Besti veitingastaður heims er í Perú Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 25. júní 2023 14:30 Eldhúsið á Central veitingastaðnum í Perú, sem í vikunni var valinn besti matsölustaður í heimi. Wikimedia Commons Besti veitingastaður í heimi er í Perú. Þetta var tilkynnt við hátíðlega athöfn í Valencia á Spáni í vikunni. Þetta er í 21. sinn sem besti veitingastaður heims er tilnefndur og í fyrsta sinn sem veitingastaður í Suður-Ameríku hlýtur nafnbótina. Veitingastaðurinn sem nú státar af því að vera sá besti í heimi heitir Central og er í höfuðborginni Lima. Central opnaði fyrir 14 árum, árið 2009. Stofnandi staðarins, Virgilio Martínez, hafði um langt árabil starfað á veitingastöðum í Englandi, Singapúr, Tælandi, á Italíu og Spáni, áður en hann sneri heim árið 2009. Sá besti en alls ekki sá dýrasti Það verður að segjast eins og er að máltíð á Central myndi seint teljast rándýr. Þar er hægt að velja um fjóra mismunandi matseðla sem allir byggja á perúanskri matargerð. Málsverðirnir eru samsettir úr 12 til 14 réttum og kostar sá dýrasti þeirra andvirði um 45.000 íslenskra króna, með víni. Það má segja að nafnbótin sé verðskulduð, en eins og innvígðir og innmúraðir matgæðingar vita, þá hefur Central verið á topp 10 listanum nánast undantekningalaust síðasta áratuginn og í fyrra var hann talinn sá næstbesti á eftir Geranium í Kaupmannahöfn. Spænskir staðir raða sér á toppinn Á topp tíu listanum eru þrír spænskir veitingastaðir í 2., 3. og 4. sæti, þeir eru í Barcelona, Madrid og Axpe, sem er lítið 200 manna þorp í Baskalandi. Þá kemur danskur staður, Alchemist, í Kaupmannahöfn og svo er þarna annar staður í Lima, einn ítalskur, bandarískur, mexíkóskur og franskur. Og á þessum stöðum er hægt að fá sér máltíð fyrir andvirði allt að 300.000 íslenskra króna. Veitingastaðurinn El Bulli í Katalóníu hefur fimm sinnum verið valinn besti veitingastaður í heimi. Honum var lokað árið 2011, en opnaði sem safn í þessum mánuði. Þar er hægt að skoða sögu staðarins og allar þær nýjungar sem Ferran Adria, eigandi staðarins, bryddaði upp á í gegnum árin.Gloria Sanchez/Getty Images El Bulli ber höfuð og herðar yfir aðra staði Einn staður hefur státað af því að vera kosinn besti veitingastaður heims fimm sinnum, það var á fyrsta áratug þessarar aldar. Það var El Bulli í Katalóníu. Honum var lokað fyrir 12 árum, en opnaði aftur í síðustu viku, núna sem safn þar sem hægt er að skoða sögu staðarins og þau áhrif sem hann hafði í heimi sælkera og matgæðinga. Hér er hægt að skoða listann yfir 50 bestu veitingastaði heims. Matur Perú Veitingastaðir Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Veitingastaðurinn sem nú státar af því að vera sá besti í heimi heitir Central og er í höfuðborginni Lima. Central opnaði fyrir 14 árum, árið 2009. Stofnandi staðarins, Virgilio Martínez, hafði um langt árabil starfað á veitingastöðum í Englandi, Singapúr, Tælandi, á Italíu og Spáni, áður en hann sneri heim árið 2009. Sá besti en alls ekki sá dýrasti Það verður að segjast eins og er að máltíð á Central myndi seint teljast rándýr. Þar er hægt að velja um fjóra mismunandi matseðla sem allir byggja á perúanskri matargerð. Málsverðirnir eru samsettir úr 12 til 14 réttum og kostar sá dýrasti þeirra andvirði um 45.000 íslenskra króna, með víni. Það má segja að nafnbótin sé verðskulduð, en eins og innvígðir og innmúraðir matgæðingar vita, þá hefur Central verið á topp 10 listanum nánast undantekningalaust síðasta áratuginn og í fyrra var hann talinn sá næstbesti á eftir Geranium í Kaupmannahöfn. Spænskir staðir raða sér á toppinn Á topp tíu listanum eru þrír spænskir veitingastaðir í 2., 3. og 4. sæti, þeir eru í Barcelona, Madrid og Axpe, sem er lítið 200 manna þorp í Baskalandi. Þá kemur danskur staður, Alchemist, í Kaupmannahöfn og svo er þarna annar staður í Lima, einn ítalskur, bandarískur, mexíkóskur og franskur. Og á þessum stöðum er hægt að fá sér máltíð fyrir andvirði allt að 300.000 íslenskra króna. Veitingastaðurinn El Bulli í Katalóníu hefur fimm sinnum verið valinn besti veitingastaður í heimi. Honum var lokað árið 2011, en opnaði sem safn í þessum mánuði. Þar er hægt að skoða sögu staðarins og allar þær nýjungar sem Ferran Adria, eigandi staðarins, bryddaði upp á í gegnum árin.Gloria Sanchez/Getty Images El Bulli ber höfuð og herðar yfir aðra staði Einn staður hefur státað af því að vera kosinn besti veitingastaður heims fimm sinnum, það var á fyrsta áratug þessarar aldar. Það var El Bulli í Katalóníu. Honum var lokað fyrir 12 árum, en opnaði aftur í síðustu viku, núna sem safn þar sem hægt er að skoða sögu staðarins og þau áhrif sem hann hafði í heimi sælkera og matgæðinga. Hér er hægt að skoða listann yfir 50 bestu veitingastaði heims.
Matur Perú Veitingastaðir Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira