Þrír í agabanni: „Ekki það sem við hjá KA viljum standa fyrir“ Sindri Sverrisson skrifar 30. júní 2023 10:52 Misjafnt var hvernig KA-menn ferðuðust heim til Akureyrar eftir leikinn við KR. Þorri Mar Þórisson (t.v. á mynd) var einn þriggja sem urðu eftir í Reykjavík. vísir/Diego Þrír leikmenn KA voru ekki með liðinu gegn ÍBV í Vestmannaeyjum á miðvikudag vegna agabanns, eftir að þeir ákváðu án leyfis að dvelja degi lengur í Reykjavík eftir leik gegn KR um síðustu helgi. Lárus Orri Sigurðsson greindi fyrst frá þessu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Um er að ræða þá Harley Willard, Pætur Petersen og Þorra Mar Þórisson, sem allir komu við sögu í 2-0 tapinu gegn KR í Bestu deildinni í fótbolta á laugardaginn. „Þeir brutu reglur. Þeir ferðuðust ekki eins og átti að ferðast úr leiknum á móti KR, samkvæmt mínum heimildum fyrir norðan, og brutu þar með reglur og voru ekki í hóp út af því,“ sagði Lárus Orri í Stúkunni. „Ræddi við þá og þeir sýndu þessu skilning“ Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA-manna, staðfesti þetta við Vísi í dag en sagði enga dramatík í málinu og að leikmennirnir þrír yrðu allir til taks í næsta leik, undanúrslitaleik Mjólkurbikarsins gegn Breiðabliki á þriðjudaginn. „Við ferðumst saman í leiki og saman heim. Það var frí frá æfingum daginn eftir leikinn við KR og þessir þrír ákváðu að verða eftir í Reykjavík, en báðu ekki um leyfi til þess. Þess vegna ákváðum við að þeir yrðu ekki í hóp í þessum eina leik [við ÍBV á miðvikudag],“ segir Hallgrímur. „Ég ræddi við þá og þeir sýndu þessu skilning. Það er bara ekki það sem við hjá KA viljum standa fyrir, að menn ákveði sjálfir að ferðast ekki með liðinu,“ segir Hallgrímur. Klippa: Stúkan: Agabönn hjá KA KA tapaði einnig leiknum við ÍBV, 2-0, og hefur þar með tapað fimm af sex útileikjum sínum á tímabilinu. Þrátt fyrir það er liðið í 6. sæti Bestu deildarinnar, með sautján stig eftir fjórtán leiki. En hvað veldur þessu slaka gengi á útivelli? Þarf að endurskoða hvernig liðið ferðast í leiki? „Við erum að ferðast nákvæmlega eins og við höfum gert öll árin, fljúgum í útileiki og keyrum heim. Svo menn eru ekkert þreyttir í leikjum en kannski smá lemstraðir daginn eftir,“ segir Hallgrímur og bendir á að miðað við helstu tölfræðiþætti gæti gengi KA hæglega verið betra í síðustu leikjum: „Tölfræðin er ekki slæm í síðustu leikjum en við skorum ekki mark og ef við skorum ekki fyrsta markið þá er þetta alltaf erfitt,“ segir Hallgrímur. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla KA Stúkan Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - KA 2-0 | Eyjamenn komust úr fallsæti með sigri gegn KA ÍBV spyrnti sér frá fallsvæði Bestu-deildar karla í fótbolta með 2-0 sigri gegn KA á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í dag. 28. júní 2023 18:54 Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Lárus Orri Sigurðsson greindi fyrst frá þessu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Um er að ræða þá Harley Willard, Pætur Petersen og Þorra Mar Þórisson, sem allir komu við sögu í 2-0 tapinu gegn KR í Bestu deildinni í fótbolta á laugardaginn. „Þeir brutu reglur. Þeir ferðuðust ekki eins og átti að ferðast úr leiknum á móti KR, samkvæmt mínum heimildum fyrir norðan, og brutu þar með reglur og voru ekki í hóp út af því,“ sagði Lárus Orri í Stúkunni. „Ræddi við þá og þeir sýndu þessu skilning“ Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA-manna, staðfesti þetta við Vísi í dag en sagði enga dramatík í málinu og að leikmennirnir þrír yrðu allir til taks í næsta leik, undanúrslitaleik Mjólkurbikarsins gegn Breiðabliki á þriðjudaginn. „Við ferðumst saman í leiki og saman heim. Það var frí frá æfingum daginn eftir leikinn við KR og þessir þrír ákváðu að verða eftir í Reykjavík, en báðu ekki um leyfi til þess. Þess vegna ákváðum við að þeir yrðu ekki í hóp í þessum eina leik [við ÍBV á miðvikudag],“ segir Hallgrímur. „Ég ræddi við þá og þeir sýndu þessu skilning. Það er bara ekki það sem við hjá KA viljum standa fyrir, að menn ákveði sjálfir að ferðast ekki með liðinu,“ segir Hallgrímur. Klippa: Stúkan: Agabönn hjá KA KA tapaði einnig leiknum við ÍBV, 2-0, og hefur þar með tapað fimm af sex útileikjum sínum á tímabilinu. Þrátt fyrir það er liðið í 6. sæti Bestu deildarinnar, með sautján stig eftir fjórtán leiki. En hvað veldur þessu slaka gengi á útivelli? Þarf að endurskoða hvernig liðið ferðast í leiki? „Við erum að ferðast nákvæmlega eins og við höfum gert öll árin, fljúgum í útileiki og keyrum heim. Svo menn eru ekkert þreyttir í leikjum en kannski smá lemstraðir daginn eftir,“ segir Hallgrímur og bendir á að miðað við helstu tölfræðiþætti gæti gengi KA hæglega verið betra í síðustu leikjum: „Tölfræðin er ekki slæm í síðustu leikjum en við skorum ekki mark og ef við skorum ekki fyrsta markið þá er þetta alltaf erfitt,“ segir Hallgrímur. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla KA Stúkan Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - KA 2-0 | Eyjamenn komust úr fallsæti með sigri gegn KA ÍBV spyrnti sér frá fallsvæði Bestu-deildar karla í fótbolta með 2-0 sigri gegn KA á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í dag. 28. júní 2023 18:54 Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Umfjöllun: ÍBV - KA 2-0 | Eyjamenn komust úr fallsæti með sigri gegn KA ÍBV spyrnti sér frá fallsvæði Bestu-deildar karla í fótbolta með 2-0 sigri gegn KA á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í dag. 28. júní 2023 18:54