Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 12. nóvember 2024 20:00 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Spurning barst frá lesenda: „Tilhugsunin um kynlíf með makanum er meira sexí en þegar á hólminn er komið. Eins og ég girnist hann ekki eða ég laðast ekki að honum þannig. Getur þú útskýrt?”- 36 ára kona. Þetta er alveg mjög góð spurning! Mörg kannast við það að spjalla við maka/bólfélaga yfir daginn, finna fyrir kynlöngun og jafnvel gera plön um kynlíf seinna sama dag. Svo þegar á hólminn er komið er þessi kynlöngun ekki lengur til staðar eða kynlíf það síðasta sem þú hefur áhuga á að stunda! En af hverju? Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Mörg gera plön um kynlíf og eru spenntir þar til kemur að athöfninni.Vísir/Getty Fjarlægð frá maka getur einmitt leitt til þess að við förum að finna fyrir löngun, söknuði og tilhlökkun. Líkt og Esther Perel, sálfræðingur og pararáðgjafi, hefur fjallað um þá getur verið flókið að þrá eitthvað sem þú, nú þegar, hefur. Kynlöngun eykst oft þegar við erum í sundur og leyfum okkur að finna fyrir þrá og tilhlökkun. Í langtímasambandi er því gífurlega mikilvægt að halda áfram að rækta þín áhugamál og rækta þig sem einstakling. Alltof oft fórnum við okkar tíma ein, gleymum að sinna okkar áhugamálum eða vinum. Því meira sem við rennum saman í eitt með maka okkar, minnkar oft kynlöngun því þú upplifir maka þinn ekki lengur jafn spennandi eða sexí. Fyrirsjáanleiki er geggjaður fyrir taugakerfið en of mikill fyrirsjáanleiki getur dregið úr löngun okkar í nánd og kýnlíf! En snúum okkur aftur að spurningunni. Þegar þú ert að hugsa um maka þinn í fjarveru hans ertu sennilega að gera allskonar sem kveikir í þér. Hvað ertu að fantasera um? Hvernig lítur kynlífið út í fantasíunni? Kemur hann inn, lyftir þér upp án þess að segja orð og kastar þér í rúmið? Jááá.. og hver er svo raunveruleikinn? Fantasíur eru nefninlega svo geggjaðar! Eins og ég fjallaði um í fyrri grein: Í fantasíum höfum við fulla stjórn! Atburðarásin flæðir fullkomlega, birtan er akkúrat rétt, sængurfötin úr mýksta efni sem til er og engin truflun er til staðar. Í fantasíunni þarf ekki að ræða væntingar eða langarnir. Án þess að segja nokkuð veit bólfélagi nákvæmlega hvað þú vilt. Fantasíur eru öruggt rými til að prófa okkur áfram eða hreinlega leið til að auka unað í kynlífi og sjálfsfróun. Kynlíf í raunheimum er öðruvísi. Stundum er tímasetningin ekki fullkomin, við getum upplifað það að líkaminn örvast ekki líkt og við áttum von á eða eitthvað truflar okkur. Mörg upplifa pressu þegar þau eru búin að plana kynlíf eða ákveða að stunda kynlíf. Pressa sem kemur oft innra frá okkur en getur líka komið frá maka/bólfélaga. Ýmsar hugsanir geta komið upp eins og hvað ef líkaminn bregst ekki við? Hvað ef ég verð svo bara þreytt eða missi niður löngunina til að stunda kynlíf? Það er eðlilegt að líkaminn sé ekki til í kynlíf þó hugurinn sé það.Vísir/Getty En hvað er til ráða? Það er algengt og eðlilegt að líkaminn sé ekki til í kynlíf þó hugurinn sé það. Gott ráð er að liggja hlið við hlið og sjá hvort líkaminn vakni upp. Með því að draga úr pressu, setja fókus á vellíðan og slökun leyfum við líkamanum hægt og rólega að kveikja á sér. Þannig að frekar en að lofa kynlífi í kvöld, væri betra að nálgast það þannig að þú ætlir að sjá hvort þú komist þangað. Nokkur ráð til að brúa bilið frá fantasíunni yfir í kynlíf er að ræða væntingar við maka/bólfélaga. Mögulega er allskonar sem þú hefur áhuga á prófa eða upplifa sem þið hafið aldrei rætt. Það getur aukið nánd og ýtt undir erótíska tengingu þegar fantasíum er deilt með maka eða bólfélaga. Ávallt er gott að nálgast samtalið á nærgætinn hátt og gott er að muna að fantasíur þurfa ekki að verða að veruleika. Það eitt og sér að segja frá þeim getur verið ansi heitt! Að lokum er gott að muna að það er í góðu lagi að hafa fundið fyrir löngun, daðrað eða átt frumkvæði að kynlífi en vilja síðan ekki eða geta ekki stundað kynlíf. Það má alltaf skipta um skoðun! Kynlíf Kynlífið með Aldísi Tengdar fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Spurning barst frá lesenda: „Hvernig er best að tækla það að vera með ólíkar þarfir í kynlífi. Er búin að vera með manni í fimm mánuði og ég er miklu oftar gröð en hann. Ég upplifi höfnun og hann upplifir að hann sé ekki að standa sig. Sambandið er svo nýtt og mér þætti eðlilegast að stunda fullt af kynlífi. En hann hefur ekki þörf eða löngun eins og ég. Höfum rætt opið um þetta en ekkert breytist,“ - 47 ára kona. 5. nóvember 2024 20:02 Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Spurning barst frá lesenda svo hljóðandi: „Mér finnst gott að nota dildó á sjálfan mig. Mér finnst það mjög tabú meðal gagnkynhneigðra karla, en er það algengt eða er það bara fyrir samkynhneigða karla?” - 30 ára karl 29. október 2024 20:01 Að prófa sig áfram í opnu sambandi Ég og maki minn erum að prófa okkur áfram með opið samband. Við höfum verið að fylgja hinum ýmsu ráðum til að reyna að gera allt rétt. Viljum alls ekki klúðra sambandinu okkar eða fara rangt að þessu. Ertu með ráð?- 37 ára karl 22. október 2024 20:01 Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Sjá meira
Þetta er alveg mjög góð spurning! Mörg kannast við það að spjalla við maka/bólfélaga yfir daginn, finna fyrir kynlöngun og jafnvel gera plön um kynlíf seinna sama dag. Svo þegar á hólminn er komið er þessi kynlöngun ekki lengur til staðar eða kynlíf það síðasta sem þú hefur áhuga á að stunda! En af hverju? Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Mörg gera plön um kynlíf og eru spenntir þar til kemur að athöfninni.Vísir/Getty Fjarlægð frá maka getur einmitt leitt til þess að við förum að finna fyrir löngun, söknuði og tilhlökkun. Líkt og Esther Perel, sálfræðingur og pararáðgjafi, hefur fjallað um þá getur verið flókið að þrá eitthvað sem þú, nú þegar, hefur. Kynlöngun eykst oft þegar við erum í sundur og leyfum okkur að finna fyrir þrá og tilhlökkun. Í langtímasambandi er því gífurlega mikilvægt að halda áfram að rækta þín áhugamál og rækta þig sem einstakling. Alltof oft fórnum við okkar tíma ein, gleymum að sinna okkar áhugamálum eða vinum. Því meira sem við rennum saman í eitt með maka okkar, minnkar oft kynlöngun því þú upplifir maka þinn ekki lengur jafn spennandi eða sexí. Fyrirsjáanleiki er geggjaður fyrir taugakerfið en of mikill fyrirsjáanleiki getur dregið úr löngun okkar í nánd og kýnlíf! En snúum okkur aftur að spurningunni. Þegar þú ert að hugsa um maka þinn í fjarveru hans ertu sennilega að gera allskonar sem kveikir í þér. Hvað ertu að fantasera um? Hvernig lítur kynlífið út í fantasíunni? Kemur hann inn, lyftir þér upp án þess að segja orð og kastar þér í rúmið? Jááá.. og hver er svo raunveruleikinn? Fantasíur eru nefninlega svo geggjaðar! Eins og ég fjallaði um í fyrri grein: Í fantasíum höfum við fulla stjórn! Atburðarásin flæðir fullkomlega, birtan er akkúrat rétt, sængurfötin úr mýksta efni sem til er og engin truflun er til staðar. Í fantasíunni þarf ekki að ræða væntingar eða langarnir. Án þess að segja nokkuð veit bólfélagi nákvæmlega hvað þú vilt. Fantasíur eru öruggt rými til að prófa okkur áfram eða hreinlega leið til að auka unað í kynlífi og sjálfsfróun. Kynlíf í raunheimum er öðruvísi. Stundum er tímasetningin ekki fullkomin, við getum upplifað það að líkaminn örvast ekki líkt og við áttum von á eða eitthvað truflar okkur. Mörg upplifa pressu þegar þau eru búin að plana kynlíf eða ákveða að stunda kynlíf. Pressa sem kemur oft innra frá okkur en getur líka komið frá maka/bólfélaga. Ýmsar hugsanir geta komið upp eins og hvað ef líkaminn bregst ekki við? Hvað ef ég verð svo bara þreytt eða missi niður löngunina til að stunda kynlíf? Það er eðlilegt að líkaminn sé ekki til í kynlíf þó hugurinn sé það.Vísir/Getty En hvað er til ráða? Það er algengt og eðlilegt að líkaminn sé ekki til í kynlíf þó hugurinn sé það. Gott ráð er að liggja hlið við hlið og sjá hvort líkaminn vakni upp. Með því að draga úr pressu, setja fókus á vellíðan og slökun leyfum við líkamanum hægt og rólega að kveikja á sér. Þannig að frekar en að lofa kynlífi í kvöld, væri betra að nálgast það þannig að þú ætlir að sjá hvort þú komist þangað. Nokkur ráð til að brúa bilið frá fantasíunni yfir í kynlíf er að ræða væntingar við maka/bólfélaga. Mögulega er allskonar sem þú hefur áhuga á prófa eða upplifa sem þið hafið aldrei rætt. Það getur aukið nánd og ýtt undir erótíska tengingu þegar fantasíum er deilt með maka eða bólfélaga. Ávallt er gott að nálgast samtalið á nærgætinn hátt og gott er að muna að fantasíur þurfa ekki að verða að veruleika. Það eitt og sér að segja frá þeim getur verið ansi heitt! Að lokum er gott að muna að það er í góðu lagi að hafa fundið fyrir löngun, daðrað eða átt frumkvæði að kynlífi en vilja síðan ekki eða geta ekki stundað kynlíf. Það má alltaf skipta um skoðun!
Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni.
Kynlíf Kynlífið með Aldísi Tengdar fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Spurning barst frá lesenda: „Hvernig er best að tækla það að vera með ólíkar þarfir í kynlífi. Er búin að vera með manni í fimm mánuði og ég er miklu oftar gröð en hann. Ég upplifi höfnun og hann upplifir að hann sé ekki að standa sig. Sambandið er svo nýtt og mér þætti eðlilegast að stunda fullt af kynlífi. En hann hefur ekki þörf eða löngun eins og ég. Höfum rætt opið um þetta en ekkert breytist,“ - 47 ára kona. 5. nóvember 2024 20:02 Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Spurning barst frá lesenda svo hljóðandi: „Mér finnst gott að nota dildó á sjálfan mig. Mér finnst það mjög tabú meðal gagnkynhneigðra karla, en er það algengt eða er það bara fyrir samkynhneigða karla?” - 30 ára karl 29. október 2024 20:01 Að prófa sig áfram í opnu sambandi Ég og maki minn erum að prófa okkur áfram með opið samband. Við höfum verið að fylgja hinum ýmsu ráðum til að reyna að gera allt rétt. Viljum alls ekki klúðra sambandinu okkar eða fara rangt að þessu. Ertu með ráð?- 37 ára karl 22. október 2024 20:01 Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Sjá meira
„Ég er miklu oftar gröð en hann“ Spurning barst frá lesenda: „Hvernig er best að tækla það að vera með ólíkar þarfir í kynlífi. Er búin að vera með manni í fimm mánuði og ég er miklu oftar gröð en hann. Ég upplifi höfnun og hann upplifir að hann sé ekki að standa sig. Sambandið er svo nýtt og mér þætti eðlilegast að stunda fullt af kynlífi. En hann hefur ekki þörf eða löngun eins og ég. Höfum rætt opið um þetta en ekkert breytist,“ - 47 ára kona. 5. nóvember 2024 20:02
Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Spurning barst frá lesenda svo hljóðandi: „Mér finnst gott að nota dildó á sjálfan mig. Mér finnst það mjög tabú meðal gagnkynhneigðra karla, en er það algengt eða er það bara fyrir samkynhneigða karla?” - 30 ára karl 29. október 2024 20:01
Að prófa sig áfram í opnu sambandi Ég og maki minn erum að prófa okkur áfram með opið samband. Við höfum verið að fylgja hinum ýmsu ráðum til að reyna að gera allt rétt. Viljum alls ekki klúðra sambandinu okkar eða fara rangt að þessu. Ertu með ráð?- 37 ára karl 22. október 2024 20:01