Háskólabíó verður aðalbíóhús RIFF Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. júlí 2023 19:23 Bíógestir munu fá tækifæri að fara aftur í Háskólabíó í haust. Háskólabíó verður aðalbíóhús kvikmyndahátíðarinnar RIFF sem fram fer í haust. Bíóhúsið verður skreytt að innan í samstarfi við Góða Hirðirinn. Nýlega var greint frá því að bíósýningum í Háskólabíói yrði hætt og að síðasta sýningin hafi verið þann 30. júní síðastliðinn. Fyrsta myndin var sýnd í húsinu árið 1961 og því á það rúmlega sextíu ára sögu sem kvikmyndahús. Sena, sem rekið hafði bíóið frá árinu 2007, taldi reksturinn ekki standa lengur undir sér. Kvikmyndaunnendum mun hins vegar gefast tækifæri til að sjá kvikmyndir á nýjan leik í Háskólabíói, um tíma að minnsta kosti. En RIFF hefur samið um að Háskólabíó verði aðalbíóhús hátíðarinnar. Hún fer fram frá 28. september til 8. október næstkomandi. Frá opnunarhátíðinni árið 2022. Samkvæmt tilkynningu frá forsvarsmönnum hátíðarinnar er von á fjölda erlendra gesta og efnt verður til umræðna af ýmsu tagi. Þá verður sett upp ljósmyndasýning sem tengist tuttugu ára sögu RIFF í anddyrinu og haldnir tónleikar. Auk Háskólabíós verður dagskrá í Norræna húsinu, á öðrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. „Fyrir hátíðina verður húsið skreytt upp á nýtt að innan og allt gert til að gera móttökur sem hlýjastar fyrir gesti RIFF en það verður gert í samstarfi við Góða Hirðirinn í samræmi við umhverfisvæna stefnu hátíðarinnar,“ segir í tilkynningunni. Frá opnunarhátíðinni árið 2022. Hrönn Marínósdóttir stjórnandi RIFF á opnunarhátíðinni árið 2022. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra á opnunarhátíðinni árið 2022. RIFF Kvikmyndahús Reykjavík Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Nýlega var greint frá því að bíósýningum í Háskólabíói yrði hætt og að síðasta sýningin hafi verið þann 30. júní síðastliðinn. Fyrsta myndin var sýnd í húsinu árið 1961 og því á það rúmlega sextíu ára sögu sem kvikmyndahús. Sena, sem rekið hafði bíóið frá árinu 2007, taldi reksturinn ekki standa lengur undir sér. Kvikmyndaunnendum mun hins vegar gefast tækifæri til að sjá kvikmyndir á nýjan leik í Háskólabíói, um tíma að minnsta kosti. En RIFF hefur samið um að Háskólabíó verði aðalbíóhús hátíðarinnar. Hún fer fram frá 28. september til 8. október næstkomandi. Frá opnunarhátíðinni árið 2022. Samkvæmt tilkynningu frá forsvarsmönnum hátíðarinnar er von á fjölda erlendra gesta og efnt verður til umræðna af ýmsu tagi. Þá verður sett upp ljósmyndasýning sem tengist tuttugu ára sögu RIFF í anddyrinu og haldnir tónleikar. Auk Háskólabíós verður dagskrá í Norræna húsinu, á öðrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. „Fyrir hátíðina verður húsið skreytt upp á nýtt að innan og allt gert til að gera móttökur sem hlýjastar fyrir gesti RIFF en það verður gert í samstarfi við Góða Hirðirinn í samræmi við umhverfisvæna stefnu hátíðarinnar,“ segir í tilkynningunni. Frá opnunarhátíðinni árið 2022. Hrönn Marínósdóttir stjórnandi RIFF á opnunarhátíðinni árið 2022. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra á opnunarhátíðinni árið 2022.
RIFF Kvikmyndahús Reykjavík Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira