Segir umhverfisráðherra draga rangar ályktanir af uppgjörinu Helena Rós Sturludóttir skrifar 23. júní 2023 12:19 Árni Finnson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir að stjórnvöld skorta vilja í loftslagsmálum. vísir/sigurjón Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir stjórnvöld hafa brugðist í loftslagsmálum. Þá dragi umhverfisráðherra rangar ályktanir af uppgjöri Loftslagsráðs. Ekki sé þörf á fleiri virkjunum í bili heldur þurfi að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Greint var frá uppgjöri Loftslagsráðs sem senn lýkur fjögurra ára skipunartíma sínum í gær. Þar lagði ráðið mat á þann árangur sem hefur og hefur ekki náðst í loftslagsmálum síðustu fjögur ár. Í uppgjörinu kemur meðal annars fram að verði ekki gripið í taumana strax muni Ísland ekki ná að uppfylla þær skuldbindingar um samdrátt fyrir 2030 sem það hefur undirgengist sameiginlega með bandalagsríkjum. Auk þess að færast enn fjær markmiðinu um kolefnishlutleysi 2040. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra sagði í hádegisfréttum okkar í gær það vera útilokað að Ísland nái markmiðum á tilsettum tíma án grænnar orku. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands sem situr í Loftslagsráði, segir ráðherra ekki draga réttar ályktanir. „Loftslagsráð bendir á það að aukning í losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi einkum frá samgöngum er alltof, alltof mikil og við því þarf að bregðast. Eins og sakir standa þá þarf ekki að byggja virkjanir til þess arna það er miklu skynsamara að fækka bílum sem brenna bensíni og olíu,“ segir Árni. Stjórnvöld hafi ekki gert nærri nógu mikið til að minnka umferð bíla sem losi gróðurhúsalofttegundir, bensín og dísel, og þar liggi vandamálið.„Vandinn sem umhverfisráðherra þarf að glíma við er að losun minnki umtalsvert. Hún er að aukast, ég held að þetta sé þriðja árið í röð sem losun mun aukast vegna þess að við sjáum það að innflutningur á olíu og bensíni eykst,“ segir Árni jafnframt. Aðspurður hvort stjórnvöld hafi brugðist í málaflokknum svarar Árni játandi. „Já það verður að segjast. Ég er ekki að tala um Guðlaug Þór eingöngu. Ég er að tala um loftslagsstefnu Íslands frá aldamótum, hún hefur verið í molum alla tíð.“ Miðað við þróunina segist Árni ekki bjartsýnn á að Ísland nái markmiðum sínum á tilsettum tíma. Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20 Undirbúningur framkvæmda í uppnám Forstjóri Landsvirkjunar segir ljóst að undirbúningur framkvæmda við Hvammsvirkjun fari í uppnám eftir að virkjunarleyfi var fellt úr gildi. Til stóð að bjóða út fyrstu undirbúningsáfanga strax í næstu viku. 15. júní 2023 22:55 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Sjá meira
Greint var frá uppgjöri Loftslagsráðs sem senn lýkur fjögurra ára skipunartíma sínum í gær. Þar lagði ráðið mat á þann árangur sem hefur og hefur ekki náðst í loftslagsmálum síðustu fjögur ár. Í uppgjörinu kemur meðal annars fram að verði ekki gripið í taumana strax muni Ísland ekki ná að uppfylla þær skuldbindingar um samdrátt fyrir 2030 sem það hefur undirgengist sameiginlega með bandalagsríkjum. Auk þess að færast enn fjær markmiðinu um kolefnishlutleysi 2040. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra sagði í hádegisfréttum okkar í gær það vera útilokað að Ísland nái markmiðum á tilsettum tíma án grænnar orku. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands sem situr í Loftslagsráði, segir ráðherra ekki draga réttar ályktanir. „Loftslagsráð bendir á það að aukning í losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi einkum frá samgöngum er alltof, alltof mikil og við því þarf að bregðast. Eins og sakir standa þá þarf ekki að byggja virkjanir til þess arna það er miklu skynsamara að fækka bílum sem brenna bensíni og olíu,“ segir Árni. Stjórnvöld hafi ekki gert nærri nógu mikið til að minnka umferð bíla sem losi gróðurhúsalofttegundir, bensín og dísel, og þar liggi vandamálið.„Vandinn sem umhverfisráðherra þarf að glíma við er að losun minnki umtalsvert. Hún er að aukast, ég held að þetta sé þriðja árið í röð sem losun mun aukast vegna þess að við sjáum það að innflutningur á olíu og bensíni eykst,“ segir Árni jafnframt. Aðspurður hvort stjórnvöld hafi brugðist í málaflokknum svarar Árni játandi. „Já það verður að segjast. Ég er ekki að tala um Guðlaug Þór eingöngu. Ég er að tala um loftslagsstefnu Íslands frá aldamótum, hún hefur verið í molum alla tíð.“ Miðað við þróunina segist Árni ekki bjartsýnn á að Ísland nái markmiðum sínum á tilsettum tíma.
Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20 Undirbúningur framkvæmda í uppnám Forstjóri Landsvirkjunar segir ljóst að undirbúningur framkvæmda við Hvammsvirkjun fari í uppnám eftir að virkjunarleyfi var fellt úr gildi. Til stóð að bjóða út fyrstu undirbúningsáfanga strax í næstu viku. 15. júní 2023 22:55 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Sjá meira
Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20
Undirbúningur framkvæmda í uppnám Forstjóri Landsvirkjunar segir ljóst að undirbúningur framkvæmda við Hvammsvirkjun fari í uppnám eftir að virkjunarleyfi var fellt úr gildi. Til stóð að bjóða út fyrstu undirbúningsáfanga strax í næstu viku. 15. júní 2023 22:55