„Stundum vildi ég að ég gæti komið með betri fréttir“ Eiður Þór Árnason skrifar 25. júní 2023 23:51 Rigning í Skerjafirði. Vísir/vilhelm Útlit er fyrir áframhaldandi blautt veður næstu daga og líkur á því að fersk lægð verði komin yfir landið næstu helgi. „Það er lægð sem kom upp að landinu sunnanverðu landinu í dag og miðjan er beint yfir okkur núna. Hún fer svo aðeins vestur af í landinu í nótt og ætlar svo að hringsóla svolítið í kringum okkur,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Úrkomuminna verði á morgun en svo komi aftur úrkomusvæði á þriðjudaginn með nokkuð hvössum vindi líkt og gular viðvaranir Suðurlandi og Suðausturlandi eru til vitnis um. Það úrkomusvæði verði áfram viðloðandi á miðvikudaginn og mögulegt að það róist seint undir næstu helgi á sunnanverðu landinu. Áfram verði þó úrkoma viðloðandi norðantil. „Þannig að það er svolítið blaut vika fram undan á öllu landinu eins og það lítur út núna og það verður enginn landshluti sem sleppur endilega mikið meira en aðrir.“ Ekki mikið að fá fyrir sólþyrstan landann Eiríkur Örn segist gera sér grein fyrir því að þessar fregnir fari ekki endilega vel í sólþyrsta landsmenn nú undir lok júnímánaðar. „Stundum vildi ég að ég gæti komið með betri fréttir en það er víst ekki þannig hjá mér núna.“ Hann bætir við að líkur séu á því að næsta lægð komi svo að landinu undir næstu helgi sem gæti því einnig verið nokkuð grá. „Seinni hluti fimmtudags og svo föstudagurinn gæti verið kannski ekki mjög sólríkur en að mestu leyti þurr eins og það lítur út núna. Svo er næsta lægð á laugardaginn.“ Hitastig verði svipað næstu daga og hefur verið þessa helgi, það er um 8 til 13 gráður á höfuðborgarsvæðinu en um 15 til 18 hér og þar á landinu eftir því hvernig vindurinn blæs. „Það verða enginn sérstök hlýindi nema hér og þar í smá tíma.“ Veður Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Fleiri fréttir Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Gul viðvörun vegna snjókomu Snjókoma í kortunum Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Vara við flughálku í fyrramálið Skúrir á víð og dreif og hiti að sex stigum Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Frost og víða fallegt vetrarveður Víða vindasamt á landinu Sjá meira
„Það er lægð sem kom upp að landinu sunnanverðu landinu í dag og miðjan er beint yfir okkur núna. Hún fer svo aðeins vestur af í landinu í nótt og ætlar svo að hringsóla svolítið í kringum okkur,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Úrkomuminna verði á morgun en svo komi aftur úrkomusvæði á þriðjudaginn með nokkuð hvössum vindi líkt og gular viðvaranir Suðurlandi og Suðausturlandi eru til vitnis um. Það úrkomusvæði verði áfram viðloðandi á miðvikudaginn og mögulegt að það róist seint undir næstu helgi á sunnanverðu landinu. Áfram verði þó úrkoma viðloðandi norðantil. „Þannig að það er svolítið blaut vika fram undan á öllu landinu eins og það lítur út núna og það verður enginn landshluti sem sleppur endilega mikið meira en aðrir.“ Ekki mikið að fá fyrir sólþyrstan landann Eiríkur Örn segist gera sér grein fyrir því að þessar fregnir fari ekki endilega vel í sólþyrsta landsmenn nú undir lok júnímánaðar. „Stundum vildi ég að ég gæti komið með betri fréttir en það er víst ekki þannig hjá mér núna.“ Hann bætir við að líkur séu á því að næsta lægð komi svo að landinu undir næstu helgi sem gæti því einnig verið nokkuð grá. „Seinni hluti fimmtudags og svo föstudagurinn gæti verið kannski ekki mjög sólríkur en að mestu leyti þurr eins og það lítur út núna. Svo er næsta lægð á laugardaginn.“ Hitastig verði svipað næstu daga og hefur verið þessa helgi, það er um 8 til 13 gráður á höfuðborgarsvæðinu en um 15 til 18 hér og þar á landinu eftir því hvernig vindurinn blæs. „Það verða enginn sérstök hlýindi nema hér og þar í smá tíma.“
Veður Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Fleiri fréttir Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Gul viðvörun vegna snjókomu Snjókoma í kortunum Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Vara við flughálku í fyrramálið Skúrir á víð og dreif og hiti að sex stigum Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Frost og víða fallegt vetrarveður Víða vindasamt á landinu Sjá meira