Kval(ið)kjöt Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 27. júní 2023 07:32 Eitt stærsta fréttamálið undanfarna daga hefur verið sú ákvörðun matvælaráðherra að fresta hvalveiðivertíð Hvals h/f fram í lok ágúst á þessu ári. Sú ákvörðun hefur verið bæði harðlega gagnrýnd en henni hefur einnig verið fagnað. Hvalveiðar hafa verið stundaðar í nokkur hundruð ár í kringum Ísland, af fjölmörgum Evrópuþjóðum og öðrum en okkur, t.d. Hollendingum, Spánverjum (Baskar) og Norðmönnum. Í hvölum var að finna lýsi og aðrar verðmætar afurðir. Lýsi var meðal annars notað í matvöru, sprengiefni, sápur og ilmefni. En svo kom rafmagn, jarðhiti og vatnsaflsvirkjanir, Ísland færðist inn í nútímann, sem og aðrar þjóðir, neysluvenjur breyttust, og hvalveiðar annarra þjóða hér við land hættu smám saman, eða um árið 1915 á síðustu öld. Nema hjá Hval h/f, en fyrirtækið var stofnað árið 1949 og hóf aftur hvalveiðar. Helsti eigandi þess nú er Kristján Loftsson, sem er sex árum eldri en fyrirtækið. Ýmislegt bendir til þess að hann hafi í gegnum tíðina haft sterk pólitísk ítök hér á landi, sérstaklega innan Sjálfstæðisflokksins. Áratugina eftir stofnun Hvals h/f voru miklar veiðar í gangi á sumrin (hvalveiðar eru ekki heilsársstarfsemi) og fleiri hundruð dýr voru veidd þegar mest lét. Miklir tekjumöguleikar fylgdu hvalveiðunum. Hvalveiðar voru bannaðar árið 1989, en ,,vísindaveiðar“ hófust árið 2003 og þremur árum síðar voru veiðar leyfðar aftur hér á landi í atvinnuskyni. En það var einmitt Einar K.Guðfinnson, þáverandi sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem skrifaði árið 2006 undir reglugerð sem leyfði hvalveiðar aftur í atvinnuskyni. Borða Íslendingar mikið af hvalkjöti? Samkvæmt könnun sem Gallup gerði árið 2016 sagðist aðeins 1,5% aðspurðra kaupa hvalkjöt sex sinnum eða oftar á ári. Ekki sést mikið af hvalkjöti í kjötborðum stórmarkaða á Íslandi. Neyslumynstur landans er allt annað nú en fyrir segjum, hálfri öld síðan. Neyslan í Japan hverfandi Okkur er sagt að það sé markaður fyrir hvalkjöt í Japan og af fréttum má skilja að Hvalur h/f sem Kristján Loftsson á, flytji allt sitt kjöt þangað. En hversu mikil er neyslan þar? Samkvæmt frétt á CNN, sem byggði á opinberum gögnum nam neysla á hvalkjöti í Japan árið 2021 alls 1000 tonnum. Á sama tíma var neysla á kjúklingi rúmlega tvær milljónir tonna og nautakjöti um 1.3 milljónir tonna. Neysla á hvalkjöti náði hámarki í Japan árið 1962, alls um 230.000 tonn, en neyslan á því tengdist á sínum tíma aukinni þörf fyrir prótein eftir seinni heimsstyrjöld, sem Japan fór mjög illa út úr. Það má því álykta að hvalkjötsneysla sé einungis brotabrot af fæðuinntöku Japana. En samkvæmt opinberum upplýsingum flutti Hvalur h/f út um 2500 tonn af hvalkjöti til Japan í fyrra, eða því næstum þrisvar sinnum ársneyslu ársins 2021, samkvæmt þessu. Í fréttum RÚV þann 24.júní síðastliðinn var rætt við japanskan háskólaprófessor á hvalaráðstefnu á Húsavík (Hvalasafninu), sem sagði vera skort á hvalkjöti til framleiðenda í Japan og að ,,vandamál“ myndu skapast á mörkuðum í Japan ef Ísland flytti ekki út hvalkjöt til landsins. Hverju á maður eiginlega að trúa? Er s.s. búið að borða allt hvalkjötið sem flutt var héðan í fyrra? Hefur hvalkjötsneysla Japana tekið skyndilegan kipp? Þetta er rannsóknarefni fyrir íslenska fjölmiðla. Umdeildar aðferðir helsta bitbein Mesti hitinn í kringum ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur er í raun vegna þeirra aðferða sem notaðar eru til þess að taka hvalina af lífi. Dæmi eru um margra klukkutíma dauðastríð og eltingaleik við risaskepnu með skutul í skrokknum. Þá eru einnig dæmi um dýr sem slapp með skutul í sér og hefur ekki sést síðan. Það dýr átti væntanlega ekki sjö dagana sæla eftir það og hefur sennilega dáið hægum og kvalafullum dauðdaga. Þessir hlutir komu í ljós við opinbert eftirlit með veiðunum. Er það þetta sem við viljum? Viljum við bera ,,kvalið kjöt“ kjöt á borð fyrir aðrar þjóðir og selja það fullu verði? Er hægt að vera stoltur af slíkum útflutningi? Maður spyr sig. Fyrr á þessu ári fékk íslenskt lambakjöt sérstaka upprunavottun Evrópusambandsins, en slíka viðurkenningu fær aðeins kjöt sem er hágæða, alið og upprunnið hér á landi. Eykur þetta virði kjötsins og er allsherjar gæðastimpill. Flott fyrir íslenska bændur. Gæti íslenskt hvalkjöt fengið slíka vottun? Nei, það verður að segjast eins og er að það er afar fjarlægur möguleiki, hann er eiginlega úti á hafsauga. Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Mest lesið Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónusta og orkuvinnsla fara vel saman Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Hvers vegna skortir hjúkrunarrými á Íslandi? Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar að nauðsynjar snúast um viðskipti Davíð Routley skrifar Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Sköpun er efnahagsmál: Tími fyrir öðruvísi nálgun Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Sjá meira
Eitt stærsta fréttamálið undanfarna daga hefur verið sú ákvörðun matvælaráðherra að fresta hvalveiðivertíð Hvals h/f fram í lok ágúst á þessu ári. Sú ákvörðun hefur verið bæði harðlega gagnrýnd en henni hefur einnig verið fagnað. Hvalveiðar hafa verið stundaðar í nokkur hundruð ár í kringum Ísland, af fjölmörgum Evrópuþjóðum og öðrum en okkur, t.d. Hollendingum, Spánverjum (Baskar) og Norðmönnum. Í hvölum var að finna lýsi og aðrar verðmætar afurðir. Lýsi var meðal annars notað í matvöru, sprengiefni, sápur og ilmefni. En svo kom rafmagn, jarðhiti og vatnsaflsvirkjanir, Ísland færðist inn í nútímann, sem og aðrar þjóðir, neysluvenjur breyttust, og hvalveiðar annarra þjóða hér við land hættu smám saman, eða um árið 1915 á síðustu öld. Nema hjá Hval h/f, en fyrirtækið var stofnað árið 1949 og hóf aftur hvalveiðar. Helsti eigandi þess nú er Kristján Loftsson, sem er sex árum eldri en fyrirtækið. Ýmislegt bendir til þess að hann hafi í gegnum tíðina haft sterk pólitísk ítök hér á landi, sérstaklega innan Sjálfstæðisflokksins. Áratugina eftir stofnun Hvals h/f voru miklar veiðar í gangi á sumrin (hvalveiðar eru ekki heilsársstarfsemi) og fleiri hundruð dýr voru veidd þegar mest lét. Miklir tekjumöguleikar fylgdu hvalveiðunum. Hvalveiðar voru bannaðar árið 1989, en ,,vísindaveiðar“ hófust árið 2003 og þremur árum síðar voru veiðar leyfðar aftur hér á landi í atvinnuskyni. En það var einmitt Einar K.Guðfinnson, þáverandi sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem skrifaði árið 2006 undir reglugerð sem leyfði hvalveiðar aftur í atvinnuskyni. Borða Íslendingar mikið af hvalkjöti? Samkvæmt könnun sem Gallup gerði árið 2016 sagðist aðeins 1,5% aðspurðra kaupa hvalkjöt sex sinnum eða oftar á ári. Ekki sést mikið af hvalkjöti í kjötborðum stórmarkaða á Íslandi. Neyslumynstur landans er allt annað nú en fyrir segjum, hálfri öld síðan. Neyslan í Japan hverfandi Okkur er sagt að það sé markaður fyrir hvalkjöt í Japan og af fréttum má skilja að Hvalur h/f sem Kristján Loftsson á, flytji allt sitt kjöt þangað. En hversu mikil er neyslan þar? Samkvæmt frétt á CNN, sem byggði á opinberum gögnum nam neysla á hvalkjöti í Japan árið 2021 alls 1000 tonnum. Á sama tíma var neysla á kjúklingi rúmlega tvær milljónir tonna og nautakjöti um 1.3 milljónir tonna. Neysla á hvalkjöti náði hámarki í Japan árið 1962, alls um 230.000 tonn, en neyslan á því tengdist á sínum tíma aukinni þörf fyrir prótein eftir seinni heimsstyrjöld, sem Japan fór mjög illa út úr. Það má því álykta að hvalkjötsneysla sé einungis brotabrot af fæðuinntöku Japana. En samkvæmt opinberum upplýsingum flutti Hvalur h/f út um 2500 tonn af hvalkjöti til Japan í fyrra, eða því næstum þrisvar sinnum ársneyslu ársins 2021, samkvæmt þessu. Í fréttum RÚV þann 24.júní síðastliðinn var rætt við japanskan háskólaprófessor á hvalaráðstefnu á Húsavík (Hvalasafninu), sem sagði vera skort á hvalkjöti til framleiðenda í Japan og að ,,vandamál“ myndu skapast á mörkuðum í Japan ef Ísland flytti ekki út hvalkjöt til landsins. Hverju á maður eiginlega að trúa? Er s.s. búið að borða allt hvalkjötið sem flutt var héðan í fyrra? Hefur hvalkjötsneysla Japana tekið skyndilegan kipp? Þetta er rannsóknarefni fyrir íslenska fjölmiðla. Umdeildar aðferðir helsta bitbein Mesti hitinn í kringum ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur er í raun vegna þeirra aðferða sem notaðar eru til þess að taka hvalina af lífi. Dæmi eru um margra klukkutíma dauðastríð og eltingaleik við risaskepnu með skutul í skrokknum. Þá eru einnig dæmi um dýr sem slapp með skutul í sér og hefur ekki sést síðan. Það dýr átti væntanlega ekki sjö dagana sæla eftir það og hefur sennilega dáið hægum og kvalafullum dauðdaga. Þessir hlutir komu í ljós við opinbert eftirlit með veiðunum. Er það þetta sem við viljum? Viljum við bera ,,kvalið kjöt“ kjöt á borð fyrir aðrar þjóðir og selja það fullu verði? Er hægt að vera stoltur af slíkum útflutningi? Maður spyr sig. Fyrr á þessu ári fékk íslenskt lambakjöt sérstaka upprunavottun Evrópusambandsins, en slíka viðurkenningu fær aðeins kjöt sem er hágæða, alið og upprunnið hér á landi. Eykur þetta virði kjötsins og er allsherjar gæðastimpill. Flott fyrir íslenska bændur. Gæti íslenskt hvalkjöt fengið slíka vottun? Nei, það verður að segjast eins og er að það er afar fjarlægur möguleiki, hann er eiginlega úti á hafsauga. Höfundur er framhaldsskólakennari.
Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar
Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun