Raforkuþurrð eða léleg forgangsröðun? Þorgerður María Þorbjarnardóttir og Finnur Ricart Andrason skrifa 21. júní 2023 13:00 „Ísland getur orðið fyrsta landið í heiminum til að nota eingöngu græna, endurnýjanlega orku. Við notum um milljón tonn af olíu á ári og borgum 100 milljarða króna fyrir. Gætum við hætt því, fengið hreinna loft og bætt lífskjör á Íslandi í leiðinni?“ Þetta er það fyrsta sem kemur upp á vefnum orkuskipti.is. Við sem höfum kallað eftir aðgerðum í þágu loftslagsmála tökum heilshugar undir að stefna eigi að því að hætta alfarið notkun á olíu. Orðræða Samtaka Iðnaðarins og Samorku hafa verið á þann veginn að flöskuhálsinn sé raforkuþurrð og mikið er kallað eftir aukinni raforkuframleiðslu í þágu loftslagsmála. Þetta er hins vegar ekki í samræmi við það sem við sjáum raungerast um þessar mundir varðandi ráðstöfun á raforku.Viðskiptablaðið greindi frá því 8. júní sl. að Verne Global hafi ákveðið að tvöfalda áætlaða fjárfestingu í gagnaveri sínu í Reykjanesbæ fram til ársins 2027. Stefnt er að því að að orkunotkunin fari úr 40 megavöttum (MW) af uppsettu afli í yfir 96 MW. Síðan staðfestir forstjóri Landsvirkjunar að 120 MW sé ráðstafað í rafmynntagröft, meiri orku en öll heimili landsins nota til samans. Hvers vegna er þessu rafmagni forgangsraðað í gagnaver og rafmynntagröft en ekki í orkuskiptin sem er yfirlýst forgangsmál stjórnvalda? Hvað kemur til að hægt sé að ráðstafa 120 MW í rafmyntagröft á sama tíma og talað er um orkuþurrð? Í ljósi neyðarástands í loftslagsmálum og yfirlýsinga um hröð orkuskipti ætti að liggja beint við að sé orkan fyrir hendi væri henni ráðstafað í orkuskipti. Orkuskiptin eru mikilvægur þáttur í því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda en það eru líka margar aðrar breytingar sem snúa ekki að orkumálum sem þurfa að eiga sér stað til taka almennilega á loftslagsvandanum. Þessi staðreynd er eitthvað sem stjórnvöld virðast rétt svo vera að átta sig á núna en til þessa hafa orkuskiptin verið nánast það eina sem þau einblína á. Stórauka þarf áhersluna á samdrátt í losun frá landbúnaði, ferðaþjónustu, neyslu, ósjálfbærri landnotkun og byggingariðnaðinum svo eitthvað sé nefnt. Aðkoma atvinnulífsins mikilvæg en vantar aukinn metnað Það er gríðarlega mikilvægt að atvinnulífið komi með í þessa vegferð sem við sem samfélag þurfum að ganga í gegn um á allra næstu árum til að draga hratt og örugglega úr losun gróðurhúsalofttegunda og eru nýútgefnir loftslagsvegvísar atvinnulífsins skref í rétta átt. Hins vegar vekur það athygli að áætlaður samdráttur af vegvísunum er aðeins nefndur í 3 af 11 atvinnugeirum og ekkert heildarmat á áætluðum samdrætti er lagt fram. Við söknum þess mjög í þessum vegvísum að tekið séfram hvernig hver geiri fyrir sig stefnir að því að draga úr losun sinni með tölusettum markmiðum. Þessu þarf að bæta úr strax til að hægt sé að sjá hvaða breytinga er þörf á til að ná markmiðum og skuldbindingum. Svo þarf strax að ráðast í þær breytingar. Líklegt er að geirarnir þurfi að ráðast í dýpri kerfisbreytingar heldur en núverandi loftslagsvegvísar þeirra boða. Það mun ekki duga að halda áfram “business as usual” með smá breytingum hér og þar heldur þarf mjög líklega að umbreyta heilu atvinnugreinunum til að þær geti dregið nóg úr losun og á nógu stuttum tíma. Við krefjumst þess af stjórnvöldum og atvinnulífinu að spýta í lófana og ráðast í fullnægjandi aðgerðir í öllum geirum sem eru í samræmi við samdráttinn sem þarf að eiga sér stað strax á næstu örfáu árum. Við höfum beðið lengi eftir nýrri aðgerðaáætlun stjórnvalda og þarf hún, ásamt uppfærðum loftslagsmarkmiðum- og aðgerðum atvinnugeirana, að koma ekki seinna en í haust. Höfundar eru formenn Landverndar og Ungra umhverfissinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Ricart Andrason Orkumál Umhverfismál Þorgerður María Þorbjarnardóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fóturinn tekinn af vegna tannpínu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Á ábyrgð okkar allra Grímur Grímsson skrifar Skoðun „Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga“ Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Hin íslenska láglaunastefna Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Mikilvægasta kosningamálið Hrafnkell Guðnason skrifar Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
„Ísland getur orðið fyrsta landið í heiminum til að nota eingöngu græna, endurnýjanlega orku. Við notum um milljón tonn af olíu á ári og borgum 100 milljarða króna fyrir. Gætum við hætt því, fengið hreinna loft og bætt lífskjör á Íslandi í leiðinni?“ Þetta er það fyrsta sem kemur upp á vefnum orkuskipti.is. Við sem höfum kallað eftir aðgerðum í þágu loftslagsmála tökum heilshugar undir að stefna eigi að því að hætta alfarið notkun á olíu. Orðræða Samtaka Iðnaðarins og Samorku hafa verið á þann veginn að flöskuhálsinn sé raforkuþurrð og mikið er kallað eftir aukinni raforkuframleiðslu í þágu loftslagsmála. Þetta er hins vegar ekki í samræmi við það sem við sjáum raungerast um þessar mundir varðandi ráðstöfun á raforku.Viðskiptablaðið greindi frá því 8. júní sl. að Verne Global hafi ákveðið að tvöfalda áætlaða fjárfestingu í gagnaveri sínu í Reykjanesbæ fram til ársins 2027. Stefnt er að því að að orkunotkunin fari úr 40 megavöttum (MW) af uppsettu afli í yfir 96 MW. Síðan staðfestir forstjóri Landsvirkjunar að 120 MW sé ráðstafað í rafmynntagröft, meiri orku en öll heimili landsins nota til samans. Hvers vegna er þessu rafmagni forgangsraðað í gagnaver og rafmynntagröft en ekki í orkuskiptin sem er yfirlýst forgangsmál stjórnvalda? Hvað kemur til að hægt sé að ráðstafa 120 MW í rafmyntagröft á sama tíma og talað er um orkuþurrð? Í ljósi neyðarástands í loftslagsmálum og yfirlýsinga um hröð orkuskipti ætti að liggja beint við að sé orkan fyrir hendi væri henni ráðstafað í orkuskipti. Orkuskiptin eru mikilvægur þáttur í því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda en það eru líka margar aðrar breytingar sem snúa ekki að orkumálum sem þurfa að eiga sér stað til taka almennilega á loftslagsvandanum. Þessi staðreynd er eitthvað sem stjórnvöld virðast rétt svo vera að átta sig á núna en til þessa hafa orkuskiptin verið nánast það eina sem þau einblína á. Stórauka þarf áhersluna á samdrátt í losun frá landbúnaði, ferðaþjónustu, neyslu, ósjálfbærri landnotkun og byggingariðnaðinum svo eitthvað sé nefnt. Aðkoma atvinnulífsins mikilvæg en vantar aukinn metnað Það er gríðarlega mikilvægt að atvinnulífið komi með í þessa vegferð sem við sem samfélag þurfum að ganga í gegn um á allra næstu árum til að draga hratt og örugglega úr losun gróðurhúsalofttegunda og eru nýútgefnir loftslagsvegvísar atvinnulífsins skref í rétta átt. Hins vegar vekur það athygli að áætlaður samdráttur af vegvísunum er aðeins nefndur í 3 af 11 atvinnugeirum og ekkert heildarmat á áætluðum samdrætti er lagt fram. Við söknum þess mjög í þessum vegvísum að tekið séfram hvernig hver geiri fyrir sig stefnir að því að draga úr losun sinni með tölusettum markmiðum. Þessu þarf að bæta úr strax til að hægt sé að sjá hvaða breytinga er þörf á til að ná markmiðum og skuldbindingum. Svo þarf strax að ráðast í þær breytingar. Líklegt er að geirarnir þurfi að ráðast í dýpri kerfisbreytingar heldur en núverandi loftslagsvegvísar þeirra boða. Það mun ekki duga að halda áfram “business as usual” með smá breytingum hér og þar heldur þarf mjög líklega að umbreyta heilu atvinnugreinunum til að þær geti dregið nóg úr losun og á nógu stuttum tíma. Við krefjumst þess af stjórnvöldum og atvinnulífinu að spýta í lófana og ráðast í fullnægjandi aðgerðir í öllum geirum sem eru í samræmi við samdráttinn sem þarf að eiga sér stað strax á næstu örfáu árum. Við höfum beðið lengi eftir nýrri aðgerðaáætlun stjórnvalda og þarf hún, ásamt uppfærðum loftslagsmarkmiðum- og aðgerðum atvinnugeirana, að koma ekki seinna en í haust. Höfundar eru formenn Landverndar og Ungra umhverfissinna.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun