„Við þurfum að setja upp fötlunargleraugun“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 2. júlí 2023 16:30 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, segir mál Önnu Kristínar Jensdóttur ekki einsdæmi. Vísir/Vilhelm Formaður Öryrkjabandalags Íslands segir mál hreyfihamlaðrar konu sem hefur ítrekað verið hafnað um atvinnutækifæri á grundvelli fötlunar hennar ekki vera einsdæmi. Fordómar ríki í samfélaginu sem þurfi að uppræta. Greint var frá máli þrjátíu eins árs gamallar konu með hreyfihömlun í kvöldfréttum stöðvar 2 í gær. Hún hefur verið atvinnulaus í tæpt ár og sótt um fjölda starfa en hefur ítrekað verið hafnað á grundvelli fötlunar sinnar. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir málið ekki einsdæmi. „Því miður hef ég átt samtöl við fatlað fólk sem lýsir svipuðu eða sama viðmóti þegar það sækir um starf. Það verður að viðurkennast að þetta eru einhvers konar fordómar sem eru ríkjandi í samfélaginu sem við verðum að komast fram hjá,“ segir Þuríður Harpa. Breyta þurfi viðhorfi til fatlaðs fólks. „Það er búið að vera vilji stjórnvalda í mörg ár að hið opinbera og sveitarfélög gangi á undan með góðu fordæmi og ráði til sín fatlað fólk til starfa,“ segir Þuríður Harpa. Verið sé að vinna að breytingu í almannatryggingakerfinu þar sem lögð sé áhersla á að fatlað fólk hafi meiri og jafnari aðgang að störfum. Auk þess sé verið að innleiða samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk í lög. „Það er heilmikið í farvatninu til að gera breytingar og við kunnum þetta. Við höfum gert þetta allt saman áður til dæmis í jafnréttismálum og við setjum stanslaust upp jafnréttisgleraugun og við þurfum að gera það sama gagnvart fötluðu fólki. Við þurfum að setja upp fötlunargleraugun og gera því kleift að vera á jafnréttisgrundvelli í samfélaginu og það þýðir að fatlað fólk þarf og á að hafa aðgang að atvinnu,“ segir Þuríður Harpa. Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Greint var frá máli þrjátíu eins árs gamallar konu með hreyfihömlun í kvöldfréttum stöðvar 2 í gær. Hún hefur verið atvinnulaus í tæpt ár og sótt um fjölda starfa en hefur ítrekað verið hafnað á grundvelli fötlunar sinnar. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir málið ekki einsdæmi. „Því miður hef ég átt samtöl við fatlað fólk sem lýsir svipuðu eða sama viðmóti þegar það sækir um starf. Það verður að viðurkennast að þetta eru einhvers konar fordómar sem eru ríkjandi í samfélaginu sem við verðum að komast fram hjá,“ segir Þuríður Harpa. Breyta þurfi viðhorfi til fatlaðs fólks. „Það er búið að vera vilji stjórnvalda í mörg ár að hið opinbera og sveitarfélög gangi á undan með góðu fordæmi og ráði til sín fatlað fólk til starfa,“ segir Þuríður Harpa. Verið sé að vinna að breytingu í almannatryggingakerfinu þar sem lögð sé áhersla á að fatlað fólk hafi meiri og jafnari aðgang að störfum. Auk þess sé verið að innleiða samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk í lög. „Það er heilmikið í farvatninu til að gera breytingar og við kunnum þetta. Við höfum gert þetta allt saman áður til dæmis í jafnréttismálum og við setjum stanslaust upp jafnréttisgleraugun og við þurfum að gera það sama gagnvart fötluðu fólki. Við þurfum að setja upp fötlunargleraugun og gera því kleift að vera á jafnréttisgrundvelli í samfélaginu og það þýðir að fatlað fólk þarf og á að hafa aðgang að atvinnu,“ segir Þuríður Harpa.
Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira