Áframhaldandi landris og engar skyndilegar breytingar Eiður Þór Árnason skrifar 3. júlí 2023 14:11 Áfram eru merki um jarðhræringar við Fagradalsfjall. Vísir/Vilhelm Áframhaldandi landris mælist á Reykjanesskaga en nokkuð stöðugt landris hefur sést nálægt Fagradalsfjalli frá því snemma í apríl. Frekar mikil jarðskjálftavirkni hefur verið á svæðinu undanfarið en engin merki um skyndilegar breytingar. Þetta segir náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Landrisið komi yfirleitt til vegna kvikuhreyfinga sem valdi þrýstingsbreytingum og í kjölfarið leiði oft til jarðskjálfta. Mbl.is greindi frá því að landris væri hafið á ný á Reykjanesskaga en líkt og fyrr segir hefur það átt sér stað yfir lengri tíma. „Eiginlega frá því í byrjun apríl er búið að vera nokkuð stöðugt landris sem við erum búin að sjá og þá á stöðvunum sem eru næstar Fagradalsfjalli og í Krýsuvík,“ segir Hildur María Friðriksdóttir, jarðeðlisfræðingur og náttúruvásérfræðingur. Merki um djúpar kvikuhreyfingar Einnig má sjá merki um landsig á svæðinu en nýleg gervitunglagögn sem ná frá goslokum í fyrra fram í maí síðastliðinn sýna ýmis teikn um aflögun. „Við Reykjanestá, Svartsengi og norðurhluta hraunsins erum við að sjá landsig. Þetta við Reykjanestá teljum við vera vegna djúpra kvikuhreyfinga, þar sem djúp kvika er væntanlega að fæða eitthvað grynnra kvikuhólf og svo lítur út fyrir að það sé þensla akkúrat undir Fagradalsfjalli á meira en 15 kílómetra dýpri svo það er eitthvað djúpt í gangi þar,“ segir Hildur. Hið síðastnefnda geti ýmist verið vegna breytinga á jarðskorpunni eftir eldgosið í Fagradalsfjalli eða vísbending um innflæði kviku. Frekar mikil jarðskjálftavirkni hefur verið á svæðinu undanfarið og samkvæmt nýlegum gasmælingum er hraunbreiðan enn að afgasast og mjög heit á sumum stöðum. „Þetta er eitthvað sem við búumst alveg við. Við sjáum þetta ekki sem einhvern einn atburð heldur sem marga atburði. Við erum búin að fá tvö eldgos og Reykjanesið er náttúrulega mjög virkt svæði akkúrat núna.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Sjá meira
Þetta segir náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Landrisið komi yfirleitt til vegna kvikuhreyfinga sem valdi þrýstingsbreytingum og í kjölfarið leiði oft til jarðskjálfta. Mbl.is greindi frá því að landris væri hafið á ný á Reykjanesskaga en líkt og fyrr segir hefur það átt sér stað yfir lengri tíma. „Eiginlega frá því í byrjun apríl er búið að vera nokkuð stöðugt landris sem við erum búin að sjá og þá á stöðvunum sem eru næstar Fagradalsfjalli og í Krýsuvík,“ segir Hildur María Friðriksdóttir, jarðeðlisfræðingur og náttúruvásérfræðingur. Merki um djúpar kvikuhreyfingar Einnig má sjá merki um landsig á svæðinu en nýleg gervitunglagögn sem ná frá goslokum í fyrra fram í maí síðastliðinn sýna ýmis teikn um aflögun. „Við Reykjanestá, Svartsengi og norðurhluta hraunsins erum við að sjá landsig. Þetta við Reykjanestá teljum við vera vegna djúpra kvikuhreyfinga, þar sem djúp kvika er væntanlega að fæða eitthvað grynnra kvikuhólf og svo lítur út fyrir að það sé þensla akkúrat undir Fagradalsfjalli á meira en 15 kílómetra dýpri svo það er eitthvað djúpt í gangi þar,“ segir Hildur. Hið síðastnefnda geti ýmist verið vegna breytinga á jarðskorpunni eftir eldgosið í Fagradalsfjalli eða vísbending um innflæði kviku. Frekar mikil jarðskjálftavirkni hefur verið á svæðinu undanfarið og samkvæmt nýlegum gasmælingum er hraunbreiðan enn að afgasast og mjög heit á sumum stöðum. „Þetta er eitthvað sem við búumst alveg við. Við sjáum þetta ekki sem einhvern einn atburð heldur sem marga atburði. Við erum búin að fá tvö eldgos og Reykjanesið er náttúrulega mjög virkt svæði akkúrat núna.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Sjá meira