Kunnugleg atburðarás á Reykjanesskaga Helena Rós Sturludóttir skrifar 6. júlí 2023 12:56 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur ólíktlegt að komi til goss á Reykjanesskaga að það muni ná til Reykjanesbrautar. vísir/sigurjón Búist er við áframhaldandi skjálftavirkni í dag þrátt fyrir að heldur hafi dregið úr henni á Reykjanesskaga í nótt. Jarðelisfræðingur segir atburðarásina kunnuglega. Í nótt dró heldur úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga en alls mældust 750 skjálftar eftir miðnætti. Stærsti skjálftinn mældist 3,8 að stærð og reið yfir rétt eftir klukkan eitt í nótt. Fimmtán skjálftar yfir þremur hafa mælst frá miðnætti. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir atburðarrásina nú minna talsvert á aðdraganda fyrri gosa á svæðinu. „Gangurinn lagði af stað eins og við höfum séð áður gerast og það sem hefur verið að gerast í nótt er það að það hefur dregið talsvert út skjálftavirkninni,“ segir Páll. Þrátt fyrir það séu enn tíðir skjálftar, þó minni. „Þetta er líka atburðarás sem við þekkjum frá fyrri atburðum, þegar gangur hættir þá dregur úr skjálftavirkninni sem honum fylgir. Þetta gerðist um jólin 2021, þá stóð ganga innskot í viku síðan fjaraði það út en þetta getur líka þýtt það að gangurinn sé að nálgast yfirboð og að hann sé að nálgast það að fái útrás í gosi,“ segir Páll jafnframt. Erfitt sé að meta líkur á gosi út frá takmarkaðri tölfræði, ef miðað sé við hana þá séu um það bil 67 prósent líkur á gosi. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur sagði í fréttum okkar í gær að ekki væri hægt að útiloka þann möguleika að ef til goss kæmi að hraun renni yfir Reykjanesbraut ef gossprungan opnast norðar en hún gerði í fyrra. „Þá erum við komin yfir í það sem við köllum Þráinsskjöld, hraunið og hraunskjöldurinn sem liggur niður að strönd og Reykjanesbrautin liggur yfir. Vogarnir sitja til dæmis á Þráinsskildi. Ef sprungan opnast norðar þá hefur hún eiginlega beina leið að vegi og niður að strönd,“ sagði Þorvaldur. Til þess þurfi þó gosið að ná ákveðinni stærð. Páll segir það ólíklegt. „Ef það kemur upp gos þá er langlíklegast að það verði á þessu bili á milli Fagradalsfjalls og Keilis. Þyngdarpunkturinn í skjálftavirkninni hefur verið nú verið nær Keili.“ Atburðarásin nú sé öll á tiltölulega flötu svæði og því þurfi að myndast talsvert stór hraunsletta áður en það fer að leka mikið til hliðanna og þá sé ómögulegt að segja í hvaða átt muni leka, komi til þess. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Eldgos muni ekki fjölga ferðamönnum í sumar Forstöðumaður markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu segir að eldgos eigi ekki eftir að hafa mikil áhrif á komu ferðamanna til skemmri tíma. Ekki sé mikið um laus hótelherbergi og erfitt væri að finna flugsæti. Til lengri tíma litið hafi eldgos þó góð áhrif á ímynd Íslands. 6. júlí 2023 10:35 Snarpur skjálfti reið yfir rétt fyrir tvö Snarpur skjálfti reið yfir rétt fyrir klukkan tvö í nótt og fannst á höfuðborgarsvæðinu. 6. júlí 2023 01:53 Ákveðið að hætta að velja sér frídaga Í annað sinn á innan við ári gætu eldsumbrot truflað sumaráform samskiptastjóra almannavarna sem var á leið í sumarfrí á morgun. Tveir tímar liðu frá því að hún stimplaði sig út fyrir sumarleyfi í ágúst þegar eldgos hófst í Meradölum. 6. júlí 2023 11:40 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Í nótt dró heldur úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga en alls mældust 750 skjálftar eftir miðnætti. Stærsti skjálftinn mældist 3,8 að stærð og reið yfir rétt eftir klukkan eitt í nótt. Fimmtán skjálftar yfir þremur hafa mælst frá miðnætti. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir atburðarrásina nú minna talsvert á aðdraganda fyrri gosa á svæðinu. „Gangurinn lagði af stað eins og við höfum séð áður gerast og það sem hefur verið að gerast í nótt er það að það hefur dregið talsvert út skjálftavirkninni,“ segir Páll. Þrátt fyrir það séu enn tíðir skjálftar, þó minni. „Þetta er líka atburðarás sem við þekkjum frá fyrri atburðum, þegar gangur hættir þá dregur úr skjálftavirkninni sem honum fylgir. Þetta gerðist um jólin 2021, þá stóð ganga innskot í viku síðan fjaraði það út en þetta getur líka þýtt það að gangurinn sé að nálgast yfirboð og að hann sé að nálgast það að fái útrás í gosi,“ segir Páll jafnframt. Erfitt sé að meta líkur á gosi út frá takmarkaðri tölfræði, ef miðað sé við hana þá séu um það bil 67 prósent líkur á gosi. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur sagði í fréttum okkar í gær að ekki væri hægt að útiloka þann möguleika að ef til goss kæmi að hraun renni yfir Reykjanesbraut ef gossprungan opnast norðar en hún gerði í fyrra. „Þá erum við komin yfir í það sem við köllum Þráinsskjöld, hraunið og hraunskjöldurinn sem liggur niður að strönd og Reykjanesbrautin liggur yfir. Vogarnir sitja til dæmis á Þráinsskildi. Ef sprungan opnast norðar þá hefur hún eiginlega beina leið að vegi og niður að strönd,“ sagði Þorvaldur. Til þess þurfi þó gosið að ná ákveðinni stærð. Páll segir það ólíklegt. „Ef það kemur upp gos þá er langlíklegast að það verði á þessu bili á milli Fagradalsfjalls og Keilis. Þyngdarpunkturinn í skjálftavirkninni hefur verið nú verið nær Keili.“ Atburðarásin nú sé öll á tiltölulega flötu svæði og því þurfi að myndast talsvert stór hraunsletta áður en það fer að leka mikið til hliðanna og þá sé ómögulegt að segja í hvaða átt muni leka, komi til þess.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Eldgos muni ekki fjölga ferðamönnum í sumar Forstöðumaður markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu segir að eldgos eigi ekki eftir að hafa mikil áhrif á komu ferðamanna til skemmri tíma. Ekki sé mikið um laus hótelherbergi og erfitt væri að finna flugsæti. Til lengri tíma litið hafi eldgos þó góð áhrif á ímynd Íslands. 6. júlí 2023 10:35 Snarpur skjálfti reið yfir rétt fyrir tvö Snarpur skjálfti reið yfir rétt fyrir klukkan tvö í nótt og fannst á höfuðborgarsvæðinu. 6. júlí 2023 01:53 Ákveðið að hætta að velja sér frídaga Í annað sinn á innan við ári gætu eldsumbrot truflað sumaráform samskiptastjóra almannavarna sem var á leið í sumarfrí á morgun. Tveir tímar liðu frá því að hún stimplaði sig út fyrir sumarleyfi í ágúst þegar eldgos hófst í Meradölum. 6. júlí 2023 11:40 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Eldgos muni ekki fjölga ferðamönnum í sumar Forstöðumaður markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu segir að eldgos eigi ekki eftir að hafa mikil áhrif á komu ferðamanna til skemmri tíma. Ekki sé mikið um laus hótelherbergi og erfitt væri að finna flugsæti. Til lengri tíma litið hafi eldgos þó góð áhrif á ímynd Íslands. 6. júlí 2023 10:35
Snarpur skjálfti reið yfir rétt fyrir tvö Snarpur skjálfti reið yfir rétt fyrir klukkan tvö í nótt og fannst á höfuðborgarsvæðinu. 6. júlí 2023 01:53
Ákveðið að hætta að velja sér frídaga Í annað sinn á innan við ári gætu eldsumbrot truflað sumaráform samskiptastjóra almannavarna sem var á leið í sumarfrí á morgun. Tveir tímar liðu frá því að hún stimplaði sig út fyrir sumarleyfi í ágúst þegar eldgos hófst í Meradölum. 6. júlí 2023 11:40