Gerir sér vonir um að einn morguninn snúsi hún ekki Rakel Sveinsdóttir skrifar 24. júní 2023 10:00 Vilborg Ásta Árnadóttir, markaðsstjóri Póstsins og einn eigandi visteyri.is, segist allan daginn vera meira til í að spila Matador en Scabble, smá hasar eigi betur við hana. Vilborg er ein þeirra sem snúsar á morgnana en er bjartsýn á að einn morguninn geri hún það ekki, heldur vakni í rólegheitunum, skelli sér í sloppinn og fari að hugleiða. Vilborg Ásta Árnadóttir, markaðsstjóri Póstsins og einn eigenda visteyri.is, er ein þeirra sem heldur í vonina um að einn morguninn fari hún fram úr um leið og klukkan hringi. Og að í framhaldinu eigi hún jafnvel rólegan morgunn þar sem hún jafnvel næði að hugleiða áður en hún hendir sér í ræktina. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég stilli alltaf vekjaraklukkuna á sama tíma, hálf sjö, alltaf jafn bjartsýn að nú sé sá dagur runninn upp sem ég mun ekki nýta mér snooze takkann. Sá dagur hefur ekki enn komið en ég er yfirleitt staðin upp í kringum sjö. Það má segja að ég sé ágætlega mikil morgunmanneskja og alltaf spennt að hendast af stað í daginn.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég vildi að ég gæti sagt að ég vakni alla morgna í rólegheitum, hendi mér í sloppinn, búi til kaffi og fari að hugleiða. En svo er ekki og ég er yfirleitt að þjóta af stað! Það sem ég geri flesta morgna er að grípa mér ískaldan Collab, skella mér í ræktarfötin, og hendast í ræktina. Hreyfing á morgnana gefur svo mikla og góða orku fyrir daginn. Hver veit nema að maður nái að bæta hugleiðslu við morgunrútínuna einn daginn.“ Hvort myndir þú velja: Scrabble eða Matador? Ég er allan daginn meiri Matador spilari en Scrabble. Ég elska að spila og þá sérstaklega í góðra vina hópi. Mér finnst samt lang skemmtilegast að spila spil sem er smá spenna og action í og þess vegna á Matador betur við mig en Scrabble.“ Samhliða markaðsstjórastarfinu hjá Póstinum, sem Vilborg segir afar skemmtilegt, stofnaði Vilborg fyrirtækið Visteyri með nokkrum öðrum konum á dögunum. Visteyri.is stuðlar að hringrásarhagkerfi þar sem fólk getur selt og keypt notuð föt og fengið sent um land allt. Vilborg segir viðtökurnar hafa verið framar öllum vonum. Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Það er nóg að gera þessa dagana! Nýverið tók ég við sem markaðsstjóri hjá Póstinum sem hefur verið bæði skemmtilegt og lærdómsríkt. Pósturinn er rótgróið fyrirtæki í miklum breytingarfasa og það eru margir spennandi hlutir að gerast þar. Samhliða því var ég að stofna fyrirtæki með nokkrum frábærum konum sem heitir Visteyri og opnaði í vikunni. Visteyri.is stuðlar að hringrásarhagkerfi en þar getur þú keypt og selt notuð föt og fengið sent um allt land. Viðtökurnar hafa verið virkilega góðar og langt fram úr okkar væntingum.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég er frekar skipulögð að eðlisfari. Mér finnst ekkert skemmtilegra en að setja upp gott plan. Ég eyði miklum tíma í að gera allskonar to do lista sem eiga það stundum til að verða aðeins of ítarlegir. Það er kannski óþarfi að hafa „vakna“ á to do listanum. Það er algjört lykilatriði fyrir mig að hafa frekar færri hluti á listanum því þá næ ég yfirleitt að klára og gera umfram það sem ég ætlaði mér í upphafi. Annars elska ég Asana og það er uppáhalds skipulags tólið mitt.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? Alltof seint! En það er aðallega sökum þess að ég vinn mikið fram eftir. Ég reyni að setja mér markmið að fara að sofa fyrir miðnætti en það tekst ekki alltaf. Ég er hins vegar mikill talsmaður þess að reyna alltaf að ná átta tíma svefn þó ég standi sjaldnast við það sjálf. Ég ætti kannski að fara að taka mínum eigin ráðleggingum til tilbreytingar, en það bíður betri tíma.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir „Mætti halda að ég væri að fara til útlanda á hverjum morgni“ Sigþrúður Ármann, Culture & Communication Manager hjá Controlant, stjórnarformaður Exedra og stjórnarformaður Von harðfiskverkunar, segist vakna svo snemma að það mætti halda að hún væri að fara til útlanda á hverjum morgni. 17. júní 2023 10:01 „Hann gerir allt…. nema það sem honum finnst leiðinlegt“ Heima hjá Sigurði Pálssyni forstjóra BYKO er ófrávíkjanleg regla að allir borða saman og þá er oftar en ekki spurt „Hvað var það skemmtilegasta sem gerðist hjá þér í dag?“ Sigurður segist telja að hann fái 9 í einkunn þegar kemur að ýmsu heima fyrir, en viðurkennir að eflaust myndi eiginkonan svara spurningunni aðeins öðruvísi en hann. 10. júní 2023 10:00 Vaknar með Heimi og Gulla en dreymir um að fara í ræktina Daníel Jakobsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Arctic Fish segist vakna með Heimi og Gulla á morgnana klukkan sjö, liggur þá og dormar um stund en dreymir um að vera týpan sem drífur sig fram úr og í ræktina. 3. júní 2023 10:01 Stórfiskaleikur, fallin spýta, skotbolti og „yfir“ öll kvöld í Breiðholtinu Jarþrúður Ásmundsdóttir, fagstjóri hugvits, nýsköpunar og tækni hjá Íslandsstofu heldur mest upp á þann tíma dagsins þegar eiginmaðurinn færir henni kaffi í rúmið og þau taka spjallið saman fyrir daginn. Í æsku var það kröftugur hópur krakka í Breiðholtinu sem hittist öll kvöld til að fara í útleiki eins og þeir gerðust bestir. 27. maí 2023 10:01 Alltaf kaffi í rúmið og auðvitað í dúndurstuð með S.H.Draumi Það er í nægu að snúast alla daga hjá Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR, sem er í hljómsveitinni Fjöll og að undirbúa endurkomu hljómsveitarinnar Los, að æfa sig undir átta daga hjólaferð til styrktar Umhyggju, að undirbúa frekari mótmæli við Austurvöll og almennt að finna eitthvað nýtt til að röfla yfir. Ragnar og eiginkonan byrja alltaf daginn með kaffi í rúmið. 20. maí 2023 10:01 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég stilli alltaf vekjaraklukkuna á sama tíma, hálf sjö, alltaf jafn bjartsýn að nú sé sá dagur runninn upp sem ég mun ekki nýta mér snooze takkann. Sá dagur hefur ekki enn komið en ég er yfirleitt staðin upp í kringum sjö. Það má segja að ég sé ágætlega mikil morgunmanneskja og alltaf spennt að hendast af stað í daginn.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég vildi að ég gæti sagt að ég vakni alla morgna í rólegheitum, hendi mér í sloppinn, búi til kaffi og fari að hugleiða. En svo er ekki og ég er yfirleitt að þjóta af stað! Það sem ég geri flesta morgna er að grípa mér ískaldan Collab, skella mér í ræktarfötin, og hendast í ræktina. Hreyfing á morgnana gefur svo mikla og góða orku fyrir daginn. Hver veit nema að maður nái að bæta hugleiðslu við morgunrútínuna einn daginn.“ Hvort myndir þú velja: Scrabble eða Matador? Ég er allan daginn meiri Matador spilari en Scrabble. Ég elska að spila og þá sérstaklega í góðra vina hópi. Mér finnst samt lang skemmtilegast að spila spil sem er smá spenna og action í og þess vegna á Matador betur við mig en Scrabble.“ Samhliða markaðsstjórastarfinu hjá Póstinum, sem Vilborg segir afar skemmtilegt, stofnaði Vilborg fyrirtækið Visteyri með nokkrum öðrum konum á dögunum. Visteyri.is stuðlar að hringrásarhagkerfi þar sem fólk getur selt og keypt notuð föt og fengið sent um land allt. Vilborg segir viðtökurnar hafa verið framar öllum vonum. Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Það er nóg að gera þessa dagana! Nýverið tók ég við sem markaðsstjóri hjá Póstinum sem hefur verið bæði skemmtilegt og lærdómsríkt. Pósturinn er rótgróið fyrirtæki í miklum breytingarfasa og það eru margir spennandi hlutir að gerast þar. Samhliða því var ég að stofna fyrirtæki með nokkrum frábærum konum sem heitir Visteyri og opnaði í vikunni. Visteyri.is stuðlar að hringrásarhagkerfi en þar getur þú keypt og selt notuð föt og fengið sent um allt land. Viðtökurnar hafa verið virkilega góðar og langt fram úr okkar væntingum.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég er frekar skipulögð að eðlisfari. Mér finnst ekkert skemmtilegra en að setja upp gott plan. Ég eyði miklum tíma í að gera allskonar to do lista sem eiga það stundum til að verða aðeins of ítarlegir. Það er kannski óþarfi að hafa „vakna“ á to do listanum. Það er algjört lykilatriði fyrir mig að hafa frekar færri hluti á listanum því þá næ ég yfirleitt að klára og gera umfram það sem ég ætlaði mér í upphafi. Annars elska ég Asana og það er uppáhalds skipulags tólið mitt.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? Alltof seint! En það er aðallega sökum þess að ég vinn mikið fram eftir. Ég reyni að setja mér markmið að fara að sofa fyrir miðnætti en það tekst ekki alltaf. Ég er hins vegar mikill talsmaður þess að reyna alltaf að ná átta tíma svefn þó ég standi sjaldnast við það sjálf. Ég ætti kannski að fara að taka mínum eigin ráðleggingum til tilbreytingar, en það bíður betri tíma.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir „Mætti halda að ég væri að fara til útlanda á hverjum morgni“ Sigþrúður Ármann, Culture & Communication Manager hjá Controlant, stjórnarformaður Exedra og stjórnarformaður Von harðfiskverkunar, segist vakna svo snemma að það mætti halda að hún væri að fara til útlanda á hverjum morgni. 17. júní 2023 10:01 „Hann gerir allt…. nema það sem honum finnst leiðinlegt“ Heima hjá Sigurði Pálssyni forstjóra BYKO er ófrávíkjanleg regla að allir borða saman og þá er oftar en ekki spurt „Hvað var það skemmtilegasta sem gerðist hjá þér í dag?“ Sigurður segist telja að hann fái 9 í einkunn þegar kemur að ýmsu heima fyrir, en viðurkennir að eflaust myndi eiginkonan svara spurningunni aðeins öðruvísi en hann. 10. júní 2023 10:00 Vaknar með Heimi og Gulla en dreymir um að fara í ræktina Daníel Jakobsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Arctic Fish segist vakna með Heimi og Gulla á morgnana klukkan sjö, liggur þá og dormar um stund en dreymir um að vera týpan sem drífur sig fram úr og í ræktina. 3. júní 2023 10:01 Stórfiskaleikur, fallin spýta, skotbolti og „yfir“ öll kvöld í Breiðholtinu Jarþrúður Ásmundsdóttir, fagstjóri hugvits, nýsköpunar og tækni hjá Íslandsstofu heldur mest upp á þann tíma dagsins þegar eiginmaðurinn færir henni kaffi í rúmið og þau taka spjallið saman fyrir daginn. Í æsku var það kröftugur hópur krakka í Breiðholtinu sem hittist öll kvöld til að fara í útleiki eins og þeir gerðust bestir. 27. maí 2023 10:01 Alltaf kaffi í rúmið og auðvitað í dúndurstuð með S.H.Draumi Það er í nægu að snúast alla daga hjá Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR, sem er í hljómsveitinni Fjöll og að undirbúa endurkomu hljómsveitarinnar Los, að æfa sig undir átta daga hjólaferð til styrktar Umhyggju, að undirbúa frekari mótmæli við Austurvöll og almennt að finna eitthvað nýtt til að röfla yfir. Ragnar og eiginkonan byrja alltaf daginn með kaffi í rúmið. 20. maí 2023 10:01 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
„Mætti halda að ég væri að fara til útlanda á hverjum morgni“ Sigþrúður Ármann, Culture & Communication Manager hjá Controlant, stjórnarformaður Exedra og stjórnarformaður Von harðfiskverkunar, segist vakna svo snemma að það mætti halda að hún væri að fara til útlanda á hverjum morgni. 17. júní 2023 10:01
„Hann gerir allt…. nema það sem honum finnst leiðinlegt“ Heima hjá Sigurði Pálssyni forstjóra BYKO er ófrávíkjanleg regla að allir borða saman og þá er oftar en ekki spurt „Hvað var það skemmtilegasta sem gerðist hjá þér í dag?“ Sigurður segist telja að hann fái 9 í einkunn þegar kemur að ýmsu heima fyrir, en viðurkennir að eflaust myndi eiginkonan svara spurningunni aðeins öðruvísi en hann. 10. júní 2023 10:00
Vaknar með Heimi og Gulla en dreymir um að fara í ræktina Daníel Jakobsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Arctic Fish segist vakna með Heimi og Gulla á morgnana klukkan sjö, liggur þá og dormar um stund en dreymir um að vera týpan sem drífur sig fram úr og í ræktina. 3. júní 2023 10:01
Stórfiskaleikur, fallin spýta, skotbolti og „yfir“ öll kvöld í Breiðholtinu Jarþrúður Ásmundsdóttir, fagstjóri hugvits, nýsköpunar og tækni hjá Íslandsstofu heldur mest upp á þann tíma dagsins þegar eiginmaðurinn færir henni kaffi í rúmið og þau taka spjallið saman fyrir daginn. Í æsku var það kröftugur hópur krakka í Breiðholtinu sem hittist öll kvöld til að fara í útleiki eins og þeir gerðust bestir. 27. maí 2023 10:01
Alltaf kaffi í rúmið og auðvitað í dúndurstuð með S.H.Draumi Það er í nægu að snúast alla daga hjá Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR, sem er í hljómsveitinni Fjöll og að undirbúa endurkomu hljómsveitarinnar Los, að æfa sig undir átta daga hjólaferð til styrktar Umhyggju, að undirbúa frekari mótmæli við Austurvöll og almennt að finna eitthvað nýtt til að röfla yfir. Ragnar og eiginkonan byrja alltaf daginn með kaffi í rúmið. 20. maí 2023 10:01