Þetta segir í tilkynningu frá Fastus ehf.
Þar segir að vöruheitið sé „PA+ plus Flexible Spatula“ frá „Paderno World Cuisine“ og að ástæða innköllunar sé að flæði arómatísks amíns fari yfir mörk sem sett eru í reglugerð um plast sem ætlað er að komist í snertingu við matvæli og getur haft áhrif á öryggi matvæla.
Viðskiptavinir eru beðnir um að hætta notkun vörunnar og farga henni en einnig sé hægt að skila til Fastusar vörum sem innköllunin tekur til gegn endurgreiðslu.