Íbúar vanir skjálftum en þeir séu alltaf jafn óþægilegir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. júlí 2023 11:47 Formaður bæjarstjórnar fylgist vel með gangi mála. Vísir Það er erfitt að venjast sífelldum jarðskjálftum segir formaður Bæjarráðs Grindavíkur og vettvangsstjóri hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. Nú sé góður tímapunktur fyrir íbúa að fara yfir öll öryggisatriði sem þurfa að vera í lagi í skjálftahrinu. Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur og vettvangsstjóri hjá Lögreglunni á Suðurnesjum er einn þeirra sem náði að sofa af sér skjálftahrinuna í nótt og líka þann stóra. „Ég heyrði af fólki sem vaknaði við hann og hann var nú víst nokkuð öflugur. Síðan höfum við fundið skjálfta og það var í morgun, við fundum vel fyrir honum og þessum tveimur í morgun.“ En hvernig er tilfinningin að vera í miðjunni á svona hrinu? „Nú, það er ekki hægt að segja annað en að við séum orðin aðeins vön þessu en þetta er alltaf óþægilegt. Við vorum svo alsæl þegar við vorum orðin laus við þessa jarðskjálfta en við sjáum til hvað verður. Það verður að koma í ljós hvað muni gerast. Nú, ef það kæmi gos upp á svipuðum slóðum þá er það nú bara í samræmi við það sem vísindamenn hafa sagt þannig að ég held við þurfum bara að bíða og sjá.“ Íbúar á suðvesturhluta landsins eru hvattir til að huga að lausa- og innanstokksmunum sem geta fallið við skjálfta og huga sérstaklega að því að munir geti ekki fallið á fólk í svefni. Veðurstofa Íslands hefur þá einnig varað fólk við bröttum hlíðum á svæðinu vegna mögulegs grjóthruns. „Það er gott að brýna þetta svolítið fyrir fólki vegna þess að það er orðið svo langt síðan síðast. Það er bara um að gera að ganga vel frá öllum hlutum.“ Það sé erfitt að venjast því að stórir skjálftar ríði yfir í sífellu. „Það er erfitt að venjast því en þetta er náttúrulega mjög einstaklingsbundið, sumir kippa sér lítið upp við þetta og aðrir eru mjög hræddir og það er bara skiljanlegt, það er nú bara mannskepnan í raun.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Appelsínugulur litakóði kominn á Fagradalsfjall Alþjóðaflugið hefur núna viðvörun um að eldstöðin Fagradalsfjall sýni aukna virkni og vaxandi líkur á eldgosi. Það gerðist á ellefta tímanum í morgun þegar alþjóðlegum litakóða var breytt úr grænum, sem þýðir engar vísbendingar um gos, yfir í appelsínugulan, sem táknar vaxandi líkur á eldgosi. 5. júlí 2023 11:31 Ferðamenn á svæðinu mesta áhyggjuefnið „Við ýtum bara á takka sem heitir copy/paste,“ segir Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í samtali við Vísi um viðbrögð sveitarinnar við jarðhræringum á Reykjanesskaga. Fjöldi ferðamanna hefur verið á svæðinu frá síðasta eldgosi, sem Bogi segir mesta áhyggjuefnið. 5. júlí 2023 10:36 Verulegar líkur á gosi á næstu dögum ef þróunin verður áfram sú sama Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur var viðmælandi í Bítínu á Bylgjunni í morgun og sagði atburðarásina síðustu klukkustundir áþekka hrinunni fyrir gosið í ágúst í fyrra. 5. júlí 2023 10:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur og vettvangsstjóri hjá Lögreglunni á Suðurnesjum er einn þeirra sem náði að sofa af sér skjálftahrinuna í nótt og líka þann stóra. „Ég heyrði af fólki sem vaknaði við hann og hann var nú víst nokkuð öflugur. Síðan höfum við fundið skjálfta og það var í morgun, við fundum vel fyrir honum og þessum tveimur í morgun.“ En hvernig er tilfinningin að vera í miðjunni á svona hrinu? „Nú, það er ekki hægt að segja annað en að við séum orðin aðeins vön þessu en þetta er alltaf óþægilegt. Við vorum svo alsæl þegar við vorum orðin laus við þessa jarðskjálfta en við sjáum til hvað verður. Það verður að koma í ljós hvað muni gerast. Nú, ef það kæmi gos upp á svipuðum slóðum þá er það nú bara í samræmi við það sem vísindamenn hafa sagt þannig að ég held við þurfum bara að bíða og sjá.“ Íbúar á suðvesturhluta landsins eru hvattir til að huga að lausa- og innanstokksmunum sem geta fallið við skjálfta og huga sérstaklega að því að munir geti ekki fallið á fólk í svefni. Veðurstofa Íslands hefur þá einnig varað fólk við bröttum hlíðum á svæðinu vegna mögulegs grjóthruns. „Það er gott að brýna þetta svolítið fyrir fólki vegna þess að það er orðið svo langt síðan síðast. Það er bara um að gera að ganga vel frá öllum hlutum.“ Það sé erfitt að venjast því að stórir skjálftar ríði yfir í sífellu. „Það er erfitt að venjast því en þetta er náttúrulega mjög einstaklingsbundið, sumir kippa sér lítið upp við þetta og aðrir eru mjög hræddir og það er bara skiljanlegt, það er nú bara mannskepnan í raun.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Appelsínugulur litakóði kominn á Fagradalsfjall Alþjóðaflugið hefur núna viðvörun um að eldstöðin Fagradalsfjall sýni aukna virkni og vaxandi líkur á eldgosi. Það gerðist á ellefta tímanum í morgun þegar alþjóðlegum litakóða var breytt úr grænum, sem þýðir engar vísbendingar um gos, yfir í appelsínugulan, sem táknar vaxandi líkur á eldgosi. 5. júlí 2023 11:31 Ferðamenn á svæðinu mesta áhyggjuefnið „Við ýtum bara á takka sem heitir copy/paste,“ segir Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í samtali við Vísi um viðbrögð sveitarinnar við jarðhræringum á Reykjanesskaga. Fjöldi ferðamanna hefur verið á svæðinu frá síðasta eldgosi, sem Bogi segir mesta áhyggjuefnið. 5. júlí 2023 10:36 Verulegar líkur á gosi á næstu dögum ef þróunin verður áfram sú sama Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur var viðmælandi í Bítínu á Bylgjunni í morgun og sagði atburðarásina síðustu klukkustundir áþekka hrinunni fyrir gosið í ágúst í fyrra. 5. júlí 2023 10:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Appelsínugulur litakóði kominn á Fagradalsfjall Alþjóðaflugið hefur núna viðvörun um að eldstöðin Fagradalsfjall sýni aukna virkni og vaxandi líkur á eldgosi. Það gerðist á ellefta tímanum í morgun þegar alþjóðlegum litakóða var breytt úr grænum, sem þýðir engar vísbendingar um gos, yfir í appelsínugulan, sem táknar vaxandi líkur á eldgosi. 5. júlí 2023 11:31
Ferðamenn á svæðinu mesta áhyggjuefnið „Við ýtum bara á takka sem heitir copy/paste,“ segir Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í samtali við Vísi um viðbrögð sveitarinnar við jarðhræringum á Reykjanesskaga. Fjöldi ferðamanna hefur verið á svæðinu frá síðasta eldgosi, sem Bogi segir mesta áhyggjuefnið. 5. júlí 2023 10:36
Verulegar líkur á gosi á næstu dögum ef þróunin verður áfram sú sama Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur var viðmælandi í Bítínu á Bylgjunni í morgun og sagði atburðarásina síðustu klukkustundir áþekka hrinunni fyrir gosið í ágúst í fyrra. 5. júlí 2023 10:08