„Líkurnar á átröskun margfaldast eins og maurar á hálfétinni samloku“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 3. júlí 2023 12:52 Ragga nagli er þekkt fyrir hreinskilna pistla um heilsu og lífsstíl. Úr einkasafni Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli, talar um mikilvægi þess hvernig fullorðnir tala um líkama sinn og mat, sérstaklega í návist barna, í pistli á samfélagsmiðlunum Facebook. Ragga er þekkt fyrir að deila heilbrigðum lífsstíl og heilræðum með fylgjendum sínum. „Veggirnir hafa eyru þegar við tölum um líkama. Okkar eigin og annarra. Þessi eyru hafa minni fílsins þegar kemur að athugasemdum um þeirra eigið útlit. Athugasemdir sem móta líkamsmyndina sem situr í sálinni næstu ár og áratugi. Ef við heilsum alltaf öðru fólki með að hrósa útliti kennum við litlum sálum að virði okkar liggi í líkamlegri hollningu og samþykki samfélagsins komi í fallegum orðum um skrokk. Ef við gerum athugasemdir um þeirra eigin líkama verða þau upptekin af útliti og líkama til að sækjast í hrós og viðurkenningu, “ segir Ragga í pilsti sínum á Facebook. Hún telur slíkt hugsanamynstur ýta undir óheilbrigt samband við mat og æfingar í von að viðhalda ákveðnu útliti. „Oft er það líka hræðsla að valda ekki þeim fullorðnu vonbrigðum ef líkaminn þeirra sem fær hrós breytist.“ Útskýrðu fyrir börnum filter-a og photoshop „Ef við tölum neikvætt um líkama annarra heima við verða börn hrædd við að líkamar þeirra breytist, því þá sé talað neikvætt um þau í öðrum húsum,“ segir Ragga og heldur áfram: „Ekki minnast einu orði á líkamlegt útlit þegar þú talar um annað fólk í áheyrn barna. Sýndu börnum allskonar líkama til að þau átti sig á fjölbreytileikanum.“ Ragga hvetur þess í stað að ræða hvað líkamar geta gert fyrir mann í stað þess að ræða útlit. „Útskýrðu fyrir þeim filtera og fótósjopp á líkömum sem birtast þeim á netinu og í tímaritum. Ekki minnast orði á þitt eigið útlit og þyngd í þeirra áheyrn. Ef við reisum níðstöng um okkar eigin spegilmyndi og gubbum út úr okkur ljótum setningum á innsoginu innrætir það hugsunina um það að vera ekki nóg hjá börnum því líkaminn er ómögulegur,“ segir hún Ragga nefnir dæmi um óheilbrigða orðræðu um líkamlegt útlit: Oj sjá þessa bingóvængi.Þetta nef er eins og Holmenkollen.Múffutoppurinn gubbast yfir gallabuxnastrenginn.Feitabolla. Ekki flokka mat í slæman og óhollan „Að agnúast í spegilinn yfir þínum líkamspörtum innrætir hjá börnum neikvæðan fókus á þessi sömu svæði á þeirra eigin líkama, og áhyggjur að þau líti ekki nógu vel út. Ef við forðumst jafnvel að líta í spegil kennum við börnum forðunarhegðun og kvíða. Spegilmyndin sé slík hörmung að meira að segja þurfi að hlífa okkar eigin augum,“ segir Ragga í pistlinum. Að sögn Röggu sýna rannsóknir að börn niður í tólf ára aldur séu farin að innleiða boð og bönn í matarvenjum. Börn flokka þá matinn í mat af hinu illa og góða. „Líkurnar á átröskun margfaldast eins og maurar á hálfétinni samloku. Ekki þarf að fjölyrða um hvaða áhrif slíkar neikvæðar tilfinningar hafa á sjálfsmynd barns, samband þess við mat og darraðardansinn sem verður stiginn við megrunariðnaðinn í gegnum lífið,“ segir hún og hvetur fólk að forðast að flokka mat sem slæman, óhollan eða fitandi. Uppbyggileg umræða án samviskubits „Þegar þau (börnin) borða slíkan mat innrætir það hjá þeim tilfinningu um samviskubit því þau séu óþekk, slæm og lítils virði sem manneskjur. Umræður um hvernig og hversu mikið aðrir borða innrætir hjá börnum að þau geti fengið samþykki fullorðinna í gegnum góða hegðun við matarborðið.“ Að sögn Röggu geta boð og bönn gagnvart mat í æsku haft alvarlega afleiðingar, átköst og órögréttar hugmyndir um hollustu. „Það er uppbyggilegra að segja við barnið að þér sjálfum líki við allan mat. Bæði næringarríkan mat sem gerir okkur stór og sterk, sem og matur sem nærir lítið en gleður bragðlauka og sálina.“ Suman mat borðum við mikið af og borðum hann oft.Síðan er matur sem við borðum sjaldnar og minna af.Börn eiga að vera börn.Þau eiga ekki að heyra athugasemdir um lögun skrokksins.Þau eiga ekki að telja kaloríur.Þau eiga ekki að velta fyrir sér líkamsfitu.Þau eiga ekki að vera dæmd útfrá hvað er á disknum þeirra.Þau þurfa ekki að klára af disknum eins og fyrri kynslóðir.Þau eiga ekki að vera smánuð fyrir að verða of södd.Þau mega skilja eftir mat ef þau eru orðin södd. „Við viljum nýja kynslóð sem eru frjáls undan matarkvíða og þráhyggju yfir útliti,“ segir Ragga í lokin. Heilsa Tengdar fréttir Segir dugnaðarkvíða samfélagsmein Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli, segir dugnaðarkvíða vera hinn þögla skaðvald samtímans. 19. maí 2023 21:00 Horuð pítusósa að hætti Röggu nagla Sálfræðingurinn og einkaþjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, deilir uppskrift að horaðri pítusósu, með fylgjendum sínum á Instagram. 18. apríl 2023 14:28 Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Fleiri fréttir Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Sjá meira
Ragga er þekkt fyrir að deila heilbrigðum lífsstíl og heilræðum með fylgjendum sínum. „Veggirnir hafa eyru þegar við tölum um líkama. Okkar eigin og annarra. Þessi eyru hafa minni fílsins þegar kemur að athugasemdum um þeirra eigið útlit. Athugasemdir sem móta líkamsmyndina sem situr í sálinni næstu ár og áratugi. Ef við heilsum alltaf öðru fólki með að hrósa útliti kennum við litlum sálum að virði okkar liggi í líkamlegri hollningu og samþykki samfélagsins komi í fallegum orðum um skrokk. Ef við gerum athugasemdir um þeirra eigin líkama verða þau upptekin af útliti og líkama til að sækjast í hrós og viðurkenningu, “ segir Ragga í pilsti sínum á Facebook. Hún telur slíkt hugsanamynstur ýta undir óheilbrigt samband við mat og æfingar í von að viðhalda ákveðnu útliti. „Oft er það líka hræðsla að valda ekki þeim fullorðnu vonbrigðum ef líkaminn þeirra sem fær hrós breytist.“ Útskýrðu fyrir börnum filter-a og photoshop „Ef við tölum neikvætt um líkama annarra heima við verða börn hrædd við að líkamar þeirra breytist, því þá sé talað neikvætt um þau í öðrum húsum,“ segir Ragga og heldur áfram: „Ekki minnast einu orði á líkamlegt útlit þegar þú talar um annað fólk í áheyrn barna. Sýndu börnum allskonar líkama til að þau átti sig á fjölbreytileikanum.“ Ragga hvetur þess í stað að ræða hvað líkamar geta gert fyrir mann í stað þess að ræða útlit. „Útskýrðu fyrir þeim filtera og fótósjopp á líkömum sem birtast þeim á netinu og í tímaritum. Ekki minnast orði á þitt eigið útlit og þyngd í þeirra áheyrn. Ef við reisum níðstöng um okkar eigin spegilmyndi og gubbum út úr okkur ljótum setningum á innsoginu innrætir það hugsunina um það að vera ekki nóg hjá börnum því líkaminn er ómögulegur,“ segir hún Ragga nefnir dæmi um óheilbrigða orðræðu um líkamlegt útlit: Oj sjá þessa bingóvængi.Þetta nef er eins og Holmenkollen.Múffutoppurinn gubbast yfir gallabuxnastrenginn.Feitabolla. Ekki flokka mat í slæman og óhollan „Að agnúast í spegilinn yfir þínum líkamspörtum innrætir hjá börnum neikvæðan fókus á þessi sömu svæði á þeirra eigin líkama, og áhyggjur að þau líti ekki nógu vel út. Ef við forðumst jafnvel að líta í spegil kennum við börnum forðunarhegðun og kvíða. Spegilmyndin sé slík hörmung að meira að segja þurfi að hlífa okkar eigin augum,“ segir Ragga í pistlinum. Að sögn Röggu sýna rannsóknir að börn niður í tólf ára aldur séu farin að innleiða boð og bönn í matarvenjum. Börn flokka þá matinn í mat af hinu illa og góða. „Líkurnar á átröskun margfaldast eins og maurar á hálfétinni samloku. Ekki þarf að fjölyrða um hvaða áhrif slíkar neikvæðar tilfinningar hafa á sjálfsmynd barns, samband þess við mat og darraðardansinn sem verður stiginn við megrunariðnaðinn í gegnum lífið,“ segir hún og hvetur fólk að forðast að flokka mat sem slæman, óhollan eða fitandi. Uppbyggileg umræða án samviskubits „Þegar þau (börnin) borða slíkan mat innrætir það hjá þeim tilfinningu um samviskubit því þau séu óþekk, slæm og lítils virði sem manneskjur. Umræður um hvernig og hversu mikið aðrir borða innrætir hjá börnum að þau geti fengið samþykki fullorðinna í gegnum góða hegðun við matarborðið.“ Að sögn Röggu geta boð og bönn gagnvart mat í æsku haft alvarlega afleiðingar, átköst og órögréttar hugmyndir um hollustu. „Það er uppbyggilegra að segja við barnið að þér sjálfum líki við allan mat. Bæði næringarríkan mat sem gerir okkur stór og sterk, sem og matur sem nærir lítið en gleður bragðlauka og sálina.“ Suman mat borðum við mikið af og borðum hann oft.Síðan er matur sem við borðum sjaldnar og minna af.Börn eiga að vera börn.Þau eiga ekki að heyra athugasemdir um lögun skrokksins.Þau eiga ekki að telja kaloríur.Þau eiga ekki að velta fyrir sér líkamsfitu.Þau eiga ekki að vera dæmd útfrá hvað er á disknum þeirra.Þau þurfa ekki að klára af disknum eins og fyrri kynslóðir.Þau eiga ekki að vera smánuð fyrir að verða of södd.Þau mega skilja eftir mat ef þau eru orðin södd. „Við viljum nýja kynslóð sem eru frjáls undan matarkvíða og þráhyggju yfir útliti,“ segir Ragga í lokin.
Heilsa Tengdar fréttir Segir dugnaðarkvíða samfélagsmein Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli, segir dugnaðarkvíða vera hinn þögla skaðvald samtímans. 19. maí 2023 21:00 Horuð pítusósa að hætti Röggu nagla Sálfræðingurinn og einkaþjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, deilir uppskrift að horaðri pítusósu, með fylgjendum sínum á Instagram. 18. apríl 2023 14:28 Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Fleiri fréttir Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Sjá meira
Segir dugnaðarkvíða samfélagsmein Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli, segir dugnaðarkvíða vera hinn þögla skaðvald samtímans. 19. maí 2023 21:00
Horuð pítusósa að hætti Röggu nagla Sálfræðingurinn og einkaþjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, deilir uppskrift að horaðri pítusósu, með fylgjendum sínum á Instagram. 18. apríl 2023 14:28