Eyddi þremur árum í að fá Messi til Inter Miami Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2023 07:30 Lionel Messi mun njóta góðs af auknum áhuga á MLS-deildinni þegar hann byrjar að spila í deildinni. Getty/Lintao Zhang Eigandi Inter Miami hefur sagt frá því hvernig hann fór af því að fá argentínska knattspyrnugoðið Lionel Messi til að semja bið bandaríska félagið. Jorge Mas segir að hann hafi eytt þremur árum í samningaviðræður um að fá Messi til að koma. Messi tilkynnti á dögunum að hann fari til Inter Miami á frjálsri sölu eftir að hafa spilað undanfarin tvö ár með Paris Saint-Germain í Frakklandi. „Árið 2019 (þegar Messi var enn hjá Barcelona) þá byrjuðum við að hugsa um hvernig við gætum fengið hann til okkar,“ sagði Jorge Mas við spænska blaðið El Pais. „Ég eyddi þremur árum í þetta og vann ákaft að þessu. Það voru margrar viðræður við föður Messi (líka umboðsmaður hans). David [Beckham] talaði við Leo en bara um fótboltalegu hliðina af því að hann var leikmaður,“ sagði Mas. Hinn 36 ára gamli Messi var að íhuga það að fara aftur til Barcelona en hann hafnaði einnig ofursamningi við sádí-arabíska félagið Al-Hilal. Inter Miami owner Jorge Mas said that the process of signing Lionel Messi took place over three years and dates back to 2019 pic.twitter.com/Kczo6WBGEC— ESPN FC (@ESPNFC) July 3, 2023 Mas fór líka aðeins yfir samninginn og segir að Apple hluti samningsins hafi verið mjög mikilvægur þáttur. Apple tilkynnti nýverið um fjögurra þátta heimildarþáttarröð um sögu Messi í heimsmeistarakeppninni, frá fyrsta mótinu 2006 þar til að hann vann loksins titilinn árið 2022. Messi hefur passað upp á það að hann njóti góðs af auknum áhuga á MLS-deildinni og hann fær því hluta af sölu áskrifta af útsendingum frá deildinni. Apple sér um það eftir að hafa gert tíu ára samning í fyrra en leikir Inter Miami eru sýndir á Apple TV+. Mas staðfesti að Messi muni fá milli 50 og 60 milljón dollara í árslaun sem eru á milli 6,9 og 8,2 milljarðar króna. Hann fær líka hlut af búningasölu og þá mun hann einnig fá eigandahlut í félaginu þegar ferli hans líkur. Inter liðið ætlar einnig að fá til liðsins leikmenn sem Messi þekkir vel. Það eru menn eins og Sergio Busquets og Jordi Alba en Mas segir ólíklegt að liðið fá til sín þá Luis Suarez og Angel Di Maria. Mas tók það janframt fram að Messi er ekki kominn til Miami til að sleppa af heldur ætli sér að ná árangri með Inter Miami á næstu árum. Inter Miami co-owner Jorge Mas has confirmed that Lionel Messi will receive an annual salary between 45m- 55m. The negotiations lasted three years, including a year and a half of very intense negotiations Messi will also receive: A % on club shirt sales A pic.twitter.com/d9JPKZryNl— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) July 3, 2023 Bandaríski fótboltinn Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Leik lokið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Griffin tryggði Val sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira
Jorge Mas segir að hann hafi eytt þremur árum í samningaviðræður um að fá Messi til að koma. Messi tilkynnti á dögunum að hann fari til Inter Miami á frjálsri sölu eftir að hafa spilað undanfarin tvö ár með Paris Saint-Germain í Frakklandi. „Árið 2019 (þegar Messi var enn hjá Barcelona) þá byrjuðum við að hugsa um hvernig við gætum fengið hann til okkar,“ sagði Jorge Mas við spænska blaðið El Pais. „Ég eyddi þremur árum í þetta og vann ákaft að þessu. Það voru margrar viðræður við föður Messi (líka umboðsmaður hans). David [Beckham] talaði við Leo en bara um fótboltalegu hliðina af því að hann var leikmaður,“ sagði Mas. Hinn 36 ára gamli Messi var að íhuga það að fara aftur til Barcelona en hann hafnaði einnig ofursamningi við sádí-arabíska félagið Al-Hilal. Inter Miami owner Jorge Mas said that the process of signing Lionel Messi took place over three years and dates back to 2019 pic.twitter.com/Kczo6WBGEC— ESPN FC (@ESPNFC) July 3, 2023 Mas fór líka aðeins yfir samninginn og segir að Apple hluti samningsins hafi verið mjög mikilvægur þáttur. Apple tilkynnti nýverið um fjögurra þátta heimildarþáttarröð um sögu Messi í heimsmeistarakeppninni, frá fyrsta mótinu 2006 þar til að hann vann loksins titilinn árið 2022. Messi hefur passað upp á það að hann njóti góðs af auknum áhuga á MLS-deildinni og hann fær því hluta af sölu áskrifta af útsendingum frá deildinni. Apple sér um það eftir að hafa gert tíu ára samning í fyrra en leikir Inter Miami eru sýndir á Apple TV+. Mas staðfesti að Messi muni fá milli 50 og 60 milljón dollara í árslaun sem eru á milli 6,9 og 8,2 milljarðar króna. Hann fær líka hlut af búningasölu og þá mun hann einnig fá eigandahlut í félaginu þegar ferli hans líkur. Inter liðið ætlar einnig að fá til liðsins leikmenn sem Messi þekkir vel. Það eru menn eins og Sergio Busquets og Jordi Alba en Mas segir ólíklegt að liðið fá til sín þá Luis Suarez og Angel Di Maria. Mas tók það janframt fram að Messi er ekki kominn til Miami til að sleppa af heldur ætli sér að ná árangri með Inter Miami á næstu árum. Inter Miami co-owner Jorge Mas has confirmed that Lionel Messi will receive an annual salary between 45m- 55m. The negotiations lasted three years, including a year and a half of very intense negotiations Messi will also receive: A % on club shirt sales A pic.twitter.com/d9JPKZryNl— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) July 3, 2023
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Leik lokið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Griffin tryggði Val sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira