Myglan hafi engin áhrif á skólahaldið Máni Snær Þorláksson skrifar 19. júní 2023 18:46 Elín H. Jónsdóttir, forseti lagadeildar Háskólans á Bifröst, Margrét Jónsdóttir Njarðvík rektor og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, forseti félagsvísindadeildar. Aðsend Mygla hefur greinst í húsnæði Háskólans á Bifröst. Byggingar skólans eru nú lokaðar vegna þessa. Rektor háskólans segir þó að myglan muni ekki hafa nein áhrif á skólahaldið þar sem námið er kennt í fjarkennslu. „Staðan er í greiningu þannig við höfum ekki yfirsýn. En gæfa okkar er að vera fjarkennsluháskóli. Við gátum flutt skrifstofurnar í húsin á háskólasvæðinu auk þess sem við erum með skrifstofur í Reykjavík líka. Til allrar hamingju er sumarfrí framundan og þar sem við erum í skýjunum þá getum við haldið áfram að vera í sjöunda himni,“ segir Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor háskólans, í samtali við fréttastofu. Margrét segir ljóst að skólahald verður ekki í þessum byggingum næsta vetur. Það sé þó ennþá ljósara að þá verði komin lausn á því hvar það verður. „Það er alltaf tækifæri í öllum áskorunum, þannig þarf maður að mæta þessu öllu saman,“ segir hún. „Þetta mun ekki hafa nein áhrif á skólahaldið af því við erum með staðlotur þegar aðrar menntastofnanir eru í helgarfríi. Þá veit ég að við munum finna mjög góða lausn á því að hafa staðloturnar annars staðar en á Bifröst.“ Myglan mun ekki hafa nein áhrif á skólahald Háskólans á Bifröst að sögn rektors.Vísir/Vilhelm Bjartsýn þrátt fyrir bagalegar fréttir Margrét bendir á að hægt verði að halda starfsemi háskólans hnökralaust áfram þrátt fyrir mygluna. Til að mynda hafi þau farið áfallalaust í gegnum Covid-19. „Við vorum sá háskóli á Íslandi sem varð ekki fyrir neinni truflun,“ segir hún. „Þetta eru mjög bagalegar fréttir og mikill kostnaður sem fylgir mygluframkvæmdum en hins vegar erum við mjög vel í stakk búin til þess að geta haldið áfram allri okkar starfsemi hnökralaust. Það er það jákvæða við þetta allt saman.“ Margrét er bjartsýn á að hægt verði að laga húsnæðið: „Við erum búin að takast á að algjörlega laga fjármál háskólans á Bifröst, við erum búin að laga gæðamál háskólans á Bifröst, af hverju skyldum við ekki geta lagað þetta?“ Borgarbyggð Háskólar Mygla Skóla - og menntamál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Staðan er í greiningu þannig við höfum ekki yfirsýn. En gæfa okkar er að vera fjarkennsluháskóli. Við gátum flutt skrifstofurnar í húsin á háskólasvæðinu auk þess sem við erum með skrifstofur í Reykjavík líka. Til allrar hamingju er sumarfrí framundan og þar sem við erum í skýjunum þá getum við haldið áfram að vera í sjöunda himni,“ segir Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor háskólans, í samtali við fréttastofu. Margrét segir ljóst að skólahald verður ekki í þessum byggingum næsta vetur. Það sé þó ennþá ljósara að þá verði komin lausn á því hvar það verður. „Það er alltaf tækifæri í öllum áskorunum, þannig þarf maður að mæta þessu öllu saman,“ segir hún. „Þetta mun ekki hafa nein áhrif á skólahaldið af því við erum með staðlotur þegar aðrar menntastofnanir eru í helgarfríi. Þá veit ég að við munum finna mjög góða lausn á því að hafa staðloturnar annars staðar en á Bifröst.“ Myglan mun ekki hafa nein áhrif á skólahald Háskólans á Bifröst að sögn rektors.Vísir/Vilhelm Bjartsýn þrátt fyrir bagalegar fréttir Margrét bendir á að hægt verði að halda starfsemi háskólans hnökralaust áfram þrátt fyrir mygluna. Til að mynda hafi þau farið áfallalaust í gegnum Covid-19. „Við vorum sá háskóli á Íslandi sem varð ekki fyrir neinni truflun,“ segir hún. „Þetta eru mjög bagalegar fréttir og mikill kostnaður sem fylgir mygluframkvæmdum en hins vegar erum við mjög vel í stakk búin til þess að geta haldið áfram allri okkar starfsemi hnökralaust. Það er það jákvæða við þetta allt saman.“ Margrét er bjartsýn á að hægt verði að laga húsnæðið: „Við erum búin að takast á að algjörlega laga fjármál háskólans á Bifröst, við erum búin að laga gæðamál háskólans á Bifröst, af hverju skyldum við ekki geta lagað þetta?“
Borgarbyggð Háskólar Mygla Skóla - og menntamál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði