Að deyja á geðdeild Sigríður Gísladóttir og Grímur Atlason skrifa 30. júní 2023 09:02 Í ágúst 2021 dó sjúklingur á deild 33C við Hringbraut. Um var að ræða veika konu með fjölþætta kvilla. Hún dó vegna þess að tveimur næringardrykkjum var þröngvað ofan í hana af hjúkrunarfræðingi á deildinni án þess að annað starfsfólk brigðist við. Hún kafnaði í kjölfarið. Viðkomandi hjúkrunarfræðingur var nýverið sýknaður í héraðsdómi af ákæru um manndráp af ásetningi og virðist málinu þar með vera lokið án þess að nokkur beri ábyrgð á því að svona skelfilega hafi farið. Hvernig getur það gerst í nútímasamfélagi að bráðveikur einstaklingur sem er lagður inn á sjúkrahús til þess að fá lækningu meina sinna sé beittur slíku ofbeldi að hann hljóti bana af? Hvernig getur það gerst í nútímasamfélagi að enginn beri á því ábyrgð? Í allri umræðu um þetta mál er talað um sjúkling á geðdeild, í þeirri umræðu gleymist að þetta var manneskja. Við ættum að reyna að setja okkur í spor aðstandenda konunnar sem lést og hugsa út í það hver afstaða okkar væri ef þetta væri ástvinur okkar. Kannski mamma, systir eða frænka okkar. Hjúkrunarfræðingurinn sem var sýknaður er hins vegar aðeins lítið tannhjól í geðheilbrigðiskerfinu. Það skal ekki gera lítið úr ábyrgð hans en málið er miklu stærra en það. Við réttarhöldin komu veikleikar geðheilbrigðiskerfisins ítrekað í ljós. Undirmönnun, gríðarleg starfsmannavelta, skortur á fagfólki, skortur á skilningi, þvinganir, nauðung og hreint og klárt ofbeldi. Hver ber ábyrgð á því að svona sé málum háttað? Landssamtökin Geðhjálp hafa undanfarin misseri bent ítrekað á galla geðheilbrigðiskerfisins og brotalamir þess. Notendur kerfisins, aðstandendur og starfsfólk hafa komið fram og greint frá nauðung og þvingunum sem virðast í engu hafa með meðferð við geðrænum áskorunum að gera. Dæmi um þetta eru: heimsóknarbann, útivistarbann, innilokun á herbergi, tóbaksbann, símabann, kaffibann, lyfjaþvingun o.s.frv. Í rannsókn sem birtist í læknablaðinu fyrr á árinu kom fram að 10% allra þeirra sem leituðu á geðdeild á árunum 2014 til 2018 voru beitt þvingaðri lyfjagjöf. Ekki er ljóst hvort þar sé aðeins um lyfjagjöf í vöðva að ræða eða hvort öll þau tilfelli eru talin með þar sem einstaklingum eru boðnir tveir afarkostir, að taka lyfin sjálfviljugur eða verða sprautaður með valdi. Það er ljóst að þessu kerfi verður að breyta. Eftirlit með starfsemi geðdeilda og stofnana þar sem einstaklingar með geðrænar áskoranir dvelja til lengri eða skemmri tíma er í skötulíki. Geðhjálp fór fram á það ásamt landssamtökunum Þroskahjálp að rannsóknarnefnd yrði skipuð á vegum þingsins til þess að rannsaka aðbúnað og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda. Átti rannsóknin að vera tvískipt og ná til áranna frá 1960/1970 til 2011 annarsvegar og frá 2011 til dagsins í dag hins vegar. Velferðarnefnd þingsins var falið að koma málinu í farveg og hefur haft til þess rúmt ár en engu skilað enn. Þetta sýnir því miður að þetta er ekki í forgangi hjá stjórnvöldum. Það liggur fyrir að fólk er beitt ofbeldi á sjúkrahúsum og stofnunum þar sem fólk með geðrænar áskoranir dvelur. Það liggja fyrir ótal vitnisburðir þess efnis. Það dó sjúklingur fyrir tveimur árum af því að hann var beittur ofbeldi. Það liggur fyrir. Heilbrigðisráðherra sem ber ábyrgð á málaflokknum lagði nýlega fram aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum sem þingið samþykkti. Þessi áætlun er ekki pappírsins virði þar sem hún er ófjármögnuð. Það virðist engu skipta. Ráðherra málaflokksins hefur ekkert tjáð sig um þær alvarlegur ábendingar sem komu fram við réttarhöldin um stöðuna í geðheilbrigðiskerfinu. Þetta er að gerast á hans vakt og hann ætti að bera á því ábyrgð. Því miður virðist það vera þannig að enginn ber ábyrgð á því sem miður fer innan heilbrigðiskerfisins. Það er sorglegt. Sigríður Gísladóttir, formaður landssamtakanna GeðhjálparGrímur Atlason, framkvæmdastjóri landsamtakanna Geðhjálpar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Grímur Atlason Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Í ágúst 2021 dó sjúklingur á deild 33C við Hringbraut. Um var að ræða veika konu með fjölþætta kvilla. Hún dó vegna þess að tveimur næringardrykkjum var þröngvað ofan í hana af hjúkrunarfræðingi á deildinni án þess að annað starfsfólk brigðist við. Hún kafnaði í kjölfarið. Viðkomandi hjúkrunarfræðingur var nýverið sýknaður í héraðsdómi af ákæru um manndráp af ásetningi og virðist málinu þar með vera lokið án þess að nokkur beri ábyrgð á því að svona skelfilega hafi farið. Hvernig getur það gerst í nútímasamfélagi að bráðveikur einstaklingur sem er lagður inn á sjúkrahús til þess að fá lækningu meina sinna sé beittur slíku ofbeldi að hann hljóti bana af? Hvernig getur það gerst í nútímasamfélagi að enginn beri á því ábyrgð? Í allri umræðu um þetta mál er talað um sjúkling á geðdeild, í þeirri umræðu gleymist að þetta var manneskja. Við ættum að reyna að setja okkur í spor aðstandenda konunnar sem lést og hugsa út í það hver afstaða okkar væri ef þetta væri ástvinur okkar. Kannski mamma, systir eða frænka okkar. Hjúkrunarfræðingurinn sem var sýknaður er hins vegar aðeins lítið tannhjól í geðheilbrigðiskerfinu. Það skal ekki gera lítið úr ábyrgð hans en málið er miklu stærra en það. Við réttarhöldin komu veikleikar geðheilbrigðiskerfisins ítrekað í ljós. Undirmönnun, gríðarleg starfsmannavelta, skortur á fagfólki, skortur á skilningi, þvinganir, nauðung og hreint og klárt ofbeldi. Hver ber ábyrgð á því að svona sé málum háttað? Landssamtökin Geðhjálp hafa undanfarin misseri bent ítrekað á galla geðheilbrigðiskerfisins og brotalamir þess. Notendur kerfisins, aðstandendur og starfsfólk hafa komið fram og greint frá nauðung og þvingunum sem virðast í engu hafa með meðferð við geðrænum áskorunum að gera. Dæmi um þetta eru: heimsóknarbann, útivistarbann, innilokun á herbergi, tóbaksbann, símabann, kaffibann, lyfjaþvingun o.s.frv. Í rannsókn sem birtist í læknablaðinu fyrr á árinu kom fram að 10% allra þeirra sem leituðu á geðdeild á árunum 2014 til 2018 voru beitt þvingaðri lyfjagjöf. Ekki er ljóst hvort þar sé aðeins um lyfjagjöf í vöðva að ræða eða hvort öll þau tilfelli eru talin með þar sem einstaklingum eru boðnir tveir afarkostir, að taka lyfin sjálfviljugur eða verða sprautaður með valdi. Það er ljóst að þessu kerfi verður að breyta. Eftirlit með starfsemi geðdeilda og stofnana þar sem einstaklingar með geðrænar áskoranir dvelja til lengri eða skemmri tíma er í skötulíki. Geðhjálp fór fram á það ásamt landssamtökunum Þroskahjálp að rannsóknarnefnd yrði skipuð á vegum þingsins til þess að rannsaka aðbúnað og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda. Átti rannsóknin að vera tvískipt og ná til áranna frá 1960/1970 til 2011 annarsvegar og frá 2011 til dagsins í dag hins vegar. Velferðarnefnd þingsins var falið að koma málinu í farveg og hefur haft til þess rúmt ár en engu skilað enn. Þetta sýnir því miður að þetta er ekki í forgangi hjá stjórnvöldum. Það liggur fyrir að fólk er beitt ofbeldi á sjúkrahúsum og stofnunum þar sem fólk með geðrænar áskoranir dvelur. Það liggja fyrir ótal vitnisburðir þess efnis. Það dó sjúklingur fyrir tveimur árum af því að hann var beittur ofbeldi. Það liggur fyrir. Heilbrigðisráðherra sem ber ábyrgð á málaflokknum lagði nýlega fram aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum sem þingið samþykkti. Þessi áætlun er ekki pappírsins virði þar sem hún er ófjármögnuð. Það virðist engu skipta. Ráðherra málaflokksins hefur ekkert tjáð sig um þær alvarlegur ábendingar sem komu fram við réttarhöldin um stöðuna í geðheilbrigðiskerfinu. Þetta er að gerast á hans vakt og hann ætti að bera á því ábyrgð. Því miður virðist það vera þannig að enginn ber ábyrgð á því sem miður fer innan heilbrigðiskerfisins. Það er sorglegt. Sigríður Gísladóttir, formaður landssamtakanna GeðhjálparGrímur Atlason, framkvæmdastjóri landsamtakanna Geðhjálpar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun