„Stundum vildi ég að ég gæti komið með betri fréttir“ Eiður Þór Árnason skrifar 25. júní 2023 23:51 Rigning í Skerjafirði. Vísir/vilhelm Útlit er fyrir áframhaldandi blautt veður næstu daga og líkur á því að fersk lægð verði komin yfir landið næstu helgi. „Það er lægð sem kom upp að landinu sunnanverðu landinu í dag og miðjan er beint yfir okkur núna. Hún fer svo aðeins vestur af í landinu í nótt og ætlar svo að hringsóla svolítið í kringum okkur,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Úrkomuminna verði á morgun en svo komi aftur úrkomusvæði á þriðjudaginn með nokkuð hvössum vindi líkt og gular viðvaranir Suðurlandi og Suðausturlandi eru til vitnis um. Það úrkomusvæði verði áfram viðloðandi á miðvikudaginn og mögulegt að það róist seint undir næstu helgi á sunnanverðu landinu. Áfram verði þó úrkoma viðloðandi norðantil. „Þannig að það er svolítið blaut vika fram undan á öllu landinu eins og það lítur út núna og það verður enginn landshluti sem sleppur endilega mikið meira en aðrir.“ Ekki mikið að fá fyrir sólþyrstan landann Eiríkur Örn segist gera sér grein fyrir því að þessar fregnir fari ekki endilega vel í sólþyrsta landsmenn nú undir lok júnímánaðar. „Stundum vildi ég að ég gæti komið með betri fréttir en það er víst ekki þannig hjá mér núna.“ Hann bætir við að líkur séu á því að næsta lægð komi svo að landinu undir næstu helgi sem gæti því einnig verið nokkuð grá. „Seinni hluti fimmtudags og svo föstudagurinn gæti verið kannski ekki mjög sólríkur en að mestu leyti þurr eins og það lítur út núna. Svo er næsta lægð á laugardaginn.“ Hitastig verði svipað næstu daga og hefur verið þessa helgi, það er um 8 til 13 gráður á höfuðborgarsvæðinu en um 15 til 18 hér og þar á landinu eftir því hvernig vindurinn blæs. „Það verða enginn sérstök hlýindi nema hér og þar í smá tíma.“ Veður Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Fer að rigna og bætir í vind Smávægileg útköll vegna óveðursins Urðu fyrir sjóskvettu í beinni Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Sjór geti gengið á land í Faxaflóa á morgun Gular viðvaranir vegna vestanstorms Dregur úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn Hægur vindur og skúrir eða slydduél Lægð á Grænlandshafi stjórni veðrinu þennan daginn Sleppum ekki alveg við leiðindi Gular viðvaranir og allt að 45 metrar á sekúndu í hviðum Hægviðri og víða bjart Skúrir og áfram milt í veðri Suðlægar áttir og úrkoma í flestum landshlutum Sunnan strekkingur og vætusamt Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Sjá meira
„Það er lægð sem kom upp að landinu sunnanverðu landinu í dag og miðjan er beint yfir okkur núna. Hún fer svo aðeins vestur af í landinu í nótt og ætlar svo að hringsóla svolítið í kringum okkur,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Úrkomuminna verði á morgun en svo komi aftur úrkomusvæði á þriðjudaginn með nokkuð hvössum vindi líkt og gular viðvaranir Suðurlandi og Suðausturlandi eru til vitnis um. Það úrkomusvæði verði áfram viðloðandi á miðvikudaginn og mögulegt að það róist seint undir næstu helgi á sunnanverðu landinu. Áfram verði þó úrkoma viðloðandi norðantil. „Þannig að það er svolítið blaut vika fram undan á öllu landinu eins og það lítur út núna og það verður enginn landshluti sem sleppur endilega mikið meira en aðrir.“ Ekki mikið að fá fyrir sólþyrstan landann Eiríkur Örn segist gera sér grein fyrir því að þessar fregnir fari ekki endilega vel í sólþyrsta landsmenn nú undir lok júnímánaðar. „Stundum vildi ég að ég gæti komið með betri fréttir en það er víst ekki þannig hjá mér núna.“ Hann bætir við að líkur séu á því að næsta lægð komi svo að landinu undir næstu helgi sem gæti því einnig verið nokkuð grá. „Seinni hluti fimmtudags og svo föstudagurinn gæti verið kannski ekki mjög sólríkur en að mestu leyti þurr eins og það lítur út núna. Svo er næsta lægð á laugardaginn.“ Hitastig verði svipað næstu daga og hefur verið þessa helgi, það er um 8 til 13 gráður á höfuðborgarsvæðinu en um 15 til 18 hér og þar á landinu eftir því hvernig vindurinn blæs. „Það verða enginn sérstök hlýindi nema hér og þar í smá tíma.“
Veður Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Fer að rigna og bætir í vind Smávægileg útköll vegna óveðursins Urðu fyrir sjóskvettu í beinni Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Sjór geti gengið á land í Faxaflóa á morgun Gular viðvaranir vegna vestanstorms Dregur úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn Hægur vindur og skúrir eða slydduél Lægð á Grænlandshafi stjórni veðrinu þennan daginn Sleppum ekki alveg við leiðindi Gular viðvaranir og allt að 45 metrar á sekúndu í hviðum Hægviðri og víða bjart Skúrir og áfram milt í veðri Suðlægar áttir og úrkoma í flestum landshlutum Sunnan strekkingur og vætusamt Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Sjá meira