Viðskipti innlent

Gerla nýr for­maður Mynd­stefs

Bjarki Sigurðsson skrifar
Guðrún Erla Geirsdóttir er nýr formaður Myndstefs.
Guðrún Erla Geirsdóttir er nýr formaður Myndstefs.

Myndhöfundurinn Guðrún Erla Geirsdóttir, betur þekkt sem Gerla, er nýr formaður höfundarréttarsamtakanna Myndstefs. Tekur hún við af Ragnari Th. Sigurðssyni ljósmyndara. 

Gerla hefur gegnt félagsstörfum og fjölda trúnaðarstarfa. Hún var ein af stofnendum Sambands Íslenskra Myndlistarmanna og árið 1982 var hún ein þeirra sem stóð að stofnun Kvennaframboðsins, tók þátt í borgarmálapólítíkinni í um aldfjórðung og sat meðal annars í stjórn Kjarvalsstaða, Ásmundarsafns og í Menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar.

Gerla hefur víðtæka menntun á sviði myndlistar en meðal annars hefur hún hefur próf í listrænum textíl og leikmynda og búningahönnun frá Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam. Hún er menntuð myndlistarkennari, með masterspróf í menningarmiðlun og listfræði frá Háskóla Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×