Erfitt að ná völdum meðan enginn snýst gegn Pútín Vésteinn Örn Pétursson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 24. júní 2023 15:21 Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor, segir á brattann að sækja fyrir málaliða Wagner. Vísir/Vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði segir ekki hægt að líta öðruvísi svo á en að um valdaránstilraun sé að ræða af hálfu Wagner liða í Rússlandi. Hafa verði í huga að enginn hátt settur samstarfsmaður Pútín hafi enn sem komið er snúist gegn honum og því verði erfitt fyrir Wagner liða að koma á valdaskiptum. „Hvort þetta mun leiða til borgarastyrjaldar og valdaskipta eða hvort að sókn málaliðanna einfaldlega fjari út á næstu klukkustundum eða dögum, er mjög erfitt að segja til um,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. Eins og fram hefur komið greindi Yevgeny Prigozhin, leiðtogi hópsins, frá því í gær að Rússar hefðu gert árás á herstöð hópsins í suðurhluta Rússlands, þar sem fjöldi málaliða hafi týnt lífi. Prigozhin hét því að gera út af við yfirmenn hersins og aðra sem stæðu í vegi fyrir honum. Eftir ávarp Prigozhin héldu málaliðar Wagner til Rostov borgar í suðurhluta Rússlands, og tóku yfir stjórn borgarinnar. Vladimír Pútin, forseti Rússlands hefur sagt málaliðunum að leggja niður vopn. Þá hét hann því að draga þá sem að henni kæmu til ábyrgðar. Eftir ávarp Pútíns sögðu forsvarsmenn Wagner að forsetinn hefði tekið ranga ákvörðun og að brátt myndu Rússar eignast nýjan forseta. Enginn hátt settur samstarfsmaður Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta, hefur enn sem komið er snúist gegn forsetanum. „Á meðan svo er þá verður mjög erfitt fyrir Wagner liða að koma á valdaskiptum í Rússlandi,“ segir Baldur. Farið að valda verulegum óróleika í nágrannaríkjunum „En ef þeir ná að sækja áfram fram og taka yfir fleiri herstöðvar og borgir, þá náttúrulega horfir einfaldlega fram á borgarastyrjöld í Rússlandi og hvert hún mun leiða er náttúrulega ómögulegt að segja til um. Það er líka athyglisvert að þetta er farið að valda verulegum óróleika í nágrannaríkjum Rússlands, sérstaklega Hvíta-Rússlandi en einnig öðrum ríkjum, þannig það er mikill titringur á öllu svæðinu.“ Hann segir nokkuð ljóst að staða innrásar Rússa í Úkraínu sé umtalsvert breytt. Uppreisn Wagner hópsins hafi veikt stöðu Pútíns verulega heima fyrir. „Hvernig sem þetta endar er staða Rússlands og Pútín veikari og staða Úkraínu sterkari. Ég myndi jafnvel gera ráð fyrir því, en það fer eftir því hvernig þróunin verður á næstu klukkutímum og dögum, að þetta muni auðvelda framsókn úkraínska hersins í landinu.“ Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
„Hvort þetta mun leiða til borgarastyrjaldar og valdaskipta eða hvort að sókn málaliðanna einfaldlega fjari út á næstu klukkustundum eða dögum, er mjög erfitt að segja til um,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. Eins og fram hefur komið greindi Yevgeny Prigozhin, leiðtogi hópsins, frá því í gær að Rússar hefðu gert árás á herstöð hópsins í suðurhluta Rússlands, þar sem fjöldi málaliða hafi týnt lífi. Prigozhin hét því að gera út af við yfirmenn hersins og aðra sem stæðu í vegi fyrir honum. Eftir ávarp Prigozhin héldu málaliðar Wagner til Rostov borgar í suðurhluta Rússlands, og tóku yfir stjórn borgarinnar. Vladimír Pútin, forseti Rússlands hefur sagt málaliðunum að leggja niður vopn. Þá hét hann því að draga þá sem að henni kæmu til ábyrgðar. Eftir ávarp Pútíns sögðu forsvarsmenn Wagner að forsetinn hefði tekið ranga ákvörðun og að brátt myndu Rússar eignast nýjan forseta. Enginn hátt settur samstarfsmaður Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta, hefur enn sem komið er snúist gegn forsetanum. „Á meðan svo er þá verður mjög erfitt fyrir Wagner liða að koma á valdaskiptum í Rússlandi,“ segir Baldur. Farið að valda verulegum óróleika í nágrannaríkjunum „En ef þeir ná að sækja áfram fram og taka yfir fleiri herstöðvar og borgir, þá náttúrulega horfir einfaldlega fram á borgarastyrjöld í Rússlandi og hvert hún mun leiða er náttúrulega ómögulegt að segja til um. Það er líka athyglisvert að þetta er farið að valda verulegum óróleika í nágrannaríkjum Rússlands, sérstaklega Hvíta-Rússlandi en einnig öðrum ríkjum, þannig það er mikill titringur á öllu svæðinu.“ Hann segir nokkuð ljóst að staða innrásar Rússa í Úkraínu sé umtalsvert breytt. Uppreisn Wagner hópsins hafi veikt stöðu Pútíns verulega heima fyrir. „Hvernig sem þetta endar er staða Rússlands og Pútín veikari og staða Úkraínu sterkari. Ég myndi jafnvel gera ráð fyrir því, en það fer eftir því hvernig þróunin verður á næstu klukkutímum og dögum, að þetta muni auðvelda framsókn úkraínska hersins í landinu.“
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira