„Fáum þá borgað eins og við eigum skilið“ Smári Jökull Jónsson skrifar 27. júní 2023 23:01 Vandræðagemsinn Nick Kyrgios er meira en til í að fá peninga frá Sádi Arabíu inn í tennisinn. Vísir/Getty Tennis gæti orðið næsta íþrótt sem þjóðarsjóður Sádi Arabíu tekur yfir. Nú standa yfir viðræður á milli stjórnenda sjóðsins og forráðamanna ATP-mótaraðarinnar um fjárfestingu. Golfheimurinn nötraði á dögunum eftir að fréttir bárust af sameiningu LIV- og PGA-mótaraðanna eftir að hafa eldað grátt silfur saman í hálft annað ár. Þjóðarsjóður Sádi Arabíu (PIF) mun dæla peningum inn á nýja mótaröð á næstu árum og er samstarfið nýjasta útspilið í viðleitni Sáda til þess að kaupa sér áhrif og fegra ímynd sína í gegnum íþróttir. Ekki nóg með að hafa tekið yfir golfið heldur hafa stærstu knattspyrnustjörnur heims flykkst til Sádi Arabíu á síðustu vikum og mánuðum. Cristiano Ronaldo, Karim Benzema og N´golo Kanté eru dæmi um leikmenn sem hafa fært sig yfir í olíulandið og spila þar fyrir himinhá laun. Sádar ætla þó ekkert að stíga af bensíngjöfinni. Nú beinast sjónir þeirra að tennisíþróttinni en viðræður standa yfir á milli stjórnenda PIF og forráðamanna ATP-mótaraðarinnar um fjárfestingu. Í Financial Times segir stjórnarformaður ATP-mótaraðarinnar, Andrea Gaudenzi að í gangi séu jákvæðar viðræður um fjárfestingu PIF. Líkt og þegar Sádar stofnuðu LIV-mótaröðina eru einhverjir ósáttir með gang mála. Nick Kyrgios, sem einhverjir myndu kalla hálfgerðan ólátabelg hinnar annars frekar formföstu tennisíþróttar, fagnar fréttunum hins vegar á Twittersíðu sinni í dag. FINALLY. THEY SEE THE VALUE. WE ARE GOING TO GET PAID WHAT WE DESERVE TO GET PAID. SIGN ME UP https://t.co/sJpj9lK6Vg— Nicholas Kyrgios (@NickKyrgios) June 26, 2023 „Loksins, þeir sjá virðið. Við fáum borgað eins og við eigum skilið. Ég skrái mig,“ skrifar Kyrgios sem oftar en ekki hefur komist í fréttirnar á tennismótum fyrir slæma hegðun og dónalega framkomu. Carlos Alcaraz, efsti maður heimslistans í tennis, segir að hann búist við að keppnir fari fram í Sádi Arabíu í framtíðinni. „Ég held að þeir séu með völdin til að halda margar keppnir. Ég hef aldrei spilað í opinberri keppni þar, við verðum að sjá hvernig þetta verður í framtíðinni. Ég efast ekki um að ég mun spila þar í framtíðinni.“ Tennis Sádi-Arabía Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira
Golfheimurinn nötraði á dögunum eftir að fréttir bárust af sameiningu LIV- og PGA-mótaraðanna eftir að hafa eldað grátt silfur saman í hálft annað ár. Þjóðarsjóður Sádi Arabíu (PIF) mun dæla peningum inn á nýja mótaröð á næstu árum og er samstarfið nýjasta útspilið í viðleitni Sáda til þess að kaupa sér áhrif og fegra ímynd sína í gegnum íþróttir. Ekki nóg með að hafa tekið yfir golfið heldur hafa stærstu knattspyrnustjörnur heims flykkst til Sádi Arabíu á síðustu vikum og mánuðum. Cristiano Ronaldo, Karim Benzema og N´golo Kanté eru dæmi um leikmenn sem hafa fært sig yfir í olíulandið og spila þar fyrir himinhá laun. Sádar ætla þó ekkert að stíga af bensíngjöfinni. Nú beinast sjónir þeirra að tennisíþróttinni en viðræður standa yfir á milli stjórnenda PIF og forráðamanna ATP-mótaraðarinnar um fjárfestingu. Í Financial Times segir stjórnarformaður ATP-mótaraðarinnar, Andrea Gaudenzi að í gangi séu jákvæðar viðræður um fjárfestingu PIF. Líkt og þegar Sádar stofnuðu LIV-mótaröðina eru einhverjir ósáttir með gang mála. Nick Kyrgios, sem einhverjir myndu kalla hálfgerðan ólátabelg hinnar annars frekar formföstu tennisíþróttar, fagnar fréttunum hins vegar á Twittersíðu sinni í dag. FINALLY. THEY SEE THE VALUE. WE ARE GOING TO GET PAID WHAT WE DESERVE TO GET PAID. SIGN ME UP https://t.co/sJpj9lK6Vg— Nicholas Kyrgios (@NickKyrgios) June 26, 2023 „Loksins, þeir sjá virðið. Við fáum borgað eins og við eigum skilið. Ég skrái mig,“ skrifar Kyrgios sem oftar en ekki hefur komist í fréttirnar á tennismótum fyrir slæma hegðun og dónalega framkomu. Carlos Alcaraz, efsti maður heimslistans í tennis, segir að hann búist við að keppnir fari fram í Sádi Arabíu í framtíðinni. „Ég held að þeir séu með völdin til að halda margar keppnir. Ég hef aldrei spilað í opinberri keppni þar, við verðum að sjá hvernig þetta verður í framtíðinni. Ég efast ekki um að ég mun spila þar í framtíðinni.“
Tennis Sádi-Arabía Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira