Tveir knapar reknir úr landsliðshópnum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. júní 2023 13:38 Konráð Valur og Jóhann Rúnar verða ekki með landsliðinu eftir nýlegar ákvarðanir landsliðsnefndar. Tveir knapar, Jóhann Rúnar Skúlason og Konráð Valur Sveinsson, hafa verið reknir úr íslenska landsliðshópnum í hestaíþróttum. Að sögn formanns Landssambands hestamanna gæti Konráð, sem er ríkjandi heimsmeistari, átt afturkvæmt bæti hann hegðun sína. Landssamband hestamannafélaga greindi frá því í stuttri yfirlýsingu í gær að Konráð Valur hefði verið rekinn úr landsliðshópnum. Guðni Halldórsson, formaður sambandsins, staðfestir að Jóhann Rúnar hafi einnig verið rekinn úr hópnum en nýjar upplýsingar hafa komið fram um brot hans. Jóhanni Rúnari var fyrst vikið úr landsliðinu árið 2021 vegna fjögurra mánaða kynferðisbrotadóms frá árinu 1994. Hann var þá dæmdur fyrir önnur kynferðisbrot gegn þrettán ára stúlku í bíl í ágústmánuði árið 1993. Mannlíf sagði frá því, í október árið 2021, að Jóhann Rúnar hafi einnig verið kærður og sakfelldur fyrir heimilisofbeldi í Danmörku árið 2016, þar sem hann býr í dag, gegn þáverandi eiginkonu sinni. Hafi hann til að mynda verið með ökklaband í þó nokkurn tíma. Guðni Halldórsson segir að Konráð Valur geti átt afturkvæmt sýni hann bætta hegðun. Í samtali við Vísi í nóvember árið 2021 sagðist Jóhann Rúnar ósáttur við brottvikninguna. Hann hafi gert mistök og tekið út sinn dóm. Málefni Jóhanns Rúnars hafa nýlega aftur komið inn á borð landsliðsnefndar. Guðni segir að þau málefni sem komu til umfjöllunar árið 2021 hafi spilað inn í þá ákvörðun landsliðsnefndar að banna hann áfram frá þátttöku í landsliðinu „ásamt öðrum og nýlegri málum sem snúa að agamálum landsliðsins,“ segir Guðni. Brot Konráðs af öðrum toga Ákvörðun um Konráð Val var hins vegar tekin í gær og eru af öðrum toga. „Brotin lutu að hegðunar og siðareglum landsliðsins sem geta verið fjölþætt. Það hefur verið ákveðið að tíunda ekki einstök mál gegn honum,“ segir Guðni. Að sögn Guðna veit sambandið ekki til þess að Konráð hafi fallið á lyfjaprófi. Ólíkt banni Jóhanns Rúnars geti bannið gegn Konráði komið til endurskoðunar seinna. „Eins og í öðrum landsliðum er þetta er alltaf opið til skoðunar ef menn sýna bætta hegðun,“ segir Guðni. „Grundvöllur íþróttalaga er sá að menn með kynferðisbrotadóma á bakinu starfa ekki innan hreyfingarinnar. Þessu er allt öðruvísi farið með Konráð Val. Þar er ekki neinu slíku til að dreifa.“ Meðal þeirra bestu Báðir hafa Jóhann Rúnar og Konráð Valur verið meðal fremstu knapa landsins á undanförnum árum. Jóhann Rúnar varð heimsmeistari í tölti árið 2019 og hreppti þrjá af níu mögulegum titlum á heimsmeistaramóti íslenska hestsins. Konráð er ríkjandi heimsmeistari í hundrað metra flugskeiði auk þess að vera margfaldur Íslandsmeistari í skeiðgreinum og heimsmethafi í 250 metra skeiði. Hestaíþróttir Hestar Tengdar fréttir Ríkjandi heimsmeistara vikið úr landsliðshópi Landsliðsnefnd og landsliðsþjálfari Landssambanda hestamannafélaga hafa vikið Konráði Val Sveinssyni, ríkjandi heimsmeistara, úr landsliðshópi vegna brota á aga- og siðareglum landsliðsnefndar. 23. júní 2023 21:29 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Landssamband hestamannafélaga greindi frá því í stuttri yfirlýsingu í gær að Konráð Valur hefði verið rekinn úr landsliðshópnum. Guðni Halldórsson, formaður sambandsins, staðfestir að Jóhann Rúnar hafi einnig verið rekinn úr hópnum en nýjar upplýsingar hafa komið fram um brot hans. Jóhanni Rúnari var fyrst vikið úr landsliðinu árið 2021 vegna fjögurra mánaða kynferðisbrotadóms frá árinu 1994. Hann var þá dæmdur fyrir önnur kynferðisbrot gegn þrettán ára stúlku í bíl í ágústmánuði árið 1993. Mannlíf sagði frá því, í október árið 2021, að Jóhann Rúnar hafi einnig verið kærður og sakfelldur fyrir heimilisofbeldi í Danmörku árið 2016, þar sem hann býr í dag, gegn þáverandi eiginkonu sinni. Hafi hann til að mynda verið með ökklaband í þó nokkurn tíma. Guðni Halldórsson segir að Konráð Valur geti átt afturkvæmt sýni hann bætta hegðun. Í samtali við Vísi í nóvember árið 2021 sagðist Jóhann Rúnar ósáttur við brottvikninguna. Hann hafi gert mistök og tekið út sinn dóm. Málefni Jóhanns Rúnars hafa nýlega aftur komið inn á borð landsliðsnefndar. Guðni segir að þau málefni sem komu til umfjöllunar árið 2021 hafi spilað inn í þá ákvörðun landsliðsnefndar að banna hann áfram frá þátttöku í landsliðinu „ásamt öðrum og nýlegri málum sem snúa að agamálum landsliðsins,“ segir Guðni. Brot Konráðs af öðrum toga Ákvörðun um Konráð Val var hins vegar tekin í gær og eru af öðrum toga. „Brotin lutu að hegðunar og siðareglum landsliðsins sem geta verið fjölþætt. Það hefur verið ákveðið að tíunda ekki einstök mál gegn honum,“ segir Guðni. Að sögn Guðna veit sambandið ekki til þess að Konráð hafi fallið á lyfjaprófi. Ólíkt banni Jóhanns Rúnars geti bannið gegn Konráði komið til endurskoðunar seinna. „Eins og í öðrum landsliðum er þetta er alltaf opið til skoðunar ef menn sýna bætta hegðun,“ segir Guðni. „Grundvöllur íþróttalaga er sá að menn með kynferðisbrotadóma á bakinu starfa ekki innan hreyfingarinnar. Þessu er allt öðruvísi farið með Konráð Val. Þar er ekki neinu slíku til að dreifa.“ Meðal þeirra bestu Báðir hafa Jóhann Rúnar og Konráð Valur verið meðal fremstu knapa landsins á undanförnum árum. Jóhann Rúnar varð heimsmeistari í tölti árið 2019 og hreppti þrjá af níu mögulegum titlum á heimsmeistaramóti íslenska hestsins. Konráð er ríkjandi heimsmeistari í hundrað metra flugskeiði auk þess að vera margfaldur Íslandsmeistari í skeiðgreinum og heimsmethafi í 250 metra skeiði.
Hestaíþróttir Hestar Tengdar fréttir Ríkjandi heimsmeistara vikið úr landsliðshópi Landsliðsnefnd og landsliðsþjálfari Landssambanda hestamannafélaga hafa vikið Konráði Val Sveinssyni, ríkjandi heimsmeistara, úr landsliðshópi vegna brota á aga- og siðareglum landsliðsnefndar. 23. júní 2023 21:29 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Ríkjandi heimsmeistara vikið úr landsliðshópi Landsliðsnefnd og landsliðsþjálfari Landssambanda hestamannafélaga hafa vikið Konráði Val Sveinssyni, ríkjandi heimsmeistara, úr landsliðshópi vegna brota á aga- og siðareglum landsliðsnefndar. 23. júní 2023 21:29