Pexar við Oreo-kex um ósexý Ædol frá Max Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júní 2023 09:20 Abel Tesfaye, betur þekktur sem „The Wekeknd“, finnst gaman að gera glens á samfélagsmiðlum. Nýjasta útspil hans er að pexa við kexframleiðanda. EPA/Guillaume Horcajuelo Tónlistarmaðurinn „The Weeknd“ lenti upp á kant við óvæntan aðila á Twitter í síðustu viku þegar fyrirtækið Oreo fagnaði því að sjónvarpsþættirnir The Idol yrðu ekki framlengdir. Eftir stutt pex við kexframleiðandann náðust sættir. The Idol er nýjasta serían frá HBO (sem heitir brátt Max) og fjallar um ungu poppstjörnuna Jocelyn, leikin af Lily Rose-Depp, sem kynnist sjálfshjálpargúrúnum Tedros, leikinn af Abel „The Weeknd“ Tesfaye. Abel Tesfaye, Lily Rose-Depp og Sam Levinson á Cannes-hátíðinni í maí 2023.EPA/Guillaume Horcajuelo Tesfaye er allt í öllu í þáttunum en auk þess að leika aðalhlutverkið þá samdi hann tónlistina fyrir þættina, skrifaði handritið (ásamt öðrum) og er framleiðandi þeirra ásamt menningarbarninu Sam Levinson, sem gerði garðinn frægan með þáttunum Euphoria. Serían sem fór í loftið í byrjun júní hefur hins vegar fengið ansi hreint slæmar móttökur hjá bæði áhorfendum og gagnrýnendum. Fólk virðist einna helst kvarta undan lélegum leiks hjá bæði Rose-Depp og Tesfaye, ósmekklegra og ónáttúrulegra kynlífssena og karlrembulegs og illa skrifaðs handrits. Oreo fór ófögrum orðum um Ædol Fyrir vikið hefur serían fengið slæma útreið á samfélagsmiðlum þar sem sniðugir netverjar keppast við að hæðast, gera grín og níða skóinn af þáttunum. Nýjasta viðbótin í hóp þeirra sem níðast á seríunni er stórfyrirtækið Oreo. finally some good news— OREO Cookie (@Oreo) June 15, 2023 Þegar dægurmiðlafréttasíðan Pop Crave greindi (ranglega) frá því á Twitter 15. Júní að The Idol fengi ekki fá aðra þáttaröð svaraði Twitter-aðgangur Oreo með orðunum „Loksins einhverjar góðar fréttir.“ Fjórum dögum síðar hafði einhver annað dissað seríunni á Twitter með því að lýsa henni sem ljótri systur þáttanna White Lotus, Succession og The Last of Us. Aftur brást Oreo við með því að skrifa „Hvar er lygin?“ hbo sundays will never recover from this pic.twitter.com/0O6wGhX7Rb— Saint Hoax (@SaintHoax) June 19, 2023 Þau ummæli hafa greinilega farið fyrir brjóstið á Tesfaye sem svaraði kex-framleiðandanum 21. júní með því að segja „Ekki láta mig dýfa þér í mjólk.“ Sama dag sá hann fyrri ummæli Oreo og tvítaði þá „Ó fokk, þau hafa verið að tala skít“. Don t make me dunk you in some milk https://t.co/Ur7ko1CGLx— Abel Tesfaye (@theweeknd) June 21, 2023 Netverjar voru snöggir að bregðast við og furðuðu sig á því að jafnvinsæll og vel metinn tónlistarmaður skyldi leggjast svona lágt að deila við súkkulaðikex. Hann svaraði því með því að segja að hann væri svo feitur að hann hefði tekið því persónulega Tesfaye var þó ekki lengi að jafna sig því ekki nema korteri síðan tvítaði hann „Neij, ég get ekki deilt við ykkur, Oreo. Of mikið af góðum minningum.... Ég ætla að dýfa ykkur í kampavín í kvöld.“ naw I can t beef with you @Oreo too many beautiful memories I m dunking you in some champagne tonight pic.twitter.com/5iHhfpkVzf— Abel Tesfaye (@theweeknd) June 21, 2023 Þá svaraði kexið „Abel, þú veist að við myndum deyja fyrir þig, ekki núa því okkur um nasir.“ og þar með lauk pexinu. Hvort um var að ræða dulbúna auglýsingaherferð til að ginna fólk til að kíkja á The Idol eða einfaldlega tvo aðila sítengda netinu sem fannst sniðugt að lífga upp á daginn með tilgangslausu rifrildi er alls óvíst. Hollywood Bandaríkin Matvælaframleiðsla Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir The Weeknd fleygir listamannsnafninu Kanadíska poppstjarnan The Weeknd hefur tekið upp sitt eigið nafn á samfélagsmiðlum, Abel Tesfaye, í stað síns heimsfræga nafns The Weeknd. Hann hefur áður rætt opinskátt um að vilja losna undan listamannsnafninu. 15. maí 2023 23:38 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Sjá meira
The Idol er nýjasta serían frá HBO (sem heitir brátt Max) og fjallar um ungu poppstjörnuna Jocelyn, leikin af Lily Rose-Depp, sem kynnist sjálfshjálpargúrúnum Tedros, leikinn af Abel „The Weeknd“ Tesfaye. Abel Tesfaye, Lily Rose-Depp og Sam Levinson á Cannes-hátíðinni í maí 2023.EPA/Guillaume Horcajuelo Tesfaye er allt í öllu í þáttunum en auk þess að leika aðalhlutverkið þá samdi hann tónlistina fyrir þættina, skrifaði handritið (ásamt öðrum) og er framleiðandi þeirra ásamt menningarbarninu Sam Levinson, sem gerði garðinn frægan með þáttunum Euphoria. Serían sem fór í loftið í byrjun júní hefur hins vegar fengið ansi hreint slæmar móttökur hjá bæði áhorfendum og gagnrýnendum. Fólk virðist einna helst kvarta undan lélegum leiks hjá bæði Rose-Depp og Tesfaye, ósmekklegra og ónáttúrulegra kynlífssena og karlrembulegs og illa skrifaðs handrits. Oreo fór ófögrum orðum um Ædol Fyrir vikið hefur serían fengið slæma útreið á samfélagsmiðlum þar sem sniðugir netverjar keppast við að hæðast, gera grín og níða skóinn af þáttunum. Nýjasta viðbótin í hóp þeirra sem níðast á seríunni er stórfyrirtækið Oreo. finally some good news— OREO Cookie (@Oreo) June 15, 2023 Þegar dægurmiðlafréttasíðan Pop Crave greindi (ranglega) frá því á Twitter 15. Júní að The Idol fengi ekki fá aðra þáttaröð svaraði Twitter-aðgangur Oreo með orðunum „Loksins einhverjar góðar fréttir.“ Fjórum dögum síðar hafði einhver annað dissað seríunni á Twitter með því að lýsa henni sem ljótri systur þáttanna White Lotus, Succession og The Last of Us. Aftur brást Oreo við með því að skrifa „Hvar er lygin?“ hbo sundays will never recover from this pic.twitter.com/0O6wGhX7Rb— Saint Hoax (@SaintHoax) June 19, 2023 Þau ummæli hafa greinilega farið fyrir brjóstið á Tesfaye sem svaraði kex-framleiðandanum 21. júní með því að segja „Ekki láta mig dýfa þér í mjólk.“ Sama dag sá hann fyrri ummæli Oreo og tvítaði þá „Ó fokk, þau hafa verið að tala skít“. Don t make me dunk you in some milk https://t.co/Ur7ko1CGLx— Abel Tesfaye (@theweeknd) June 21, 2023 Netverjar voru snöggir að bregðast við og furðuðu sig á því að jafnvinsæll og vel metinn tónlistarmaður skyldi leggjast svona lágt að deila við súkkulaðikex. Hann svaraði því með því að segja að hann væri svo feitur að hann hefði tekið því persónulega Tesfaye var þó ekki lengi að jafna sig því ekki nema korteri síðan tvítaði hann „Neij, ég get ekki deilt við ykkur, Oreo. Of mikið af góðum minningum.... Ég ætla að dýfa ykkur í kampavín í kvöld.“ naw I can t beef with you @Oreo too many beautiful memories I m dunking you in some champagne tonight pic.twitter.com/5iHhfpkVzf— Abel Tesfaye (@theweeknd) June 21, 2023 Þá svaraði kexið „Abel, þú veist að við myndum deyja fyrir þig, ekki núa því okkur um nasir.“ og þar með lauk pexinu. Hvort um var að ræða dulbúna auglýsingaherferð til að ginna fólk til að kíkja á The Idol eða einfaldlega tvo aðila sítengda netinu sem fannst sniðugt að lífga upp á daginn með tilgangslausu rifrildi er alls óvíst.
Hollywood Bandaríkin Matvælaframleiðsla Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir The Weeknd fleygir listamannsnafninu Kanadíska poppstjarnan The Weeknd hefur tekið upp sitt eigið nafn á samfélagsmiðlum, Abel Tesfaye, í stað síns heimsfræga nafns The Weeknd. Hann hefur áður rætt opinskátt um að vilja losna undan listamannsnafninu. 15. maí 2023 23:38 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Sjá meira
The Weeknd fleygir listamannsnafninu Kanadíska poppstjarnan The Weeknd hefur tekið upp sitt eigið nafn á samfélagsmiðlum, Abel Tesfaye, í stað síns heimsfræga nafns The Weeknd. Hann hefur áður rætt opinskátt um að vilja losna undan listamannsnafninu. 15. maí 2023 23:38