Besti veitingastaður heims er í Perú Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 25. júní 2023 14:30 Eldhúsið á Central veitingastaðnum í Perú, sem í vikunni var valinn besti matsölustaður í heimi. Wikimedia Commons Besti veitingastaður í heimi er í Perú. Þetta var tilkynnt við hátíðlega athöfn í Valencia á Spáni í vikunni. Þetta er í 21. sinn sem besti veitingastaður heims er tilnefndur og í fyrsta sinn sem veitingastaður í Suður-Ameríku hlýtur nafnbótina. Veitingastaðurinn sem nú státar af því að vera sá besti í heimi heitir Central og er í höfuðborginni Lima. Central opnaði fyrir 14 árum, árið 2009. Stofnandi staðarins, Virgilio Martínez, hafði um langt árabil starfað á veitingastöðum í Englandi, Singapúr, Tælandi, á Italíu og Spáni, áður en hann sneri heim árið 2009. Sá besti en alls ekki sá dýrasti Það verður að segjast eins og er að máltíð á Central myndi seint teljast rándýr. Þar er hægt að velja um fjóra mismunandi matseðla sem allir byggja á perúanskri matargerð. Málsverðirnir eru samsettir úr 12 til 14 réttum og kostar sá dýrasti þeirra andvirði um 45.000 íslenskra króna, með víni. Það má segja að nafnbótin sé verðskulduð, en eins og innvígðir og innmúraðir matgæðingar vita, þá hefur Central verið á topp 10 listanum nánast undantekningalaust síðasta áratuginn og í fyrra var hann talinn sá næstbesti á eftir Geranium í Kaupmannahöfn. Spænskir staðir raða sér á toppinn Á topp tíu listanum eru þrír spænskir veitingastaðir í 2., 3. og 4. sæti, þeir eru í Barcelona, Madrid og Axpe, sem er lítið 200 manna þorp í Baskalandi. Þá kemur danskur staður, Alchemist, í Kaupmannahöfn og svo er þarna annar staður í Lima, einn ítalskur, bandarískur, mexíkóskur og franskur. Og á þessum stöðum er hægt að fá sér máltíð fyrir andvirði allt að 300.000 íslenskra króna. Veitingastaðurinn El Bulli í Katalóníu hefur fimm sinnum verið valinn besti veitingastaður í heimi. Honum var lokað árið 2011, en opnaði sem safn í þessum mánuði. Þar er hægt að skoða sögu staðarins og allar þær nýjungar sem Ferran Adria, eigandi staðarins, bryddaði upp á í gegnum árin.Gloria Sanchez/Getty Images El Bulli ber höfuð og herðar yfir aðra staði Einn staður hefur státað af því að vera kosinn besti veitingastaður heims fimm sinnum, það var á fyrsta áratug þessarar aldar. Það var El Bulli í Katalóníu. Honum var lokað fyrir 12 árum, en opnaði aftur í síðustu viku, núna sem safn þar sem hægt er að skoða sögu staðarins og þau áhrif sem hann hafði í heimi sælkera og matgæðinga. Hér er hægt að skoða listann yfir 50 bestu veitingastaði heims. Matur Perú Veitingastaðir Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Veitingastaðurinn sem nú státar af því að vera sá besti í heimi heitir Central og er í höfuðborginni Lima. Central opnaði fyrir 14 árum, árið 2009. Stofnandi staðarins, Virgilio Martínez, hafði um langt árabil starfað á veitingastöðum í Englandi, Singapúr, Tælandi, á Italíu og Spáni, áður en hann sneri heim árið 2009. Sá besti en alls ekki sá dýrasti Það verður að segjast eins og er að máltíð á Central myndi seint teljast rándýr. Þar er hægt að velja um fjóra mismunandi matseðla sem allir byggja á perúanskri matargerð. Málsverðirnir eru samsettir úr 12 til 14 réttum og kostar sá dýrasti þeirra andvirði um 45.000 íslenskra króna, með víni. Það má segja að nafnbótin sé verðskulduð, en eins og innvígðir og innmúraðir matgæðingar vita, þá hefur Central verið á topp 10 listanum nánast undantekningalaust síðasta áratuginn og í fyrra var hann talinn sá næstbesti á eftir Geranium í Kaupmannahöfn. Spænskir staðir raða sér á toppinn Á topp tíu listanum eru þrír spænskir veitingastaðir í 2., 3. og 4. sæti, þeir eru í Barcelona, Madrid og Axpe, sem er lítið 200 manna þorp í Baskalandi. Þá kemur danskur staður, Alchemist, í Kaupmannahöfn og svo er þarna annar staður í Lima, einn ítalskur, bandarískur, mexíkóskur og franskur. Og á þessum stöðum er hægt að fá sér máltíð fyrir andvirði allt að 300.000 íslenskra króna. Veitingastaðurinn El Bulli í Katalóníu hefur fimm sinnum verið valinn besti veitingastaður í heimi. Honum var lokað árið 2011, en opnaði sem safn í þessum mánuði. Þar er hægt að skoða sögu staðarins og allar þær nýjungar sem Ferran Adria, eigandi staðarins, bryddaði upp á í gegnum árin.Gloria Sanchez/Getty Images El Bulli ber höfuð og herðar yfir aðra staði Einn staður hefur státað af því að vera kosinn besti veitingastaður heims fimm sinnum, það var á fyrsta áratug þessarar aldar. Það var El Bulli í Katalóníu. Honum var lokað fyrir 12 árum, en opnaði aftur í síðustu viku, núna sem safn þar sem hægt er að skoða sögu staðarins og þau áhrif sem hann hafði í heimi sælkera og matgæðinga. Hér er hægt að skoða listann yfir 50 bestu veitingastaði heims.
Matur Perú Veitingastaðir Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira