„Á mörkum mennskunnar“: Má ráðherra samþykkja, að dýr séu kvalin til dauða? Birgir Dýrfjörð skrifar 5. júlí 2023 15:01 Ég horfði á Akranesfundinn um frestun ráðherra á heimild til hvalveiða. Fundurinn var á vegum Verkalýðsfélags Akraness og firnavel sóttur. Að áliti fundarboðanda sátu hann hátt í fimmhundruð manns. Frummælendur voru Svandís Svavarsdóttir, ráðherra, og fulltrúar þingflokka VG, Pírata, Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Stefán Vagn Stefánsson formaður þingnefndar. Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi setti fundinn, og tilnefndi fundarstjóra. Fyrst á mælendaskrá var Svandís Svavarsdóttir, ráðherra. Það er mitt álit og margra margra annarra, að allan fundinn hafði málfluttningur hennar algjöra yfirburði í viti, orðavali og framsögn. Svandís bar af öðrum ræðumönnum eins og ljón af geitum. Í ræðu sinni vísaði hún til þess að í fyrirliggjandi gögnum kemur fram í máli og myndböndum, aðhvaladrápið brjóti í bága við ákvæði laga nr.55/2013 um velferð dýra. Myndbönd sýna, að þrátt fyrir, að skotin hittu oftast á það skotsvæði sem ráðlagt er að miða á til að drepa dýrið á sem skemstum tíma, þá var reyndin sú, að þriðjungur þeirra hvala, sem drepnir voru á vertíð 2022 háðu langt dauðastríð. Tjóður dauðans. Sem sagt, þriðji hver skutull sem hittir þó á þau svæði dýranna, sem viðkvæmust eru, og sem ráðlagt er að miða á til að skutullinn geti tætt sig djúpt í blóðríkt hold þeirra. Hann nægir samt ekki til að stytta kvalastríð þeirra. Veiðimenn verða þá að vinna það átakanlega verk, að murka lífið úr tjóðruðu 60 tonna dýri. Í þeim aðförum örlar hvergi á samúð, mannúð og mennsku. Þær hljóta að valda minningum, sem spilla ellidögum þeirra, sem þar eru að verki. Píratinn Gísli Rafn benti á að þessar veiðar væru brot á íslenskum lögum um velferð dýra. Hann spurði. Hver getur svo ætlast til, að ráðherra veiti leyfi til að brjóta íslensk lög. Gísli Rafn var sá eini, sem ræddi tilefni fundarins. Að virða lög um velferð dýra. Tilefni fundarins. Tilefni Svandísar til að fresta hvalveiðum var það eitt að virða Íslensk lög. Það er áhyggjuefni, - sem því miður kemur ekki á óvart, - að talsmenn þingflokka veitast að ráðherra og gera það að sök, að vilja fara að lögum. Þeir kunna ekki að gæta sóma alþingis. Þeir eru smánarblettur, og flokkum sínum til skammar. Hrokinn er yfirgengilegur. Þeir telja sig eiga lögin og lýðræðið. Þeir eru orðnir eins og frekur fíkill sem grípur í þekkta hótun. Fái þeir ekki að ráða, þá hóta þeir sjálfsmorði, - ríkisstjórnarinnar. Ég segi nú bara eins og meirihluti þjóðarinnar: Farið hefur fé betra. Drífið í málinu. Höfundur er rafvirki. Es; Fyrirsögnin er heiti á bók Jóns Jónssonar fræðimanns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Hvalveiðar Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Ég horfði á Akranesfundinn um frestun ráðherra á heimild til hvalveiða. Fundurinn var á vegum Verkalýðsfélags Akraness og firnavel sóttur. Að áliti fundarboðanda sátu hann hátt í fimmhundruð manns. Frummælendur voru Svandís Svavarsdóttir, ráðherra, og fulltrúar þingflokka VG, Pírata, Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Stefán Vagn Stefánsson formaður þingnefndar. Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi setti fundinn, og tilnefndi fundarstjóra. Fyrst á mælendaskrá var Svandís Svavarsdóttir, ráðherra. Það er mitt álit og margra margra annarra, að allan fundinn hafði málfluttningur hennar algjöra yfirburði í viti, orðavali og framsögn. Svandís bar af öðrum ræðumönnum eins og ljón af geitum. Í ræðu sinni vísaði hún til þess að í fyrirliggjandi gögnum kemur fram í máli og myndböndum, aðhvaladrápið brjóti í bága við ákvæði laga nr.55/2013 um velferð dýra. Myndbönd sýna, að þrátt fyrir, að skotin hittu oftast á það skotsvæði sem ráðlagt er að miða á til að drepa dýrið á sem skemstum tíma, þá var reyndin sú, að þriðjungur þeirra hvala, sem drepnir voru á vertíð 2022 háðu langt dauðastríð. Tjóður dauðans. Sem sagt, þriðji hver skutull sem hittir þó á þau svæði dýranna, sem viðkvæmust eru, og sem ráðlagt er að miða á til að skutullinn geti tætt sig djúpt í blóðríkt hold þeirra. Hann nægir samt ekki til að stytta kvalastríð þeirra. Veiðimenn verða þá að vinna það átakanlega verk, að murka lífið úr tjóðruðu 60 tonna dýri. Í þeim aðförum örlar hvergi á samúð, mannúð og mennsku. Þær hljóta að valda minningum, sem spilla ellidögum þeirra, sem þar eru að verki. Píratinn Gísli Rafn benti á að þessar veiðar væru brot á íslenskum lögum um velferð dýra. Hann spurði. Hver getur svo ætlast til, að ráðherra veiti leyfi til að brjóta íslensk lög. Gísli Rafn var sá eini, sem ræddi tilefni fundarins. Að virða lög um velferð dýra. Tilefni fundarins. Tilefni Svandísar til að fresta hvalveiðum var það eitt að virða Íslensk lög. Það er áhyggjuefni, - sem því miður kemur ekki á óvart, - að talsmenn þingflokka veitast að ráðherra og gera það að sök, að vilja fara að lögum. Þeir kunna ekki að gæta sóma alþingis. Þeir eru smánarblettur, og flokkum sínum til skammar. Hrokinn er yfirgengilegur. Þeir telja sig eiga lögin og lýðræðið. Þeir eru orðnir eins og frekur fíkill sem grípur í þekkta hótun. Fái þeir ekki að ráða, þá hóta þeir sjálfsmorði, - ríkisstjórnarinnar. Ég segi nú bara eins og meirihluti þjóðarinnar: Farið hefur fé betra. Drífið í málinu. Höfundur er rafvirki. Es; Fyrirsögnin er heiti á bók Jóns Jónssonar fræðimanns.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun