Fá sekt vegna dulinna auglýsinga Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. júlí 2023 13:07 LXS hópurinn á frumsýningarpartýi þáttanna, sem haldið var á Bankastræti. Rakel Rún Fjölmiðlanefnd hefur sektað Sýn hf. vegna dulinna auglýsinga í innslögum í raunveruleikaþáttunum LXS sem sýndir voru á Stöð 2 og Stöð 2+. Dagskrárstjóri Stöðvar 2 segir fyrirtækið ekki hafa fengið greitt fyrir neinar auglýsingar sem sektað er fyrir. Raunveruleikasjónvarp sé þess eðlis að vörumerki birtist í þáttunum án þess að um kostaða auglýsingu sé að ræða. Í ákvörðun Fjölmiðlanefndar eru tildrög málsins rakin. Segir þar að ábending hafi borist Fjölmiðlanefnd þar sem vakin var athygli á duldum auglýsingum sem mætti finna í LXS-þáttunum. Við ákvörðun sektar, sem nemur 500 þúsund krónum, var litið til þess að Sýn hafi áður gerst brotlegt gegn lögum um fjölmiðla sem kveða á um dulin viðskiptabrot. Í ákvörðun Fjölmiðlanefndar eru brotin talin upp. Í þáttunum er minnst á ýmis fyrirtæki, svo sem World Class, Glamista hair hárlenginamerki, Marc Inbane brúnkukrem og bílaumboðið Heklu. „Á meðan áhrifavaldurinn situr í bílnum og lætur fyrrgreind ummæli falla eru sýndar nærmyndir af bílnum frá nokkrum hliðum. Þar á eftir fer hún í „Audi-salinn“ hjá Heklu til að kíkja á „GT Audi“ 4 rafmagnsbílinn sem áhrifavaldurinn segist ekki vera „neitt eðlilega spennt“ fyrir,“ segir um eitt innslagið í ákvörðuninni. Við upphaf innslaganna birtist textinn „ekki kostuð auglýsing“ með hástöfum í um fimm sekúndur í vinstra horni skjásins. Byggist á raunverulegu lífi Fram kom í svörum Sýnar til Fjölmiðlanefndar að einu kostendur þáttanna væru World Class og Hagkaup en að öðru leyti hafi Sýn ekki hlotið greiðslur eða hlunnindi vegna vörumerkja sem voru nefnd í þáttunum. Þóra Clausen.vísir „Við erum enn þá að skoða þetta mál, við höfum átt langt samtal við Fjölmiðlanefnd út af þessu máli. Þau vilja meina að þetta séu duldar auglýsingar en við erum bara með raunveruleikaþátt sem byggir á því að fylgja fólki í þeirra lífi og störfum. Þá getur það gerst að það birtast einhver fyrirtæki eða annað slíkt í bakgrunni. Það var í engu tilfelli í þessari þáttaröð sem við fengum greiðslu, sem mér skilst að Fjölmiðlanefnd vill meina að hafi gerst,“ segir Þóra Björg Clausen dagskrárstjóri Stöðvar 2 í samtali við Vísi. „Við erum að fylgjast þarna með, til dæmis, Birgittu Líf sem er að starfa í World class og raunveruleikaþáttaformið byggir á því að við fylgjumst með þeim í þeirra raunverulega lífi.“ Þóra segir að há sektin sé blaut tuska í andlitið. „Það er stutt síðan Rúv var talið brotlegt fyrir að auglýsa verslun sem selur eingöngu nikótínpúða en slapp við sekt. Væntanlega þar sem það er fyrsta mál sem tengist nikótínpúðum en það er langt því frá fyrsta brot þeirra. Í jafn erfiðu samkeppnisumhverfi og við erum er ákveðinn skellur að einkareknu fjölmiðlarnir séu teknir svona fyrir en farið, að því er virðist, aðeins mýkri höndum um ríkisfjölmiðilinn,“ segir Þóra Björg. Vísir er í eigu Sýnar. Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Bíó og sjónvarp Sýn Tengdar fréttir Sven sem Jobs kom RÚV í klandur Ríkisútvarpið var talið hafa gerst brotlegt við nýbreytt fjölmiðlalög með því að birta auglýsingar verslunarkeðjunnar Svens, sem selur einungis nikótínpúða svokallaða. 1. júlí 2023 08:05 Hala inn milljónum: Auglýsingin sem smeygir sér fram hjá nýjum lögum Nýtt frumvarp Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra tekur fyrir auglýsingar á nikótínvörum - en ekki á nikótínverslunum. Og þar sem er vilji er vegur. 15. mars 2022 23:01 Mest lesið Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Í ákvörðun Fjölmiðlanefndar eru tildrög málsins rakin. Segir þar að ábending hafi borist Fjölmiðlanefnd þar sem vakin var athygli á duldum auglýsingum sem mætti finna í LXS-þáttunum. Við ákvörðun sektar, sem nemur 500 þúsund krónum, var litið til þess að Sýn hafi áður gerst brotlegt gegn lögum um fjölmiðla sem kveða á um dulin viðskiptabrot. Í ákvörðun Fjölmiðlanefndar eru brotin talin upp. Í þáttunum er minnst á ýmis fyrirtæki, svo sem World Class, Glamista hair hárlenginamerki, Marc Inbane brúnkukrem og bílaumboðið Heklu. „Á meðan áhrifavaldurinn situr í bílnum og lætur fyrrgreind ummæli falla eru sýndar nærmyndir af bílnum frá nokkrum hliðum. Þar á eftir fer hún í „Audi-salinn“ hjá Heklu til að kíkja á „GT Audi“ 4 rafmagnsbílinn sem áhrifavaldurinn segist ekki vera „neitt eðlilega spennt“ fyrir,“ segir um eitt innslagið í ákvörðuninni. Við upphaf innslaganna birtist textinn „ekki kostuð auglýsing“ með hástöfum í um fimm sekúndur í vinstra horni skjásins. Byggist á raunverulegu lífi Fram kom í svörum Sýnar til Fjölmiðlanefndar að einu kostendur þáttanna væru World Class og Hagkaup en að öðru leyti hafi Sýn ekki hlotið greiðslur eða hlunnindi vegna vörumerkja sem voru nefnd í þáttunum. Þóra Clausen.vísir „Við erum enn þá að skoða þetta mál, við höfum átt langt samtal við Fjölmiðlanefnd út af þessu máli. Þau vilja meina að þetta séu duldar auglýsingar en við erum bara með raunveruleikaþátt sem byggir á því að fylgja fólki í þeirra lífi og störfum. Þá getur það gerst að það birtast einhver fyrirtæki eða annað slíkt í bakgrunni. Það var í engu tilfelli í þessari þáttaröð sem við fengum greiðslu, sem mér skilst að Fjölmiðlanefnd vill meina að hafi gerst,“ segir Þóra Björg Clausen dagskrárstjóri Stöðvar 2 í samtali við Vísi. „Við erum að fylgjast þarna með, til dæmis, Birgittu Líf sem er að starfa í World class og raunveruleikaþáttaformið byggir á því að við fylgjumst með þeim í þeirra raunverulega lífi.“ Þóra segir að há sektin sé blaut tuska í andlitið. „Það er stutt síðan Rúv var talið brotlegt fyrir að auglýsa verslun sem selur eingöngu nikótínpúða en slapp við sekt. Væntanlega þar sem það er fyrsta mál sem tengist nikótínpúðum en það er langt því frá fyrsta brot þeirra. Í jafn erfiðu samkeppnisumhverfi og við erum er ákveðinn skellur að einkareknu fjölmiðlarnir séu teknir svona fyrir en farið, að því er virðist, aðeins mýkri höndum um ríkisfjölmiðilinn,“ segir Þóra Björg. Vísir er í eigu Sýnar.
Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Bíó og sjónvarp Sýn Tengdar fréttir Sven sem Jobs kom RÚV í klandur Ríkisútvarpið var talið hafa gerst brotlegt við nýbreytt fjölmiðlalög með því að birta auglýsingar verslunarkeðjunnar Svens, sem selur einungis nikótínpúða svokallaða. 1. júlí 2023 08:05 Hala inn milljónum: Auglýsingin sem smeygir sér fram hjá nýjum lögum Nýtt frumvarp Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra tekur fyrir auglýsingar á nikótínvörum - en ekki á nikótínverslunum. Og þar sem er vilji er vegur. 15. mars 2022 23:01 Mest lesið Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Sven sem Jobs kom RÚV í klandur Ríkisútvarpið var talið hafa gerst brotlegt við nýbreytt fjölmiðlalög með því að birta auglýsingar verslunarkeðjunnar Svens, sem selur einungis nikótínpúða svokallaða. 1. júlí 2023 08:05
Hala inn milljónum: Auglýsingin sem smeygir sér fram hjá nýjum lögum Nýtt frumvarp Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra tekur fyrir auglýsingar á nikótínvörum - en ekki á nikótínverslunum. Og þar sem er vilji er vegur. 15. mars 2022 23:01
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf