Hvergi bangnir þrátt fyrir að hafa spilað 130 leiki án sigurs Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júní 2023 15:01 Leikmenn San Marínó niðurlútir eftir að fá á sig enn eitt markið. Gianluca Ricci/Getty Images San Marínó tapaði 6-0 fyrir Finnlandi í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu í gær, mánudag. Þjóðin hefur nú spilað 130 leiki án sigurs og situr sem fastast í botnsæti heimslista Alþjóðaknattspyrnusambandsins. San Marínó tapaði 6-0 fyrir Finnlandi í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu í gær, mánudag. Þjóðin hefur nú spilað 130 leiki án sigurs og situr sem fastast í botnsæti heimslista Alþjóðaknattspyrnusambandsins. San Marínó er svo sannarlega lélegasta landslið heims. Nógu lélegt til að blaðamaður The Athletic gerði sér vikuferð til San Marínó í von um að komast að því hvað heldur landsliðinu gangandi. San Marínó er lítið ríki staðsett innan Ítalíu, þar búa aðeins 33,700 manns og gæði fótboltamanna landsins eru lítil sem engin. Liðið beið afhroð gegn Finnlandi í gær en þar áður hafði það „aðeins“ tapað 3-0 fyrir Kasakstan og 2-0 fyrir Slóveníu og Norður-Írlandi. Síðasti sigur þjóðarinnar kom gegn Liechtenstein árið 2004, síðan þá hafa verið spilaðir 130 leikir og enginn þeirra hefur unnist. Af þeim 196 leikjum sem San Marínó hefur spilað á vegum UEFA og FIFA hefur liðið beðið ósigur í 187 leikjum. Aðeins átta leikjum hefur lokið með jafntefli. Í leikjunum 196 hefur San Marínó skorað 28 mörk en andstæðingar þeirra 808 mörk. Last night's 6-0 defeat in Finalnd means it is now 130 games without a win for San Marino - officially the world's worst international football team.@DTathletic spent a week in the tiny European state (population 33,700) to find out why they keep on trying.— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 20, 2023 San Marínó er í H-riðli undankeppni EM 2024 með Finnlandi, Kasakstan, Danmörku, Slóveníu og N-Írlandi. Erfitt er að sjá hvar liðið ætti að fá stig í riðlinum en hver veit, mögulega ná leikmenn San Marínó að þenja netmöskvana eins og einu sinni áður en undankeppninni lýkur. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael | Mikil undiralda en Norðmenn í góðri stöðu Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Leik lokið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Sjá meira
San Marínó tapaði 6-0 fyrir Finnlandi í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu í gær, mánudag. Þjóðin hefur nú spilað 130 leiki án sigurs og situr sem fastast í botnsæti heimslista Alþjóðaknattspyrnusambandsins. San Marínó er svo sannarlega lélegasta landslið heims. Nógu lélegt til að blaðamaður The Athletic gerði sér vikuferð til San Marínó í von um að komast að því hvað heldur landsliðinu gangandi. San Marínó er lítið ríki staðsett innan Ítalíu, þar búa aðeins 33,700 manns og gæði fótboltamanna landsins eru lítil sem engin. Liðið beið afhroð gegn Finnlandi í gær en þar áður hafði það „aðeins“ tapað 3-0 fyrir Kasakstan og 2-0 fyrir Slóveníu og Norður-Írlandi. Síðasti sigur þjóðarinnar kom gegn Liechtenstein árið 2004, síðan þá hafa verið spilaðir 130 leikir og enginn þeirra hefur unnist. Af þeim 196 leikjum sem San Marínó hefur spilað á vegum UEFA og FIFA hefur liðið beðið ósigur í 187 leikjum. Aðeins átta leikjum hefur lokið með jafntefli. Í leikjunum 196 hefur San Marínó skorað 28 mörk en andstæðingar þeirra 808 mörk. Last night's 6-0 defeat in Finalnd means it is now 130 games without a win for San Marino - officially the world's worst international football team.@DTathletic spent a week in the tiny European state (population 33,700) to find out why they keep on trying.— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 20, 2023 San Marínó er í H-riðli undankeppni EM 2024 með Finnlandi, Kasakstan, Danmörku, Slóveníu og N-Írlandi. Erfitt er að sjá hvar liðið ætti að fá stig í riðlinum en hver veit, mögulega ná leikmenn San Marínó að þenja netmöskvana eins og einu sinni áður en undankeppninni lýkur.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael | Mikil undiralda en Norðmenn í góðri stöðu Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Leik lokið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Sjá meira