„Ummæli mín sverta ekki íslenska knattspyrnu, svona dómgæsla gerir það“ Aron Guðmundsson skrifar 23. júní 2023 15:39 Bríet Bragadóttir dæmdi leik Vals og ÍBV í síðasta mánuði og gagnrýndi Daníel Geir Moritz, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, frammistöðu hennar. Vísir/Samsett mynd Knattspyrnudeild ÍBV hefur verið látið sæta sekt að upphæð 100 þúsund krónum vegna opinberra ummæla formanns knattspyrnudeildar félagsins, Daníels Geirs Moritz, sem eru talin vega að heiðarleika og heilindum dómarans í leik Vals og ÍBV í Bestu deild kvenna í síðasta mánuði. Umrædd ummæli lét Daníel Geir falla í færslu á samfélagsmiðlinum Twitter og birti hann í þeirri færslu texta sem og myndband af atviki í leik Vals og ÍBV. „Olga Sevcoca er leikmaður ÍBV. Hún er frá Lettlandi. Allar götur síðan hún kom til Íslands hefur mátt sparka í hana af meiri krafti en aðra leikmenn. Í gær sleppir dómari af ásetningi vítaspyrnu þar sem Olga er spörkuð niður. Þetta er ekki tilviljun en algjörlega óþolandi," skrifaði Daníel Geir í umræddi færslu. Ummælin voru tekin fyrir á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ þann 13. júní síðastliðinn og er það mat nefndarinnar að Daníel hafi með færslu sinni vegið að heiðarleika og heillindum dómara leiksins, Bríeti Bragadóttur, og séu til þess fallin að skaða ímynd íslenskrar knattspyrnu. Stendur við orð sín Í tengslum við ákvörðun sína tekur aga- og úrskurðarnefnd KSÍ meðal annars til greina bréf Daníels Geirs til nefndarinnar, bréf sem nefndarmenn segja ekki bera merki iðrunar vegna hinnar kærðu „ósæmilegu framkomu.“ Í bréfinu, sem birt er með úrskurði nefndarinnar, segist Daníel standa við orð sín þess efnis að dómari leiksins hafi af ásetningi sleppt því að dæma víti í umræddum leik. „Í dómari leiksins sér atvikið mjög vel en ákveður að dæma vitlaust gegn betri vitund. Þarna er ekki hægt að skýla sér á bakvið mistök, rétt eins og urðu í leik Stjörnunnar og ÍBV á dögunum þar sem dómari sá ekki atvik. Dómarinn sér þetta mjög vel en dæmir ekki víti.“ Daníel segir ummæli sín ekki sverta íslenska knattspyrnu. „En svona dómgæsla gerir það og hafði þetta neikvæð áhrif á það lið sem ég er í forsvari fyrir. Ég hlýt að mega benda á það.“ Úrskurð aga- og úrskurðarnefndar KSÍ má lesa í heild sinni hér. Besta deild kvenna ÍBV Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Umrædd ummæli lét Daníel Geir falla í færslu á samfélagsmiðlinum Twitter og birti hann í þeirri færslu texta sem og myndband af atviki í leik Vals og ÍBV. „Olga Sevcoca er leikmaður ÍBV. Hún er frá Lettlandi. Allar götur síðan hún kom til Íslands hefur mátt sparka í hana af meiri krafti en aðra leikmenn. Í gær sleppir dómari af ásetningi vítaspyrnu þar sem Olga er spörkuð niður. Þetta er ekki tilviljun en algjörlega óþolandi," skrifaði Daníel Geir í umræddi færslu. Ummælin voru tekin fyrir á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ þann 13. júní síðastliðinn og er það mat nefndarinnar að Daníel hafi með færslu sinni vegið að heiðarleika og heillindum dómara leiksins, Bríeti Bragadóttur, og séu til þess fallin að skaða ímynd íslenskrar knattspyrnu. Stendur við orð sín Í tengslum við ákvörðun sína tekur aga- og úrskurðarnefnd KSÍ meðal annars til greina bréf Daníels Geirs til nefndarinnar, bréf sem nefndarmenn segja ekki bera merki iðrunar vegna hinnar kærðu „ósæmilegu framkomu.“ Í bréfinu, sem birt er með úrskurði nefndarinnar, segist Daníel standa við orð sín þess efnis að dómari leiksins hafi af ásetningi sleppt því að dæma víti í umræddum leik. „Í dómari leiksins sér atvikið mjög vel en ákveður að dæma vitlaust gegn betri vitund. Þarna er ekki hægt að skýla sér á bakvið mistök, rétt eins og urðu í leik Stjörnunnar og ÍBV á dögunum þar sem dómari sá ekki atvik. Dómarinn sér þetta mjög vel en dæmir ekki víti.“ Daníel segir ummæli sín ekki sverta íslenska knattspyrnu. „En svona dómgæsla gerir það og hafði þetta neikvæð áhrif á það lið sem ég er í forsvari fyrir. Ég hlýt að mega benda á það.“ Úrskurð aga- og úrskurðarnefndar KSÍ má lesa í heild sinni hér.
Besta deild kvenna ÍBV Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti