarinnar með sjö stig og hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum. Lillý vill þó ekki meina að um skyldusigur sé að ræða. „Nei, alls ekki. Þótt að gengið hafi ekki verið það besta hjá þeim eru þær samt með mjög góða leikmenn og hörkulið,“ segir Lillý sem segir Valskonur klárar í slaginn. „Við erum búnar að fara vel yfir liðið eins og við gerum fyrir alla leiki. Það eru yfirleitt svipaðar áherslur hjá okkur en breytist aðeins eftir mótherjanum.“ Hraðar sóknir Selfosskvenna sé þá þeirra helsta ógn. „Við vitum að þær eru mjög snöggar fram á við og vilja sækja hratt svo við þurfum að vera undirbúnar fyrir það,“ segir Lillý. Spennandi toppbarátta fram undan Valur og Breiðablik voru jöfn að stigum fyrir umferðina með 23 stig en Breiðablik vann sinn leik við Keflavík í gær og er því með þriggja stiga forskot. Lillý hlakkar til baráttunnar við Blika en býst einnig við öðrum liðum í baráttunni. Þróttur er með 21 stig eftir sigur á Stjörnunni í gær og Þór/KA getur farið í 22 stig með sigri í sínum leik við ÍBV norðan heiða í dag. „Við viljum vinna alla leiki, svo það breytir litlu. Það er mikilvægt í dag eins og alla aðra leiki,“ segir Lillý. „Þær eru að spila ótrúlega vel núna og baráttan við þær leggst vel í mig. Það verða líklega önnur lið líka í þessari titilbaráttu. Þetta er mjög spennandi en við ætlum okkur að fara alla leið,“ segir hún að endingu. Þrír leikir eru á dagskrá í Bestu deild kvenna í dag og allir hefjast þeir klukkan tvö. Þeir eru listaðir upp að neðan. Klukkan 20:00 í kvöld mun Helena Ólafsdóttir svo gera umferðina upp ásamt sérfræðingateymi sínu í Bestu mörkunum. Leikir dagsins í Bestu deild kvenna 14:00 Selfoss - Valur (Stöð 2 Sport) 14:00 FH - Tindastóll (Stöð 2 Besta deildin 1) 14:00 Þór/KA - ÍBV (Stöð 2 Besta deildin 2) 20:00 Bestu mörkin (Stöð 2 Sport) Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Leikir dagsins í Bestu deild kvenna 14:00 Selfoss - Valur (Stöð 2 Sport) 14:00 FH - Tindastóll (Stöð 2 Besta deildin 1) 14:00 Þór/KA - ÍBV (Stöð 2 Besta deildin 2) 20:00 Bestu mörkin (Stöð 2 Sport)
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Fótbolti Valur UMF Selfoss Mest lesið Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Sjá meira