Landrisið bendi til kraftmikils goss Oddur Ævar Gunnarsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 5. júlí 2023 16:37 Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. Vísir/vilhelm Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir umfang og útbreiðslu landriss á Reykjanesskaga benda til þess að nægilegt kvikumagn sé til staðar til þess að búa til kraftmikið gos. Slíkt gos yrði stærra en gos á Reykjanesskaga árið 2021 og 2022. Ljóst sé að kvika sé búin að ryðja sér til rúms í efri hluta jarðskorpunnar. Þorvaldur segir erfitt að segja til um magn kviku á Reykjanesinu þar sem jörð hefur nötrað í dag. Þá sé enn erfiðara að segja til um hve nákvæmlega stórt gosið verður og hvenær hugsanlega gýs, þó meiri líkur séu á því en minni. „En ef við tökum dæmi í þessu tilfelli, þá erum við að tala um að það hefur orðið landris á tiltölulega stóru svæði á Reykjanesi, á breiðu og útdreifðu svæði með miðju í Fagradalsfjalli og eftir því sem svæðið sem verður fyrir áhrifum af landrisi stækkar því meira verður rúmmálið á þeim vökva sem er að koma inn og valda landrisinu.“ Sé miðað við það sé hugsanlega nægt kvikumagn undir jörð til þess að búa til tiltölulega stórt hraungos. „Þá stærra en þau sem komu upp 2021 og 2022. En hversu stórt það verður er erfiðara að segja til um.“ Aðrar sviðsmyndir mögulegar en 2021 og 2022 Þorvaldur segir að sama skapi erfitt að segja til um hvar gos muni koma upp. Miðað við hvar jarðskjálftar finnist á Reykjanesi, í beinni línu af gígaröðinni sem myndaðist 2022, muni líklega gjósa þar í grenndinni „Jörð gæti þess vegna opnast rétt norðan við Fagradalsklasann og þá svona inn af Þráinsskildi, sem væri aðeins öðruvísi sviðsmynd en við sáum í 2021 og 2022 gosinu. Því ef gossprungan opnast svona norðarlega hefur hún flæðiaðgang í norðurátt, niður í áttina Keflavíkurveginum.“ Að þínu fræðilega mati, hversu líklegt telurðu að eldgos geti orðið? „Mér finnst líkurnar alltaf vera að aukast, eftir því sem að hrynan heldur áfram. Þannig ég tel það séu verulegar líkur á eldgosi í þessu tilfelli, sérstaklega þegar maður tekur tillit til þess að skjálftarnir hafa eitthvað verið að grynnka. En það er erfiðara að segja til um hvort það sé eftir einhverja daga eða einhverjar klukkustundir.“ Ekki bendi neitt til þess enn sem komið er að kvikan sé komin það grunnt að það styttist í gos. Einhver tími sé í það. „En ef þetta heldur sem horfir þá held ég að þetta endi í eldgosi,“ segir Þorvaldur sem bætir því við að sérfræðingar læri eitthvað nýtt af hverju gosi. „Svo bara vonum við að þetta verði bara lítið og pent gos, sem leyfir okkur að fylgjast vel með.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira
Þorvaldur segir erfitt að segja til um magn kviku á Reykjanesinu þar sem jörð hefur nötrað í dag. Þá sé enn erfiðara að segja til um hve nákvæmlega stórt gosið verður og hvenær hugsanlega gýs, þó meiri líkur séu á því en minni. „En ef við tökum dæmi í þessu tilfelli, þá erum við að tala um að það hefur orðið landris á tiltölulega stóru svæði á Reykjanesi, á breiðu og útdreifðu svæði með miðju í Fagradalsfjalli og eftir því sem svæðið sem verður fyrir áhrifum af landrisi stækkar því meira verður rúmmálið á þeim vökva sem er að koma inn og valda landrisinu.“ Sé miðað við það sé hugsanlega nægt kvikumagn undir jörð til þess að búa til tiltölulega stórt hraungos. „Þá stærra en þau sem komu upp 2021 og 2022. En hversu stórt það verður er erfiðara að segja til um.“ Aðrar sviðsmyndir mögulegar en 2021 og 2022 Þorvaldur segir að sama skapi erfitt að segja til um hvar gos muni koma upp. Miðað við hvar jarðskjálftar finnist á Reykjanesi, í beinni línu af gígaröðinni sem myndaðist 2022, muni líklega gjósa þar í grenndinni „Jörð gæti þess vegna opnast rétt norðan við Fagradalsklasann og þá svona inn af Þráinsskildi, sem væri aðeins öðruvísi sviðsmynd en við sáum í 2021 og 2022 gosinu. Því ef gossprungan opnast svona norðarlega hefur hún flæðiaðgang í norðurátt, niður í áttina Keflavíkurveginum.“ Að þínu fræðilega mati, hversu líklegt telurðu að eldgos geti orðið? „Mér finnst líkurnar alltaf vera að aukast, eftir því sem að hrynan heldur áfram. Þannig ég tel það séu verulegar líkur á eldgosi í þessu tilfelli, sérstaklega þegar maður tekur tillit til þess að skjálftarnir hafa eitthvað verið að grynnka. En það er erfiðara að segja til um hvort það sé eftir einhverja daga eða einhverjar klukkustundir.“ Ekki bendi neitt til þess enn sem komið er að kvikan sé komin það grunnt að það styttist í gos. Einhver tími sé í það. „En ef þetta heldur sem horfir þá held ég að þetta endi í eldgosi,“ segir Þorvaldur sem bætir því við að sérfræðingar læri eitthvað nýtt af hverju gosi. „Svo bara vonum við að þetta verði bara lítið og pent gos, sem leyfir okkur að fylgjast vel með.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira