Clark hélt McIlroy í skefjum og tryggði sér sinn fyrsta sigur á risamóti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. júní 2023 07:30 Wyndham Clark fagnaði sigri á risamóti í fyrsta sinn. Richard Heathcote/Getty Images Wyndham Clark tryggði sér sigur á Opna bandaríska risamótinu í golfi, US Open, í nótt. Hann kláraði fjórða og seinasta hringinn á pari og endaði því samtals á tíu höggum undir pari, einu höggi á undan Norður-Íranum Rory McIlroy sem hafnaði í öðru sæti. McIlroy, sem situr æi þriðja sæti heimslistans í golfi, var að leita að sínum fyrsta sigri á risamóti síðan árið 2014, en Clark hafði ekki enn fagnað sigri á risamóti. Bandaríkjamaðurinn Clark var með þriggja högga forystu á McIlroy að 14 holum loknum á lokahringnum sem hófst í gær, en tveir skollar í röð á 15. og 16. holu hleyptu spennu í leikinn. Clark hélt þó haus á seinustu tveim holum mótsins, náði pari á þeim báðum og tryggði sér sinn fyrsta sigur á risamóti á ferlinum. A major breakthrough! 🏆@Wyndham_Clark is the 123rd #USOpen champion! pic.twitter.com/1ufXwSAU7D— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 19, 2023 Clark kláraði hringina fjóra á samtals 270 höggum, tíu höggum undir pari vallarins. Eins og áður segir varð McIlroy annar á níu höggum undir pari og Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler hafnaði þriðji á sjö höggum undir pari. Methafarnir Ricky Fowler og Xander Schauffele náðu ekki að halda flugi eftir fyrsta hring mótsins þar sem þeir kláruðu holurnar 18 á nýju mótsmeti þegar þeir léku báðir á 62 höggum, átta höggum undir pari. Fowler lék fjórða hringinn í gær á 75 höggum og endar á fimm höggum undir pari í fimmta sæti ásamt tveimur öðrum kylfingum. Scauffele og þrír aðrir kylfingar enda í tíunda sæti á samtals þremur höggum undir pari. Opna bandaríska Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
McIlroy, sem situr æi þriðja sæti heimslistans í golfi, var að leita að sínum fyrsta sigri á risamóti síðan árið 2014, en Clark hafði ekki enn fagnað sigri á risamóti. Bandaríkjamaðurinn Clark var með þriggja högga forystu á McIlroy að 14 holum loknum á lokahringnum sem hófst í gær, en tveir skollar í röð á 15. og 16. holu hleyptu spennu í leikinn. Clark hélt þó haus á seinustu tveim holum mótsins, náði pari á þeim báðum og tryggði sér sinn fyrsta sigur á risamóti á ferlinum. A major breakthrough! 🏆@Wyndham_Clark is the 123rd #USOpen champion! pic.twitter.com/1ufXwSAU7D— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 19, 2023 Clark kláraði hringina fjóra á samtals 270 höggum, tíu höggum undir pari vallarins. Eins og áður segir varð McIlroy annar á níu höggum undir pari og Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler hafnaði þriðji á sjö höggum undir pari. Methafarnir Ricky Fowler og Xander Schauffele náðu ekki að halda flugi eftir fyrsta hring mótsins þar sem þeir kláruðu holurnar 18 á nýju mótsmeti þegar þeir léku báðir á 62 höggum, átta höggum undir pari. Fowler lék fjórða hringinn í gær á 75 höggum og endar á fimm höggum undir pari í fimmta sæti ásamt tveimur öðrum kylfingum. Scauffele og þrír aðrir kylfingar enda í tíunda sæti á samtals þremur höggum undir pari.
Opna bandaríska Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira