Brot bankans mögulega rakin til brotalama hjá Bankasýslunni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. júlí 2023 12:10 Guðmundur Björgvin Helgason er ríkisendurskoðandi. Vísir/Vilhelm Ríkisendurskoðandi segir að ef Bankasýsla ríkisins hefði lagt betri grunn að söluferlinu á Íslandsbanka hefði mátt komast hjá fjölda brota sem sátt Fjármálaeftirlitsins við bankann tekur til. Ekki megi gleyma að Bankasýslan hafi verið framkvæmdaraðili sölunnar og beri því víðtæka ábyrgð. Ríkisendurskoðandi fjallaði um vankanta á framkvæmd Bankasýslunnar á sölunni í skýrslu sem kom út í nóvember síðastliðnum. Í kjölfar sáttar Fjármálaeftirlits Seðlabankans við Íslandsbanka sem kom út í síðasta mánuði hafa forsvarsmenn bankasýslunnar sagt sáttina sýna að engir vankantar hafi verið á framkvæmd sölunnar hjá stofnuninni, og að útboðið hafi verið einkar farsælt. Ríkisendurskoðandi segir ákveðins misskilnings gæta í málinu. „Bankasýslan er framkvæmdaraðili sölunnar. Það hefur svolítið misfarist í umræðunni síðustu daga að framkvæmdaraðili sölunnar sé Íslandsbanki, en það bara er ekki rétt,“ segir Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi í samtali við fréttastofu. Guðmundur segir að Bankasýslan falli ekki undir eftirlit fjármálaeftirlitsins. Því verði engar ályktanir dregnar af sáttinni um stjórnsýslu bankasýslunnar. „Skýrsla ríkisendurskoðunar hefur legið fyrir síðan í nóvember í fyrra. Þar eru fjölmargar athugasemdir og ábendingar gerðar, einmitt vegna framkvæmdar Bankasýslu ríkisins á söluferlinu.“ Bankasýslan hafi til að mynda ekki gefið nægilega skýr fyrirmæli um framkvæmd sölunnar. „Sú háttsemi sem að sátt Seðlabankans fjallar um tengist því. Þess vegna ber að skoða þessar athugasemdir og ábendingar sem við setjum fram í svolítið nýju og alverlegu ljósi, af því að það er kannski fyrst núna með þessari sátt Seðlabankans sem hægt er að draga upp heildræna mynd af þessu söluferli.“ Bankasýslan hafi skapað rammann utan um söluna og gert samninga við þá sem komu að sölunni í hennar umboði. „Í skýrslu okkar er fjallað um það að þessa hluti hefði þurft að gera betur. Með því hefði hugsanlega verið hægt að koma í veg fyrir að minnsta kosti mörg þeirra brota sem við nú sitjum uppi með,“ sagði Guðmundur Björgvin. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Íslandsbanki Stjórnsýsla Tengdar fréttir Íslandsbankasalan eitt farsælasta útboðið í Evrópu Stjórnarmenn Bankasýslu ríkisins segja það hafa verið mikil vonbrigði að ekki hafi verið farið að lögum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þeir standa við orð sín um að hlutafjárútboðið hafi verið það farsælasta í Íslandssögunni og segja það eitt af farsælli útboðum Evrópu. 28. júní 2023 15:58 Sláandi að menn telji enn söluna hafa verið farsæla Þingmenn stjórnarandstöðu telja mörgum spurningum enn ósvarað um mál Íslandsbanka. Bankasýslan segir ábyrgðina liggja hjá bankanum og að útboðið hafi verið eitt það farsælasta í Evrópu. 28. júní 2023 22:00 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Ríkisendurskoðandi fjallaði um vankanta á framkvæmd Bankasýslunnar á sölunni í skýrslu sem kom út í nóvember síðastliðnum. Í kjölfar sáttar Fjármálaeftirlits Seðlabankans við Íslandsbanka sem kom út í síðasta mánuði hafa forsvarsmenn bankasýslunnar sagt sáttina sýna að engir vankantar hafi verið á framkvæmd sölunnar hjá stofnuninni, og að útboðið hafi verið einkar farsælt. Ríkisendurskoðandi segir ákveðins misskilnings gæta í málinu. „Bankasýslan er framkvæmdaraðili sölunnar. Það hefur svolítið misfarist í umræðunni síðustu daga að framkvæmdaraðili sölunnar sé Íslandsbanki, en það bara er ekki rétt,“ segir Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi í samtali við fréttastofu. Guðmundur segir að Bankasýslan falli ekki undir eftirlit fjármálaeftirlitsins. Því verði engar ályktanir dregnar af sáttinni um stjórnsýslu bankasýslunnar. „Skýrsla ríkisendurskoðunar hefur legið fyrir síðan í nóvember í fyrra. Þar eru fjölmargar athugasemdir og ábendingar gerðar, einmitt vegna framkvæmdar Bankasýslu ríkisins á söluferlinu.“ Bankasýslan hafi til að mynda ekki gefið nægilega skýr fyrirmæli um framkvæmd sölunnar. „Sú háttsemi sem að sátt Seðlabankans fjallar um tengist því. Þess vegna ber að skoða þessar athugasemdir og ábendingar sem við setjum fram í svolítið nýju og alverlegu ljósi, af því að það er kannski fyrst núna með þessari sátt Seðlabankans sem hægt er að draga upp heildræna mynd af þessu söluferli.“ Bankasýslan hafi skapað rammann utan um söluna og gert samninga við þá sem komu að sölunni í hennar umboði. „Í skýrslu okkar er fjallað um það að þessa hluti hefði þurft að gera betur. Með því hefði hugsanlega verið hægt að koma í veg fyrir að minnsta kosti mörg þeirra brota sem við nú sitjum uppi með,“ sagði Guðmundur Björgvin.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Íslandsbanki Stjórnsýsla Tengdar fréttir Íslandsbankasalan eitt farsælasta útboðið í Evrópu Stjórnarmenn Bankasýslu ríkisins segja það hafa verið mikil vonbrigði að ekki hafi verið farið að lögum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þeir standa við orð sín um að hlutafjárútboðið hafi verið það farsælasta í Íslandssögunni og segja það eitt af farsælli útboðum Evrópu. 28. júní 2023 15:58 Sláandi að menn telji enn söluna hafa verið farsæla Þingmenn stjórnarandstöðu telja mörgum spurningum enn ósvarað um mál Íslandsbanka. Bankasýslan segir ábyrgðina liggja hjá bankanum og að útboðið hafi verið eitt það farsælasta í Evrópu. 28. júní 2023 22:00 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Íslandsbankasalan eitt farsælasta útboðið í Evrópu Stjórnarmenn Bankasýslu ríkisins segja það hafa verið mikil vonbrigði að ekki hafi verið farið að lögum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þeir standa við orð sín um að hlutafjárútboðið hafi verið það farsælasta í Íslandssögunni og segja það eitt af farsælli útboðum Evrópu. 28. júní 2023 15:58
Sláandi að menn telji enn söluna hafa verið farsæla Þingmenn stjórnarandstöðu telja mörgum spurningum enn ósvarað um mál Íslandsbanka. Bankasýslan segir ábyrgðina liggja hjá bankanum og að útboðið hafi verið eitt það farsælasta í Evrópu. 28. júní 2023 22:00