Saga mótorhjólsins varðveitt á Akureyri Bjarki Sigurðsson skrifar 17. júlí 2023 07:02 Tómas Ingi Jónsson er manna fróðastur um safnið og þau hjól sem þar má finna. Vísir/Arnar Eitt glæsilegasta mótorhjólasafn heims er staðsett á Akureyri. Þar er saga mótorhjólsins á Íslandi varðveitt og má þar finna mörg af merkilegustu hjólum landsins. Mótorhjólasafn Íslands á Akureyri var stofnað árið 2007 til minningar um Heiðar Jóhannsson sem var einn mesti mótorhjólakappi landsins. Hann lést í mótorhjólaslysi árinu áður. Heiðar hafði sjálfur hugmyndir um að opna kaffihús eða súpueldhús með mótorhjólum en eftir að hann féll frá þurftu vandamenn hans að grípa hugmyndirnar. Heiðar Jóhannsson þekktu flestir í mótorhjólasenunni.Vísir/Arnar Á safninu má finna yfir hundrað hjól sem öll eiga sér sína eigin sögu. „Þegar koma hér erlendir gestir, það hafa komið blaðamenn sem skrifa um hjól, þeim finnst skemmtilegast að koma á mótorhjólasafn þar sem er verið að segja sögu mótorhjólsins í því landi eins og hér, við erum að segja sögu mótorhjólsins á Íslandi. Þetta er svo lítið blandað, hjólin eru ekki öll full uppgerð og þetta sýnir söguna,“ segir Tómas Ingi Jónsson sem er einn hollvina safnsins og með einn þeirra fróðustu um sögu hjólsins á landinu. Á safninu má finna fjölda hjóla sem flest öll eiga sér íslenska sögu.Vísir/Arnar Og einn flottasti gripur safnsins er 1918 Hendersen-hjól sem er elsta hjól safnsins. Hjólið var gert upp af Grími Jónssyni. „Byrjaði að gera þetta upp í kringum 2000 og þessi listasmíð leit dagsins ljóst árið 2012 um svipað leyti og hann þurfti að kveðja sjálfur. En hann sá hjólið keyra. Þetta er eðaldýrgripur safnsins, aðal sýningargripur okkar,“ segir Tómas. Á safninu má ekki einungis finna sagnfræðilegar heimildir fyrir sögu mótorhjólsins heldur er það stútfullt af sögum um helstu mótorhjólafrumuði Íslands. Bílar Söfn Akureyri Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður
Mótorhjólasafn Íslands á Akureyri var stofnað árið 2007 til minningar um Heiðar Jóhannsson sem var einn mesti mótorhjólakappi landsins. Hann lést í mótorhjólaslysi árinu áður. Heiðar hafði sjálfur hugmyndir um að opna kaffihús eða súpueldhús með mótorhjólum en eftir að hann féll frá þurftu vandamenn hans að grípa hugmyndirnar. Heiðar Jóhannsson þekktu flestir í mótorhjólasenunni.Vísir/Arnar Á safninu má finna yfir hundrað hjól sem öll eiga sér sína eigin sögu. „Þegar koma hér erlendir gestir, það hafa komið blaðamenn sem skrifa um hjól, þeim finnst skemmtilegast að koma á mótorhjólasafn þar sem er verið að segja sögu mótorhjólsins í því landi eins og hér, við erum að segja sögu mótorhjólsins á Íslandi. Þetta er svo lítið blandað, hjólin eru ekki öll full uppgerð og þetta sýnir söguna,“ segir Tómas Ingi Jónsson sem er einn hollvina safnsins og með einn þeirra fróðustu um sögu hjólsins á landinu. Á safninu má finna fjölda hjóla sem flest öll eiga sér íslenska sögu.Vísir/Arnar Og einn flottasti gripur safnsins er 1918 Hendersen-hjól sem er elsta hjól safnsins. Hjólið var gert upp af Grími Jónssyni. „Byrjaði að gera þetta upp í kringum 2000 og þessi listasmíð leit dagsins ljóst árið 2012 um svipað leyti og hann þurfti að kveðja sjálfur. En hann sá hjólið keyra. Þetta er eðaldýrgripur safnsins, aðal sýningargripur okkar,“ segir Tómas. Á safninu má ekki einungis finna sagnfræðilegar heimildir fyrir sögu mótorhjólsins heldur er það stútfullt af sögum um helstu mótorhjólafrumuði Íslands.
Bílar Söfn Akureyri Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður