Myglan hafi engin áhrif á skólahaldið Máni Snær Þorláksson skrifar 19. júní 2023 18:46 Elín H. Jónsdóttir, forseti lagadeildar Háskólans á Bifröst, Margrét Jónsdóttir Njarðvík rektor og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, forseti félagsvísindadeildar. Aðsend Mygla hefur greinst í húsnæði Háskólans á Bifröst. Byggingar skólans eru nú lokaðar vegna þessa. Rektor háskólans segir þó að myglan muni ekki hafa nein áhrif á skólahaldið þar sem námið er kennt í fjarkennslu. „Staðan er í greiningu þannig við höfum ekki yfirsýn. En gæfa okkar er að vera fjarkennsluháskóli. Við gátum flutt skrifstofurnar í húsin á háskólasvæðinu auk þess sem við erum með skrifstofur í Reykjavík líka. Til allrar hamingju er sumarfrí framundan og þar sem við erum í skýjunum þá getum við haldið áfram að vera í sjöunda himni,“ segir Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor háskólans, í samtali við fréttastofu. Margrét segir ljóst að skólahald verður ekki í þessum byggingum næsta vetur. Það sé þó ennþá ljósara að þá verði komin lausn á því hvar það verður. „Það er alltaf tækifæri í öllum áskorunum, þannig þarf maður að mæta þessu öllu saman,“ segir hún. „Þetta mun ekki hafa nein áhrif á skólahaldið af því við erum með staðlotur þegar aðrar menntastofnanir eru í helgarfríi. Þá veit ég að við munum finna mjög góða lausn á því að hafa staðloturnar annars staðar en á Bifröst.“ Myglan mun ekki hafa nein áhrif á skólahald Háskólans á Bifröst að sögn rektors.Vísir/Vilhelm Bjartsýn þrátt fyrir bagalegar fréttir Margrét bendir á að hægt verði að halda starfsemi háskólans hnökralaust áfram þrátt fyrir mygluna. Til að mynda hafi þau farið áfallalaust í gegnum Covid-19. „Við vorum sá háskóli á Íslandi sem varð ekki fyrir neinni truflun,“ segir hún. „Þetta eru mjög bagalegar fréttir og mikill kostnaður sem fylgir mygluframkvæmdum en hins vegar erum við mjög vel í stakk búin til þess að geta haldið áfram allri okkar starfsemi hnökralaust. Það er það jákvæða við þetta allt saman.“ Margrét er bjartsýn á að hægt verði að laga húsnæðið: „Við erum búin að takast á að algjörlega laga fjármál háskólans á Bifröst, við erum búin að laga gæðamál háskólans á Bifröst, af hverju skyldum við ekki geta lagað þetta?“ Borgarbyggð Háskólar Mygla Skóla - og menntamál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
„Staðan er í greiningu þannig við höfum ekki yfirsýn. En gæfa okkar er að vera fjarkennsluháskóli. Við gátum flutt skrifstofurnar í húsin á háskólasvæðinu auk þess sem við erum með skrifstofur í Reykjavík líka. Til allrar hamingju er sumarfrí framundan og þar sem við erum í skýjunum þá getum við haldið áfram að vera í sjöunda himni,“ segir Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor háskólans, í samtali við fréttastofu. Margrét segir ljóst að skólahald verður ekki í þessum byggingum næsta vetur. Það sé þó ennþá ljósara að þá verði komin lausn á því hvar það verður. „Það er alltaf tækifæri í öllum áskorunum, þannig þarf maður að mæta þessu öllu saman,“ segir hún. „Þetta mun ekki hafa nein áhrif á skólahaldið af því við erum með staðlotur þegar aðrar menntastofnanir eru í helgarfríi. Þá veit ég að við munum finna mjög góða lausn á því að hafa staðloturnar annars staðar en á Bifröst.“ Myglan mun ekki hafa nein áhrif á skólahald Háskólans á Bifröst að sögn rektors.Vísir/Vilhelm Bjartsýn þrátt fyrir bagalegar fréttir Margrét bendir á að hægt verði að halda starfsemi háskólans hnökralaust áfram þrátt fyrir mygluna. Til að mynda hafi þau farið áfallalaust í gegnum Covid-19. „Við vorum sá háskóli á Íslandi sem varð ekki fyrir neinni truflun,“ segir hún. „Þetta eru mjög bagalegar fréttir og mikill kostnaður sem fylgir mygluframkvæmdum en hins vegar erum við mjög vel í stakk búin til þess að geta haldið áfram allri okkar starfsemi hnökralaust. Það er það jákvæða við þetta allt saman.“ Margrét er bjartsýn á að hægt verði að laga húsnæðið: „Við erum búin að takast á að algjörlega laga fjármál háskólans á Bifröst, við erum búin að laga gæðamál háskólans á Bifröst, af hverju skyldum við ekki geta lagað þetta?“
Borgarbyggð Háskólar Mygla Skóla - og menntamál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira